Fréttablaðið - 24.07.2007, Blaðsíða 38
1
6 7 8
10
13
119
12
15
16
18
21
20
17
14
19
2 3 4 5
„Mér finnst afskaplega gott að
fá mér ís. Í bænum fer ég oftast
í ísbúðina í Hagamel og fæ mér
Gömlu blönduna. Núna er ég
reyndar stödd á Akureyri og er
að fá mér Brynjuís í ísbúðinni
Brynju, sem er líka ofsalega
góður.“
Popplagið með Sigur Rós af plöt-
unni () er notað í tveggja mínútna
sýnishorni fyrir stórmyndina The
Invasion sem verður tekin til sýn-
inga í Bandaríkjunum í næsta
mánuði. Með aðalhlutverk í mynd-
inni fara Nicole Kidman og Dani-
el Craig, hinn nýi James Bond.
Fékk Sigur Rós um það bil 25
milljónir króna í vasann fyrir að
leyfa notkun lagsins, sem hljóm-
ar þó ekki í myndinni sjálfri.
Einnig herma fregnir að hljóm-
sveitin hafi fengið um það bil
helmingi lægri upphæð fyrir að
lána lag sitt í sýnishorn annarrar
Hollywood-myndar. „Við fáum
eflaust eitthvað greitt fyrir þetta,
það er alltaf þannig,“ segir Georg
Hólm, liðsmaður Sigur Rósar.
„Það er misjafnt eftir því í hvaða
landi og hver framleiðandinn er.
Ef þetta er lítil mynd frá Nýja-
Sjálandi fáum við ekki mikið en
ef þetta er stór Hollywood-mynd
er greitt samkvæmt því.“
Væntanleg koma peningarnir
að góðum notum fyrir Sigur Rós
því sveitin er um þessar mundir
að byrja á nýrri plötu sem er beðið
með mikilli eftirvæntingu. „Við
erum ekkert byrjaðir að taka upp
að ráði. Við erum bara að pæla og
velta hlutunum fyrir okkur og
dunda okkur við að semja,“ segir
Georg.
Hann tekur fram að hljómsveit-
in sé opnari fyrir því að selja
lögin sín í sýnishorn sem þessi en
í kvikmyndir. „Við erum minna
strangir á því, þótt við fylgjumst
samt vel með slíku. Við treystum
umboðsmanninum fyrir mörgum
af þessum hlutum. Ef lagið væri í
bíómynd yrðum við að sjá atriðið
og lesa handritið. Ef það er „trai-
ler“ skiptir það minna máli en
skiptir máli samt sem áður. Við
þurfum til dæmis allir að sam-
þykkja það og vita hver leikstjór-
inn er,“ segir Georg. „Við fáum
endalaust af þessum tilboðum en
við afþökkum þau flest.“
Leikstjóri The Invasion er ekki
af lakara taginu; hinn þýski Oli-
ver Hirchbiegel sem gerði
óskarsverðlaunamyndina Der
Untergang fyrir nokkrum árum.
Um er að ræða endurgerð á hinni
sígildu vísindaskáldsögumynd
The Invasion of the Body
Snatchers og fjallar um dularfull-
an faraldur sem breytir hegðun
mannfólksins.
Sigur Rós hefur áður átt lög við
sýninshorn úr myndinni Children
of Men og í kvikmyndunum Van-
illa Sky með Tom Cruise í aðal-
hlutverki og The Life Aquatic
With Steve Zissou með Bill
Murray. Einnig hafa lög sveitar-
innar m.a. fengið að hljóma í sjón-
varpsþættinum CSI.
Gísli Örn Garðarsson hyggst setja upp leiksýningu
byggða á kvikmyndinni Tillsammans, eftir Lukas
Moodysson. „Ég gekk frá réttinum að sýningunni
fyrir svona ári síðan. Svo hef ég verið svo önnum
kafinn í öðru að ég hef ekki haft tíma í þetta, en nú er
þetta allt að byrja,“ sagði Gísli.
Hann mun stefna leikhópnum saman í ágúst, þar
sem grunnurinn að leikgerðinni verður lagður. Gísli
ætlar síðan að hella sér í vinnu við leikgerðina þar til í
nóvember, þegar leikarahópurinn kemur saman að
nýju. „Svo frumsýnum við á nýársdag,“ sagði Gísli.
Sýningarstaður liggur þó ekki fyrir, og Gísli
staðfesti ekki heldur leikarahópinn. „Þetta verða
bæði íslenskir og erlendir leikarar, af Norður-
löndunum og víðar,“ sagði hann. Gísli fékk
heimsréttinn að sýningunni, og hyggur á útrás
með hana. „Þess vegna koma erlendir leikarar
líka að þessu,“ útskýrði hann.
Tillsammans hefur verið ofarlega í huga Gísla
síðan hann sá myndina fyrst, en hún fjallar um
lífið í sænskri hippakommúnu á áttunda áratugn-
um. „Mér fannst hún algjörlega frábær, og hugsaði
strax að hún hentaði hugsanlega bara betur í
leikhús,“ sagði Gísli. „Þetta er svo skemmtileg
sýning að ég held að það sé alveg rosalega gaman að
leika hana á sviði,“ bætti hann við.
Til að kynda enn undir stemning-
unni segir Gísli hippatónlistina
verða í forgrunni. „Það er svo
mikil nostalgía í kringum hana,
svo við verðum með mikið af
lifandi tónlist,“ sagði hann.
Sviðsetur sænska hippamynd
Laxveiði hefur verið afar dræm
það sem af er ári vegna mikilla
þurrka í sumar. Gæfuhjólið virð-
ist þó hafa snúist laxveiðimönn-
um í vil og víða veiddist vel um
helgina. Þó gekk engum jafnvel
og Karli J. Steingrímssyni, fjöl-
skyldu hans og vinafólki sem
veiddu í sameiningu eina 84 laxa á
fjórum dögum í Straumunum á
mótum Norðurár og Hvítár.
Aðeins tvær stangir voru notaðar
við veiðina. „Við lentum bara í
göngu og þetta var algjör veisla,“
segir Karl sem er betur þekktur
sem Kalli í Pelsinum. „Dóttirin
fékk maríulaxinn sinn og sömu-
leiðis eitt barnabarn og tengda-
dóttir sem komin er sjö mánuði á
leið. Þetta var afar ánægjuleg
ferð og fiskurinn bunkaðist bara
upp á bakkanum. Við höfum aldrei
lent í öðru eins.“
Karl segist hafa veitt töluvert í
gegnum tíðina en skrifar góðan
árangur að mestu leyti á heppni.
„Ég er svona þokkalega mikill
veiðimaður og hef mjög gaman af
þessu þótt ég fari minna síðustu
árin. Ég er mest í gönguferðum til
þess að hressa mig við og halda
líkama og sál í gangi. Það er óvænt
að lenda í svona veislu eins og um
helgina en auðvitað þarf maður að
hafa sig allan við. “
Samkvæmt upplýsingum frá
Haraldi Eiríkssyni, þjónustufull-
trúa hjá Stangveiðifélagi Íslands,
er um metveiði að ræða það sem
af er ári.
Kalli í Pelsinum og félagar veiddu 84 laxa
Auglýsingasími
– Mest lesið