Fréttablaðið - 24.07.2007, Blaðsíða 35

Fréttablaðið - 24.07.2007, Blaðsíða 35
Valsmenn eiga möguleika á að komast á toppinn í Lands- bankadeild karla vinni þeir Fylkismenn í fyrsta leik 11. umferð- ar sem fram fer á Laugardalsvell- inum klukkan 20.00 í kvöld. Vinni Valsmenn leikinn eru þeir komnir með 24 stig, sem væri einu stigi meira en FH-ingar, sem leika ekki fyrr en á laugardaginn. Vals- menn gætu því verið í efsta sæt- inu í að minnsta kosti þrjá daga og jafnvel lengur nái Keflvíkingar stigi eða stigum úr Krikanum um næstu helgi. Valsmenn mæta í kvöld Fylki, sem hefur verið í miklum vand- ræðum; hefur aðeins fengið eitt stig og skorað eitt mark í síðustu fjórum deildarleikjum sínum. Valsmenn hafa unnið þrjá deildar- leiki í röð með markatölunni 10-2 og hafa með því unnið upp fimm stig af forskoti FH-inga, sem voru með sjö stigum fleira en Hlíðar- endaliðið eftir fyrstu sjö umferð- irnar. FH-ingar hafa verið í efsta sæti Landsbankadeildar karla í 54 umferðir í röð, allar götur síðan 19. júlí 2004. Síðan þá eru liðnir 1.100 dagar eða rúm þrjú ár. Verði Valsmenn í toppsætinu þegar umferðinni lýkur á laugardaginn er það í fyrsta sinn síðan eftir 11. umferð sumarið 1989 sem Hlíðar- endaliðið er í efsta sæti deildar- innar í seinni umferð. Það stefnir því í mun áhuga- verðari endasprett í baráttunni um Íslandsmeistaratitilinn en und- anfarin tvö tímabil en FH-ingar voru með sex stiga forskot (2005) og tíu stiga forskot (2006) á sama tíma undanfarin tvö sumur. Toppsætið í hættu eftir 1.100 daga setu Teitur Örlygsson, nýráðinn þjálfara karlaliðs Njarðvíkur í Iceland Express deild karla, segir í viðtali á heimasíðu Körfuknattleiksdeildar Njarðvíkur að hann vilji fá íslenska leikmenn til liðsins. „Okkur vantar bara fleiri leikmenn. Það kemur smá gat í þetta núna og nokkuð langt í ungu strákana sem taka við eftir nokkur ár. Venjulega fáum við leikmenn upp árlega eða svo til en það er ekki að gerast núna,“ sagði Teitur í viðtali á síðuna og bætti síðan við: „Það er nóg pláss hjá Njarðvík í dag. Ég hef heyrt orðróm um að leikmenn hafi áhuga á að spila með Njarðvík og vona svo sannarlega að einhverjir komi til okkar. Ég vil helst fylla leik- mannahópinn af Íslendingum,“ sagði Teitur í umræddu viðtali. Vantar leik- menn í liðið Landsbankinn býður 16 ára og yngri á völlinn. Sækja þarf boðsmiðann í næsta útibú Landsbankans. LANDSBANKADEILD KARLA 11. UMFERÐ þri. 24. júlí kl. 20:00 Valur - Fylkir mið. 25. júlí kl. 19:15 Breiðablik - KR mið. 25. júlí kl. 19:15 Víkingur - Fram fim. 26. júlí kl. 19:15 ÍA - HK lau. 28. júlí kl. 14:00 FH - Keflavík Eggert Magnússon gaf það út í gær að hann byggist við því að missa Argentínumanninn Carlos Tevez frá West Ham. Manchester United er komið langt í samningaviðræðum við leikmanninn en málið er allt hið flóknasta. FIFA ætlar að beita sér í málinu en sambandið hitti forráðamenn enska knattspyrnu- sambandsins í gær að beiðni United og West Ham. Áætlað var að tilkynnt yrði um ákvörðunina, hvort Tevez gæti farið til United, í gær en svo varð ekki. Allar líkur er á því að kunngert verði um ákvörðunina í dag og því ætti þessum langa farsa að ljúka fyrr en síðar. FIFA seinkar ákvörðun sinni

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.