Fréttablaðið - 24.07.2007, Blaðsíða 4

Fréttablaðið - 24.07.2007, Blaðsíða 4
Mikil óvissa ríkir um nánustu framtíð í stjórnmálum í Tyrklandi þrátt fyrir að stjórnarflokkurinn, Réttlætis- og þróunar- flokkur Receps Tayyips Erdogan forsætisráð- herra, hafi unnið stóran sigur í þingkosningun- um um helgina. David Miliband, utanríkisráðherra Bret- lands, hvetur Evrópusambandið til þess að taka vel á móti nýju stjórninni. Hann segir þróun mála í Tyrklandi skipta gífurlega miklu máli fyrir öll Evrópuríki. Ráðamenn fleiri Evrópusambandslanda tóku í sama streng. Jose Manuel Barroso, forseti framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins, fagnaði sigri Erdogans og sagðist reikna með að Tyrkir héldu áfram að gera umbætur í stjórnmálum og efnahagsmálum. Sigur Erdogans varð mun meiri en búist var við en þó hefur flokkurinn nú heldur færri þingsæti en hann hafði fyrir kosningar og hans bíða mörg erfið verkefni. Meðal annars þarf að kjósa nýjan forseta sem allra fyrst, en sjö ára kjörtímabil núver- andi forseta landsins rann út í maí. Það er þing landsins sem kýs forseta, og þótt stjórnarflokk- ur Erdogans hafi meira en sextíu prósent þingsæta nægir það ekki því samkvæmt stjórnarskrá þurfa tveir af hverjum þremur þingmönnum að greiða honum atkvæði sitt. Kaldavatnsinntak sprakk í húsnæði Rauða krossins við Iðavelli í Reykjanesbæ í gærmorg- un. Um klukkan ellefu tók vegfar- andi eftir því að vatn flæddi út úr húsnæðinu og út á götu. Starfs- menn Brunavarna Suðurnesja komu á vettvang og var vatnshæð- in inni í húsnæði þá nokkrir sentimetrar. Þeir unnu að því til klukkan eitt að vatnsræsta húsnæðið. Miklar skemmdir urðu á húsnæðinu sem og á munum sem þar voru sem átti að selja til styrktar Rauða krossinum, segir Sigmundur Eyþórsson, slökkviliðs- stjóri Brunavarna Suðurnesja. - Skemmdi hús- næði og muni Sendiherra Íslands í Danmörku mun í haust flytja frá Charlottenlund til Frederiksberg. Gamli bústaðurinn er til sölu fyrir 385 milljónir króna. „Nýja húsið er töluvert minna og er mun nær miðbænum og nær sendiráðinu og við gerum ráð fyrir því að það muni nýtast mun betur sem vinnutæki fyrir sendiráðið,“ segir Pétur Ásgeirsson, skrifstofustjóri hjá utanríkisráðuneytinu. Að sögn Péturs eru nokkrir dagar síðan fest voru kaup á nýja sendiherrabústaðnum í Fred- eriksberg. Núverandi bústaður er í talsvert stærra húsi sem stendur aðeins utan við Kaupmannahöfn í Charlottenlund. Það hús hefur nú verið auglýst til sölu. „Charlottenlund er dýr staður og þetta er heldur ódýrari staður á Frederiksberg þannig að við gerum ráð fyrir því að við fáum tölvert á milli. Þar að auki veldur þetta því að við þurfum ekki að leggja í kostnað við mikið viðhald sem er fram undan á gamla húsinu, þannig að það er eitt og annað sem rennir stoðum undir þessa ákvörðun,“ segir Pétur. Gert mun vera ráð fyrir því að sendiherr- ann, sem nú er Svavar Gestsson, geti flutt í nýja bústaðinn í október eða nóvember. Húsið stendur í einbýlishúsahverfi í Fredriksberg. „Þetta er gamalt einbýlishús sem er upphaf- lega byggt 1920 en hefur verið haldið mjög vel við og er í afar góðu ástandi,“ segir Pétur. Pétur sagði ekki unnt að svo stöddu að skýra frá kaupverði nýja hússins og hafði stærð þess ekki á takteinum í gær. Á vef danskrar fasteignasölu kemur hins vegar fram að uppsett verð fyrir gamla bústaðinn svari til 385 milljóna íslenskra króna. Stærð hússins er 800 fermetrar á tæplega fjögur þúsund fermetra skógarlóð. Í húsinu er meðal annars vínkjallari og nýtt lúxuseldhús og lúxusbaðherbergi, að sögn danskra fasteignasölu sem segir eignina meðal þeirra albestu í hverfinu. Sendiherrabústaður til sölu á 385 milljónir í Danmörku Utanríkisráðuneytið hefur keypt nýjan bústað fyrir sendiherra Íslands í Danmörku sem sagður er munu nýtast betur fyrir starfsemina. Talið er að hærri upphæð fáist fyrir gamla húsið, sem nú er til sölu á 385 milljónir króna. Nýja húsið er í Frederiksberg og nær miðbænum en gamli bústaðurinn í Charlottenlund.

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.