Fréttablaðið - 24.07.2007, Blaðsíða 16

Fréttablaðið - 24.07.2007, Blaðsíða 16
greinar@frettabladid.is Hringdu í síma ef blaðið berst ekki Mikið hefur verið rætt um nýfallinn sýknudóm Héraðsdóms Reykjaness í máli sem varðaði einkadans í því, sem ákæruvaldið taldi vera lokað rými. Lítið skal um það rætt hér, því ný lög hafa nú bannað einkadans með öllu og málið vart fordæmisgefandi. Hitt er öllu alvarlegra mál, en það er í hvaða tilgangi dansmeyjar eru hér og að hvaða leyti þær mega um frjálst höfuð strjúka meðan þær dvelja á landinu. Mansal, sem er algeng- ara á Íslandi en margan grunar, þrífst í skjóli löglegs kynlífsiðn- aðar og lög sem banna nektardans og einkasýningar eru liður í að vinna gegn því. Í skýrslu Bandaríkjaþings frá 2006 er bent á að umræða um mansal sé lítil sem engin á Íslandi; hér séu hvorki til reglur um öflun upplýsinga né áætlanir um aðgerðir til aðstoðar fórnar- lömbum mansals. Þó er ljóst að bæði er flutt inn vinnuafl til starfa langt undir töxtum og konur fluttar inn til starfa í kynlífsiðnaðinum. Samkvæmt skýrslu Fíkniefna- og afbrota- málaskrifstofu Sameinuðu þjóðanna er mansal til Íslands í miðlungi algengt á heimsvísu. Þetta er eflaust mun hærra en flestir vilja trúa. Rannsaka verður umfang mansals hér á landi og lögregluyfirvöld þurfa að gera raunverulegar tilraunir til að fylgjast með umfangi og eðli kynlífsiðnaðarins sem virðist blómstra hér á landi. Einungis þannig er hægt að koma í veg fyrir að konur séu misnotaðar og seldar mansali. Íslenska ríkið hefur forðast að taka á þeim málum sem upp hafa komið; ef grunur leikur á að um mansal sé að ræða eru fórnar- lömbin gjarnan flutt úr landi. Fátt virðist gert til að komast að því hvaða samtök standa að baki mansali eða eiga samvinnu með öðrum um að rannsaka og ákæra í málum. Fórnarlömbin standa oft enn verr að vígi og eru í aukinni hættu á að lenda aftur í mansali ef þau eru send til síns heima. Áhersla er lögð á það í opinberri orðræðu að fórnar- lömbin séu á leið annað – við viljum ekki vita að við búum í samfélagi þar sem þessir hlutir viðgangast. Rekstur nektarstaða styrkir stöðu þrælahaldara í heiminum en ólögleg „viðskipti“ með líkama kvenna og barna eru í dag eru talin velta milli 5 og 7 milljörðum bandaríkjadala á ári. Í Hollandi er árleg velta af kynlífsiðnaðin- um um einn milljarður dala, en þar er vændi löglegt eins og í Þýskalandi. Holland og Þýska- land eru jafnframt í hópi helstu áætlunarlanda fórnarlamba mansals í heiminum. Því er gjarnan kastað fram að með lögleiðingu vændis væri hægt að útiloka neikvæðar afleiðingar mansals. Það virðist þó alls ekki vera raunin heldur þvert á móti. 87% þeirra sem eru seld mansali eru seld í kynlífsþrælkun skv. tölum frá UNODC. Yfirgnæfandi meirihluti þeirra eru konur og börn, sem endurspeglar takmörk- uð völd þeirra í flestum ríkja heims. Hér á landi bendir ýmislegt til þess að vændi þrífist á nektarstöðum. Frelsi þeirra sem þar vinna er takmarkað, hluti af starfinu er að fá sér í glas – í hvaða starfsgrein er fólk hvatt til að neyta efnis sem slævir dómgreind þess og kemur því í annarlegt ástand? Hvers vegna kjósum við ekki að uppræta þessa meinsemd í okkar nánasta umhverfi en teljum sjálfsagt að leggja baráttunni lið í fjarlægum heimshlutum? Skv. nýsamþykktum lögum er nú „hvorki heimilt að bjóða upp á nektarsýningar né með öðrum hætti að gera út á nekt starfs- manna eða annarra sem á staðnum eru“, en áfram verður þó hægt að sækja um undanþágur til leyfisveitenda um að heimila nektardans. Í lögunum segir jafnframt að á „slíkum stöðum er sýnendum óheimilt að fara um á meðal áhorfenda og jafnframt eru hvers konar einkasýningar bannaðar“. Spurningin um hvað er lokað rými og hvað ekki skiptir ekki lengur máli. Í umræðum á þingi kom fram sá skilningur þingmanna á nýju lögunum að almenna reglan væri að nektar- dans væri bannaður – sveitar- félögin hefðu það í hendi sér hvort leyfi væri veitt. Nú þurfum við að bíða og sjá hvað gerist í Kópavogi. Lögreglan þarf að fylgjast með því að þessum lögum verði framfylgt og dómstólar að túlka þau í samræmi við vilja lög- gjafans og almennings. Ekki er hægt að vinna gegn mansali með því að leyfa starfsemi sem byggir á því, leynt eða ljóst. Höfundur er ráðskona atvinnu- og stjórnmálahóps Femínistafélags Íslands. Mansal er mannréttindabrot Hvort það sé rétt aðferð að festa sig upp í krana eða að hlekkja sig saman og hindra umferð til að vekja athygli á málstað sínum eins og Saving Iceland hefur gert – um það eru skiptar skoðanir. Hins vegar fannst mér fréttatilkynning þeirra áhugaverð sem send var út 18. júlí sl. þar sem vakin er athygli á að umhverf- ismat á væntanlegu álveri í Helguvík sé unnið af aðilum sem eiga mikilla hags- muna að gæta – og er verkfræðisamsteypan HRV nefnd í því samhengi. Kemur fram m.a. í matinu að mengun af verk- smiðjunni verði ekkert vandamál þar sem öll mengun mun hverfa með vindinum! Í Fréttablaðinu 28. mars sl. er HRV kynnt sem eitt fremsta ráðgjafar- og þjónustufyrirtæki í heiminum á sviði ál- og orkuiðnaðar. Jafnframt er greint frá því að áhersla fyrirtækisins verði að stórum hluta á álversiðnaðinn þar sem það hefur á mikilli þekkingu að byggja, en einnig sé horft til annars orkufreks iðnaðar. Í sömu frétt segir: „Fyrir utan að stýra með verkfræðingum Norðuráls uppbyggingu þar, erum við í samstarfi við Bechtel fyrir austan við bygg- ingu Fjarðaáls, við vinnum að uppbygg- ingu álvers á Húsavík, við tökum þátt í undirbúningi stækkunar í Straumsvík og sömuleiðis að undirbúningi álvers í Helguvík.“ Jafnframt kemur fram að félögin sem standa að HRV eigi í Geysi Green Energy sem er hluthafi í Hitaveitu Suðurnesja. Það er alkunna að verðmæti þess fyrir- tækis muni aukast verulega verði af byggingu álversins í Helguvík. Þeir aðilar sem eiga síðan að sjá um áhættumat vegna mögulegs stíflurofs, ef af virkjun Þjórsár verður, eru m.a. verk- fræðistofurnar VST og VGK sem eru hluti af HRV. Líklega væntir almenningur þess að umhverfis- mat eigi að fela í sér hlutlaust mat á áhrifum fram- kvæmda. Í grein eftir framkvæmdastjóra verkfræði- samsteypunnar HRV lýsir hann hins vegar þeirri skoðun sinni að við Íslendingar eigum að skammast okkar og draga úr loftmengun með því að nýta umhverfisvæna orku okkar alþjóðasamfélaginu og okkur Íslendingum til heilla og byggja hér eins og tvö til þrjú „Reyðarfjarðarálver“. Er þá einhver furða þó svo menn leyfi sér að draga í efa hlutleysi matsaðila? Höfundur er formaður Sólar í Straumi. Siðleysi í umhverfismati á stóriðju? H vers konar samfélag er það sem býður veikum börnum upp á bið eftir greiningu og meðferð? Á mestu velmegunartímum þjóðarinnar er staðan sú að enn eitt árið er rætt um hvernig skuli stytta biðlistann á Barna- og unglingageðdeild Landspítala (BUGL). Fyrir réttum mánuði sagði Guðlaugur Þór Þórðarson heilbrigð- isráðherra: „Það var eitt af mínum fyrstu verkum sem ráðherra að hefja undirbúning að vinnu vegna BUGL og ég hef þegar kynnt vinnutilhögunina í ríkisstjórn. Nánari útfærsla verður kynnt á næstu vikum.“ Áætlun ráðherrans liggur ekki fyrir. En markmiðið getur ekki verið flókið: Biðlistanum á Barna- og unglingageðdeildinni þarf að eyða og sjá til þess að hann myndist aldrei framar. Guðlaugs Þórs og félaga í nýrri ríkisstjórn bíða ærin verkefni sem hrönnuðust upp í tíð fyrri ríkisstjórnar. Viðvarandi biðlistar á Barna- og unglingadeildinni og Greiningar- og ráðgjafarstöð ríkisins eru sorglegur vitnisburður um sinnuleysi ríkisstjórnar Sjálfstæðisflokks og Framsóknarflokks í garð barna sem eiga bágt. Það segir meira en mörg orð um áhugaleysið að bið eftir þjónustu á Greiningar- og ráðgjafarstöðinni, sem þjónar fötluðum börnum og fjölskyldum þeirra, var orðin allt að þrjú ár. Jóhanna Sigurðardóttir félagsmálaráðherra lagði fyrir ríkis- stjórnina og fékk samþykktar í júní sérstakar aðgerðir til að vinna á þeim vanda og hófust þær strax. Auðvitað ber Sjálfstæðisflokkurinn ríka ábyrgð á þessari slæmu stöðu. Guðlaugs Þórs bíður að reka slyðruorðið af flokki sínum. Áætlanir hans um Barna- og unglingageðdeildina hljóta að líta dagsins ljós á næstu dögum. En það er margt annað sem má betur fara í málefnum barna en að eyða biðlistum á sérhæfðar stofnanir. Enn stærra mál er hvernig samfélagið í heild býr að þeim börnum sem minna mega sín. Í vor hélt Lena Nyberg, umboðsmaður sænskra barna, merkilegt erindi í Norræna húsinu þar sem hún fjallaði um rétt barna til góðra foreldra. „Foreldrar sem ekki sinna börnunum teljast með mestu erfiðleikum sem börn eiga við að stríða í Svíþjóð í dag,“ sagði Lena. Fólk sem ekki ræður við foreldrahlutverkið hefur alltaf verið til, og það mun ekki breytast. Hvernig samfélagið bregst við þeim vanda er hins vegar á margan hátt enn óleyst mál. Hryllingssögur frá Breiðavík og öðrum uppeldisheimilum ríkisins taka af allan vafa um að í fæstum tilfellum er lausnin að taka börnin af foreldrunum. Sívaxandi fjöldi tilkynninga til barnaverndaryfirvalda staðfestir að vandamálin eru mörg. En í auknum fjölda tilkynninga eru þó ekki aðeins neikvæðar fréttir. Þar er einnig að finna vísbendingu um að fólk er að vakna til betri vitundar um ábyrgð samfélagsins alls á vanræktum börnum. Næsta skref er virkja þessa vitund og skapa umhverfi sem styður við bakið á þeim foreldrum sem ráða ekki hlutverk sitt. Vissulegra er það flóknara verkefni en að fjölga starfsfólki á fáliðuðum stofnunum, en ríkisstjórnina virðist ekki skorta vilja eða áhuga á málefnum barna. Næst er að láta verkin tala. Börnin sem urðu eftir

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.