Fréttablaðið - 24.07.2007, Blaðsíða 2
Brú yfir Öxará við Drekkingarhyl þarfn-
ast viðhalds fyrir tugi milljóna. Til stóð að byggja
nýja brú en vegna andmæla sem fram komu við
tillögu að hönnun brúarinnar var ákvörðun um fram-
haldið frestað.
Össur Skarphéðinsson, varaformaður Þingvalla-
nefndar, segir að nefndin hafi leyft almenningi að
segja álit sitt á tillögu um nýja brú. Mikill meirihluti
þeirra sem skiluðu inn athugasemdum hafi verið
neikvæður gagnvart þeirri hönnun sem kynnt var og
því hafi verið fallið frá henni.
Ákveðið hafi verið að fresta ákvörðun um
framhaldið þar til eftir kosningar síðastliðið vor. Nú
sé ný Þingvallanefnd tekin til starfa og þá þurfi að
taka ákvörðun um framhaldið.
Brú hefur legið yfir Öxará við Drekkingarhyl frá
árinu 1907. Þá var trébrú lögð fyrir heimsókn
konungs til landsins svo hægt væri að aka inn
Almannagjá. Trébrúin vék fyrir steyptri brú árið
1930. Hún var svo breikkuð árið 1944, segir Sigurð-
ur K. Oddsson, þjóðgarðsvörður á Þingvöllum.
Litlu hefur verið til kostað í viðhald á brúnni á
undanförnum árum, og er nú kominn tími á yfirhaln-
ingu, ákveði Þingvallanefnd að brúin skuli standa
áfram. Sigurður telur slíka viðgerð geta kostað
tugmilljónir, múrinn sé illa farinn og víða sjái í járn.
Vegagerðin hafi þó tekið brúna út nýverið og
staðfest að hún beri bílaumferð.
„Brúarmálið hefur ekki verið rætt í nýrri Þing-
vallanefnd enda stendur ekki til að breyta neinu
varðandi brúna fyrir utan eðlilegt viðhald,“ segir
Björn Bjarnason í tölvupósti til Fréttablaðsins.
Össur segir að tveir möguleikar komi helst til
greina. Annars vegar að endurgera brúna sem nú
stendur, en hins vegar að láta hanna nýja brú sem
falli betur að umhverfinu en fyrri hönnunin.
Hann hafi ekki myndað sér sterka skoðun á því
hvor kosturinn verði fyrir valinu, og útiloki ekki
þann möguleika að byggja nýja brú sem ekki sé
akfær. Einnig sé hugsanlegt að hægt sé að hanna brú
sem opni fyrir þann möguleika að Drekkingarhylur
verði líkari því sem hann var áður en áin var brúuð
við hylinn.
Sigurður þjóðgarðsvörður segir brúna einkum
notaða þegar verið er að leggja stíga eða unnið er að
viðhaldi í Almannagjá, en fyrir slíkt væri hægt að
komast af með göngubrú. Komið hafi fyrir að
sjúkrabílar hafi notað brúna, auk þess sem erlendir
þjóðhöfðingjar hafi stundum verið keyrðir inn
Almannagjá þegar veður hafi verið válynd.
Þarfnast viðhalds
fyrir tugmilljónir
Brúin yfir Öxará við Drekkingarhyl þarfnast mikils viðhalds. Hægt er að endur-
gera brúna eða láta hanna nýja brú, segir varaformaður Þingvallanefndar.
Í
heimsókn sinni til Betlehem á
Vesturbakkanum á föstudag
greindi Ingibjörg Sólrún Gísla-
dóttir utanríkisráðherra frá því að
íslensk
stjórnvöld
myndu standa
straum af
þriggja ára
húsaleigu
Maher Centre,
sjálfboðaliða-
stofnunar sem
veitir krabba-
meinssjúkum
palestínskum
börnum og
fjölskyldum þeirra stuðning.
Miðstöðin, sem var stofnuð árið
2003, hefur notið styrkja frá
íslensku verkalýðshreyfingunni.
Einn stjórnenda hennar er Amneh
Agha, sem er systir palestínska
Íslendingsins Amal Tamimi.
Miðstöð fyrir
sjúk börn styrkt
James Wolfensohn,
fyrrverandi bankastjóri Alþjóða-
bankans, er væntanlegur hingað til
lands fyrir mánaðamót til að kynna
sér nýtingu jarðhita og orkumál,
segir Örnólfur Thorsson forseta-
ritari.
Wolfensohn stofnaði nýverið
fjárfestingasjóð sem ætlar að taka
þátt í verkefnum í nýtingu
hreinnar orku. Ólafur Ragnar
Grímsson, forseti Íslands, ræddi
við Wolfensohn í síma fyrir helgi,
en ekki er búið að ákveða hvaða
dag hann kemur.
Wolfensohn var bankastjóri
Alþjóðabankans frá 1995 til 2005.
Hann tók árið 2005 við hlutverki
sáttasemjara í Austurlöndum nær,
en hætti ári síðar.
Kynnir sér jarð-
hita og orkumál
Valgerður, hefjið þið ekki leit-
ina að spurninganjörðunum í
Njarðvík?
Tony Blair, fyrrverandi
forsætisráðherra Bretlands, hóf í gær
tveggja daga ferð sína um Austurlönd nær,
sem er hin fyrsta síðan hann var skipaður
sérstakur erindreki Kvartettsins í Austur-
löndum nær. Kvartettinn skipa Bandaríkin,
Evrópusambandið, Sameinuðu þjóðirnar og
Rússland. Blair mun funda með Ehud Olmert,
forsætisráðherra Ísraels, og Mahmoud
Abbas, forseta Palestínu, ásamt fleiri
háttsettum embættismönnum.
Blair, sem þótti ná góðum árangri við að ná
fram friðarsamkomulagi á Norður-Írlandi,
hefur það hlutverk að undirbúa jarðveginn
fyrir að koma á fót palestínsku ríki með því
að hvetja til umbóta, efnahagslegrar þróunar
og stofnanavæðingar innan Palestínu.
Horfur á friðarsamningum milli Palestínu-
manna og Ísraela þykja vænlegri nú en þær
hafa verið lengi, þar sem Ísraelar hafa sagst
tilbúnir til að vinna með nýrri palestínskri
forystu eftir sjö ára pattstöðu. En þar sem
Blair hefur ekki umboð til að semja um
friðarsamkomulag sögðu bæði ísraelskir og
palestínskir embættismenn að ekki ætti að
búast við miklum árangri í þessari heimsókn.
Fyrirrennari Blairs sem erindreki Kvart-
ettsins í Austurlöndum nær, James Wolf-
ensohn, sagði sitt helsta vandamál í starfi
hafa verið skort á umboði.
„Það var aldrei vilji hjá Bandaríkjamönn-
um til að gefa eftir stjórn á friðarviðræðun-
um,” sagði Wolfensohn í samtali við ísraelska
dagblaðið Haaretz.
Slökkvilið Bruna-
varna Suðurnesja tókst í gær að
koma í veg fyrir að eldur næði að
læsa sig í nærliggjandi íbúðarhús
þegar kviknaði í bílskúr við
Sóltún í Reykjanesbæ á fjórða
tímanum í gær. Þegar slökkviliðið
kom á vettvang var talsverður
eldur í bílskúrnum og lagði frá
honum mikinn reyk.
Sigmundur Eyþórsson slökkvi-
liðsstjóri segir að kveikt hafi
verið á eldavél í bílskúrnum, en á
henni stóð hleðslutæki fyrir
rafgeyma sem svo kviknaði í.
Ekki hafi verið um íkveikju að
ræða. -
Kviknaði í bíl-
skúr við Sóltún
„Á laugardagsmorgun
þegar ég ætlaði til vinnu hafði
öllum vegum frá húsinu okkar
verið lokað. Um 100 metrum frá
húsinu var allt á floti. Ég gekk
fram á bíl sem aðeins sást í topp-
inn á,“ segir Svanfríður Ingvadótt-
ir, sem er búsett í Bretlandi.
„Ég vinn í London en við fjöl-
skyldan búum í Buckingham, sem
er í um klukkustundar fjarlægð
frá London. Venjulega horfir
maður yfir græna akra í lestinni á
leið heim en þar eru stöðuvötn
núna.“ Þegar Fréttablaðið náði tali
af Svanfríði í gærkvöldi hafði hún
komist í og úr vinnu án teljandi
vandræða.
Svanfríður segir að neyðarskýli
hafi verið komið upp hinum megin
við götuna þar sem fjölskyldan
býr. Þau urðu vör við stöðuga
umferð fólks í skýlið aðfaranótt
sunnudags. „Við erum mjög hepp-
in því ekkert kom fyrir hjá okkur.
Húsið okkar stendur aðeins hærra
og því hefur ekki flætt inn og við
höfum haldið rafmagninu.“
Að sögn Svanfríðar lætur
almenningur flóðin ekki hafa áhrif
á sitt daglega líf, að minnsta kosti
ekki meira en þarf. „Bretar takast
bara á við þetta, sama hvað á þeim
dynur. Það er mikil samheldni á
meðal íbúanna hér.“
Mikil samheldni meðal íbúa
Félagið Vinir Akureyrar
hafa fengið samþykki bæjarráðs
fyrir því að opnunartími skemmti-
staða í bænum verði lengdur um
verslunarmannahelgina og fengið
heimild til að halda unglingadans-
leiki í KA-heimilinu á laugardags-
og sunnudagskvöldi og að hluti
almennra skemmtistaða fá að hafa
opið til klukkan að fimm að
morgni.
Bæjarfulltrúinn Elín Margrét
Hallgrímsdóttir greiddi atkvæði á
móti þessum heimildum. Hún
sagði mikilvægt að leggja áherslu
á að um fjölskylduhátíð væri að
ræða.
Opið fram á
nótt á Akureyri