Fréttablaðið - 24.07.2007, Blaðsíða 6

Fréttablaðið - 24.07.2007, Blaðsíða 6
Hefur þú sent flöskuskeyti? Ert þú fylgjandi virkjunarfram- kvæmdum í Þjórsá? HUGSAÐU VEL UM HÚÐINA ÞÚ FÆRÐ DECUBAL Í NÆSTA APÓTEKI „Við fyrstu skoðun virðist hann þokkalega heill og glaður yfir að koma heim,“ segir Klara Sólrún Hjartardóttir, vinkona Kristjönu eiganda Lúkasar og sú sem kom að honum í gærmorgun. Hundurinn hafði verið týndur í einar tíu vikur. Hann var talinn af, vegna ljúgvitnis um grimmilegt dráp, en eigandi hans bar síðan kennsl á hann uppi í fjalli fyrir rúmri viku. Lúkas hefur verið styggur með afbrigðum. Síðustu viku hafa verið egndar fyrir hundinn gildrur í fjallinu og skilinn eftir matur. Lúkas lét svo loks blekkjast og gekk í felligildru í Fálkafelli í fjallinu Súlum. Hann var aldrei í Hlíðarfjalli, eins og talið var. „Ég veit ekki hvaðan þær upplýsingar komu, en við ákváðum bara að leyfa því að vera svoleiðis til að halda fólki í burtu,“ segir Klara, sem vildi þannig tryggja að hundurinn fældist ekki frekar. „Ég er búin að eyða viku í að öðlast traust hans með því að færa honum mat. Það hvarflaði stundum að mér að hann kæmi ekki en ég gaf mig ekki,“ segir hún. Klara er búin að fara allt að þrjátíu ferðir í fjallið eftir hvutta og lagði sjálf gildruna sem gómaði hann. Hún er að vonum fegin lyktunum. „Þetta er yndislegur endir á ljótu máli. Hann er búinn að hitta dýralækninn, sem sá ekkert að honum í fljótu bragði. Hann sagði að Lúkas ætti bara að hvílast heima við.“ Með heimkomu hundsins lýkur afskiptum lögreglunnar á Akureyri af dýrinu. „Þetta er búið að vera ein hringavitleysa og hefur kostað heilmikla vinnu. Það er búið að sólunda fé skattborgara og tíma lögreglunnar,“ segir Gunnar Jóhannsson, yfirmaður rannsóknar- deildar lögreglunnar á Akureyri. Gunnar veit ekki hver verða eftirmál vegna þeirra sem báru ljúgvitni á sínum tíma. „Það er refsivert að gefa rangan vitnisburð til lögreglu og það virðist hafa gerst í þessu máli. En sýslumaður mun ákvarða um fram- haldið síðar.“ Lúkas kominn í leitirnar Lúkas gekk í gildru í Fálkafelli í gærmorgun og virðist við góða heilsu. Hann var aldrei í Hlíðarfjalli, eins og haldið var. „Yndislegur endir á ljótu máli,“ segir Klara Sólrún Hjartardóttir, sem fór hátt í þrjátíu ferðir að leita hans. Sýslumaður skoðar málið. Bresk móðir, sem fékk tæpar 3,7 milljónir króna í barnabætur með því að ljúga því að hún ætti sautján börn, sleppur við fangelsisvist, af því að hún er ófrísk og með fæðingarþunglyndi. Segir í The Daily Mail í Bretlandi. Konan hélt því fram að hún hefði 26 ára gömul verið búin að eignast þrjú pör af tvíburum og þríbura í tvígang. Konan játaði á sig níu brot yfir þriggja ára tímabil. Hún hafði hringt 400 sinnum í skattstofuna til að segja frá ört stækkandi fjölskyldu sinni. Einnig fékk hún aukabætur, þar sem öll upplognu börnin höfðu sykursýki. Sagðist eiga 17 sykursjúk börn Tveir menn, 53 og 60 ára, sem sakaðir eru um að hafa reynt að kveikja í iðnaðarhúsnæði á Stokkseyri í janúar 2004, neita sök. Mennirnir eru ákærðir fyrir tilraun til brennu og fór aðalmeð- ferð í málinu fram í Héraðsdómi Suðurlands í gær. Iðnaðarhúsnæðið var í eigu ann- ars mannsins. Lögreglan komst á snoðir um ráðagerðir mannanna tveggja nokkru áður en brenna átti húsið, og hleraði síma þeirra. Annar þeirra var svo handtekinn á vettvangi eftir að lögregla hafði komið í húsið og fundið tvö log- andi kerti ofan á flíspeysu, nálægt pappakössum og frauðplastbökk- um sem staflað hafði verið upp og olíu hellt yfir. Mennirnir neita báðir sök. Sá eldri, sem átti húsið, segist aldrei hafa lagt á ráðin um að brenna húsið. Sá yngri, sem var handtek- inn á staðnum, segist eingöngu hafa verið að kanna hvort ekki væri allt með felldu í húsinu umrætt kvöld, en ekki hafa verið kominn þangað til að kveikja í. Honum hafi yfirsést logandi kertin. Eins og áður segir átti þetta sér stað í janúar 2004 en ákæra í mál- inu var ekki gefin út fyrr en 6. mars í ár, rúmum þremur árum síðar. Að sögn Kolbrúnar Sævarsdótt- ur, saksóknara hjá Ríkissaksókn- ara, er drætti á rannsókn lögreglu um að kenna. Félag landeigenda í Óskoti og í Reynisvatnslandi vill að úrskurðarnefnd skipulags- og byggingarmála felli úr gildi samþykktir Reykjavíkurborgar varðandi fisflugvöll á Hólms- heiði. Landeigendurnir segja að flugvöllurinn, með tilheyrandi umferð á jörðu og í lofti, myndi trufla og raska þeirri friðsæld sem menn vilji hafa í sumarhús- um. „Húsin yrðu félagsmönnum ónothæf auk þess sem eignirnar yrðu óseljanlegar,“ segir í kæru félagsins til úrskurðarnefndar- innar þar sem bent er á til áherslu að vélar í fisum séu eins og í skellinöðrum og garðsláttuvélum. Kæra fisflug við sumarbústaði Svo virðist sem frá- sagnir af handtökuskipun á hend- ur Ólafi Ragnarssyni, skipstjóra Eyborgarinnar á Möltu, hafi ekki verið á rökum reistar. Pétur Ásgeirsson, skrifstofu- stjóri hjá utanríkisráðuneytinu, segir að Maurice Mizzi, ræðis- manni Íslands á Möltu, hafi í gær verið falið að grennslast fyrir um málið hjá stjórnvöldum. Við fyrstu athugun ræðismannsins virtist ekkert benda til þess að stjórnvöld á Möltu vildu ná sambandi við Ólaf eða handtaka hann. „Þannig að á þessari stundu telj- um við að það sé enginn fótur fyrir þessu en ræðismaðurinn ætlaði að athuga þetta nánar,“ segir Pétur. Birgir Sigurjónsson, eigandi Eyborgarinnar, sagðist í gærkvöld ekki hafa náð sambandi við Ólaf ytra þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir. „Hann er alveg úr sambandi,“ segir Birgir sem kveður eftir- grennslan ræðismannsins hafa staðfest grun sinn um að fregnir af handtökuskipununni væru byggðar á sandi. Ekki náðist tal af eiginkonu Ólafs í gær. Ólafur bjargaði tuttugu flótta- mönnum á Afríku um borð í skip sitt í júní og flutti þá til Möltu í andstöðu við yfirvöld þar sem vildu að hann sigldi með fólkið til Líbíu þar sem björgunin hafi verið í lögsögu þess lands. Ekki næst enn í Ólaf á Möltu Óánægja er í Vest- mannaeyjum með þá ákvörðun Vegagerðar ríksins að bæta ekki við tveimur aukaferðum við þær fimm aukaferðir sem þegar er gert ráð fyrir að Herjólfur sigli um verslunarmannahelgina. Að því er segir á vef Vegagerðarinn- ar óskuðu bæjaryfirvöld í Eyjum eftir tveimur næturferðum að auki. „Ríkissjóður styrkir tvær ferðir á dag með Herjólfi og fimm næturferðir um verslunar- mannahelgi, einnig eru tvær flugferðir á dag með Flugfélagi Íslands styrktar. Auk þess er óstyrkt flug frá Bakka,“ bendir Vegagerðin á. Fá ekki fleiri aukaferðir

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.