Fréttablaðið - 24.07.2007, Blaðsíða 30

Fréttablaðið - 24.07.2007, Blaðsíða 30
Leikkonan Winona Ryder var kærð fyrir stuld í verslun árið 2001 og hefur nú látið hafa eftir sér að hún hafi þó algjörlega hreina samvisku. Ástæðan er að hennar sögn sú að hún meiddi engan. „Ég fékk aldrei mikið sam- viskubit vegna þess að ég meiddi aldrei neinn. Ef ég hefði skaðað einhvern líkamlega þá hefði til- finningin verið allt önnur,“ sagði Winona sem sagði verkjalyf hafa gert sig ringlaða daginn sem hún stal. „Tveimur mánuðum áður hafði ég handleggsbrotnað á tveimur stöðum og læknirinn, sem var algjör skottulæknir, gaf mér fullt af lyfjum við sársaukanum. Í fyrstu tók ég lyfin einungis við sársaukanum en svo kemur að því að maður veit ekki lengur hvort maður finnur til en samt tekur maður lyfin áfram,“ sagði Winona sem er í forsíðuviðtali í nýjasta hefti bandaríska Vogue. Winona hefur hreina samvisku Leikkonan Heather Graham seg- ist ekki hafa neitt samband við foreldra sína eftir að hún lék klámmyndastjörnu í kvikmynd- inni Boogie Nights. Graham fékk strangt kaþólskt uppeldi og segir fjölskylduna ekki geta sætt sig við það hversu mikið kyntákn hún er orðin. „Boogie Nights var heldur gróf og foreldrar mínir voru skelfingu lostnir. Þau höfðu engan áhuga á að heyra mitt álit á hlutverkinu og voru sannfærðir um að þar sem ég tók við hlutverkinu hlyti ég að vera svona líka í alvörunni. Þau eru svo trúuð og ströng að það hefur tekið mig langan tíma að verða sátt við sjálfa mig. Þau vildu meira að segja á tímabili að ég gerðist nunna,“ sagði Heather og viðurkenndi að hún væri alls ekki eins villt í svefnherberginu eins og flestir héldu. „Það væri indælt að vera í góðu sambandi við foreldra mína og partur af mér þráir ást og samþykki þeirra. En ef þau gefa mér það aldrei þá er það allt í lagi. Ég hef lært að sjá um mig sjálf.“ Vildu að Heather gerðist nunna Riccardo Tisci, yfirhönnuður tískuhússins Givenchy, er þekktur fyrir nýtískulegan klæðskurð og sterk snið og leyfði hann þessum hæfileikum sínum að njóta sín þegar hann bjó sig undir hátísku- vikuna nú í sumar. Hann sótti innblástur í framtíðargyðjur og gríska goðafræði en á sýningunni mátti meðal annars sjá formfasta kjóla, hlébarðamynstur, krókó- dílajakka, fjaðrapils, lífstykkja- toppa, dásamlega pelsa og óvenjulega gala-kjóla. Vanalega sýnir Tisci í íburðar- miklum og skreyttum sölum en að þessu sinni var bakgrunnurinn hvítur og þannig fengu dásamleg- ar flíkurnar að njóta sín til hins ítrasta. Tískuhúsið Givenchy stóð áður völtum fótum í tískuheiminum en eftir ráðningu Tiscis virðist leiðin einungis liggja upp á við. Í gær kom út í Bretlandi smáskífan Hunt- ing High and Low af plötu Garðars Thórs Cortes sem kom út í apríl síðastliðnum. Af því tilefni boðaði útgáfufyrirtæki hans til veislu í gærkvöld sem Entertain- ment News kallaði „flottasta partí kvölds- ins“. Meðal þeirra sem höfðu boðað komu sína í gær voru hönnuðurinn Karen Millen og söngkonan Katherine Jenkins auk Titanic-leikarans Billy Zane. Plata Garðars fór beint í fyrsta sæti klassíska listans í Bretlandi þegar hún kom út en var felld úr sætinu af sjálfum Pavarotti eftir þriggja vikna setu. Sam- kvæmt Einari Bárðarsyni, umboðsmanni Garðars, er það von Believer-útgáfunnar að smáskífan greiði leið þeirrar stóru aftur á toppinn. „Smáskífan er gefin út í mjög takmörkuðu upplagi og er eingöngu ætluð sem kynning á stóru plötunni,“ segir Einar. „Það er alveg raunhæfur möguleiki að ná toppsætinu að nýju.“ Hann segist ekki vita nákvæmlega í hvaða sæti platan situr þessa dagana. Veislan var haldin á nýjum veitinga- stað í miðborg Lundúna, Vanilla. „Þeir eiga von á að þetta dragi athygli að staðn- um,“ segir Einar, en búist var við mikilli og góðri mætingu. Hann segir tilgang veislunnar auk þess að vekja athygli fjöl- miðlafólks á Garðari Thór. Það ætlunar- verk virðist ætla að heppnast ágætlega því Rav Singh hjá News of the World hafði boðað komu sína auk blaðamanna frá The Independent, Daily Mail, OK og Marie Claire svo einhverjir séu nefndir. Á fimmtudagsmorgun kemur Garðar Thór svo fram í þættinum GMTV en um 5 milljónir manna sjá þáttinn á hverjum morgni. Cortes býður Karen Millen í veislu Vi nn in ga r v er ða a fh en di r h já B T S m ár al in d. K óp av og i. M eð þ ví a ð ta ka þ át t e rt u ko m in n í S M S k lú bb . 9 9 kr /s ke yt ið . 9. HVERVINNUR 3 VIKUR ÁTOPPNUM ÍUSA! SMS LEIKUR ÞESSAR 8 KONUR MUNU HITTA 1 BRJÁLAÐAN MANN FRUMSÝND 18.07.07 SENDU SMS J A DPF Á NÚMERIÐ 1 900 OG ÞÚ GÆTIR UNNIÐ MIÐA FYRIR TVO! FLOTTIR AUK AVINNINGAR Í BOÐI!

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.