Fréttablaðið - 24.07.2007, Blaðsíða 28

Fréttablaðið - 24.07.2007, Blaðsíða 28
Ég fór á kajak á l a u g a r d a g i n n . Ekki beint eitt- hvað sem ég geri reglulega. Fjölskylda mín á reyndar kanó og sumarbústað þar sem lygn lækur rennur í gegnum landið. Þar eigum við til að dóla okkur rólega á læknum, njóta náttúrunnar og hlusta á fug- lasönginn. Ég bjóst því við álíka yndislegheitum á laugardaginn þegar ég hélt á Stokkseyri ásamt vinkonum mínum. Þegar þangað var komið tók við okkur kraftalegur drengur sem dreif okkur í gallana. Í fyrstu fannst mér notalegt að róa á kajaknum en eftir nokkurn tíma fór árin að þyngjast töluvert. Ég velti því fyrir mér hvenær við myndum fara hægt og hlusta á fuglasönginn en aldrei kom að því. Eina sem við hlustuðum á var buslið og stunurnar í hvorri annarri við að keyra árina tryll- ingslega ofan í vatnið. Áfram, áfram, áfram!! Allt í einu mundi ég eftir því að vinkona mín hafði pantað fyrir okkur tveggja tíma „POWER CHALLENGE“ ferð. Á tímabili hélt ég að ég myndi ekki komast í land og yrði bara að sætta mig við að deyja á þessum guðs volaða bleika plastkajak. Ég rifjaði það upp með sjálfri mér á meðan ég reri af ákafa að ég hef ekki hreyft hendurnar að ráði í langan tíma. Nánast það eina sem ég geri með höndunum er að vélrita og teikna, og svoleiðis „hreyfing“ býr mann ekki alveg undir geðsjúkan kajakróður í tvo klukkutíma. Það kjánalegasta í ferðinni var þó þegar við fórum niður litlar flúðir og um leið og niður var komið gólaði dreng- urinn: „Jæja nú snúum við við!“ Þá ætlaðist þessi ungi drengur til að við rerum UPP flúðirnar. Tíðkast það eða?!! Við breytt- umst skyndilega í nöldrandi kerlingar og botnuðum ekkert í þessu tilgangsleysi. Svo var róið á sama geðsjúka hraðanum aftur í land. Ég veit ekki alveg hvernig ég komst í land en hér sit ég þó fyrir framan tölvuna með bleikar blöðrur á höndunum. Eitt veit ég hins vegar; aldrei aftur!

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.