Fréttablaðið - 24.07.2007, Blaðsíða 14
fréttir og fróðleikur
Meinlausir
grasbítar
Heimsókn Ingibjargar Sól-
rúnar Gísladóttur utanríkis-
ráðherra til Mið-Austurlanda
bar upp á mikinn óvissutíma
í stjórnmálum Palestínu-
manna og hvað varðar horf-
ur á að koma friðarumleitun-
um aftur í gang milli þeirra
og Ísraela.
Ár er síðan Hamas-samtökin her-
skáu unnu mikinn sigur í kosning-
um til palestínska sjálfstjórnar-
þingsins, en við þeim sigri brugðust
Ísraelar og flestar þjóðir Vestur-
landa með því að sniðganga palest-
ínsku stjórnina sem mynduð var
undir forystu Hamas-liða, Ísraelar
frystu skattfé sem þeir innheimta
fyrir hönd palestínsku heima-
stjórnarinnar og önnur lönd hættu
að veita henni beinan fjárstuðning.
Skilyrði fyrir því að hefja þessar
greiðslur á ný var að Hamas-stjórn-
in viðurkenndi tilverurétt Ísraels-
ríkis og áður gerða samninga við
Ísrael, auk þess að hafna ofbeldi.
Þessum skilyrðum höfnuðu Hamas-
menn.
Í vor ágerðust átök milli Fatah-
hreyfingar Mahmouds Abbas, for-
seta Palestínumanna, og Hamas-
samtakanna, en þau náðu hámarki
er Hamas-liðar flæmdu alla Fatah-
liða með vopnavaldi frá Gaza-svæð-
inu í júní. Þá rak Abbas forseti svo-
nefnda þjóðstjórn Fatah, og Hamas,
sem komist hafði á í maí, frá völd-
um og skipaði bráðabirgðastjórn
undir forystu Salams Fayyad.
Fáeinum dögum áður en Ingi-
björg Sólrún hitti Abbas að máli í
forsetabústaðnum í Ramallah á
Vesturbakkanum hafði hann lýst
því yfir að hann hygðist boða til
nýrra kosninga til palestínska lög-
gjafarþingsins. Að efna það fyrir-
heit er hins vegar hægara sagt en
gert, þar sem Hamas-samtökin
hafna nýjum kosningum alfarið og
halda fast um valdataumana á
Gaza.
Palestínska þingið hefur á liðn-
um mánuðum í raun verið óstarf-
hæft vegna innbyrðis átaka fylk-
inga Palestínumanna. Þriðjungur
þingmanna, flestir Hamas-menn,
situr í ísraelskum fangelsum.
Frá því að nýja bráðabirgðastjórn-
in tók við hafa Ísraelar, Banda-
ríkjamenn og fleiri þjóðir tekið upp
samstarf við hana og opnað aftur
fyrir beinan fjárstuðning. Vand-
inn er hins vegar sá að í augum
palestínskra kjósenda getur slík-
ur vilji Ísraela og Vesturlanda til
samstarfs og stuðnings við Abbas
og bráðabirgðastjórnina orðið til
þess að grafa undan lögmæti valds
hans og hennar. Með öðrum orðum
getur vestræni samstarfsviljinn
látið Abbas og Fayyad líta út sem
samverkamenn hernámsliðsins og
þar með svikara við þjóð sína.
Vandinn er líka sá að „gamla,
spillta Fatah“ er enn á sínum stað,
eins og háttsettur starfsmaður
Sameinuðu þjóðanna á hernumdu
svæðunum orðaði það, og hreyfing-
in hefur gengið í gegnum litlar end-
urbætur frá því hún tapaði kosn-
ingunum fyrir Hamas fyrir ári.
Hanan Ashrawi, þingmaður á Pal-
estínuþingi og þekktur samninga-
fulltrúi Palestínumanna, benti á í
samtali við Fréttablaðið, að kerfið
sem Palestínumenn bjuggu við
fyrir síðustu kosningar hefði verið
spillt, og við því – og skortinum á
friðarhorfum og ofbeldinu af hálfu
ísraelska hernámsins – hefðu þeir
brugðist með því að kjósa Hamas.
Refsiaðgerðirnar sem Palestínu-
menn hefðu sætt í kjölfar þess
hefðu því verið áfall fyrir palest-
ínskt lýðræði.
Ashrawi og aðrir hlutaðeigandi
sem Fréttablaðið ræddi við telja að
tilgangslaust sé að efna til kosninga
fyrr en takist að skapa réttar for-
sendur til þess. Meðal þessara for-
sendna sé að allar helztu fylkingar
Palestínumanna séu samþykkar
því, en það þýðir að Fatah og Hamas
verða að komast að einhvers konar
samkomulagi sín í milli og eining
þjóðarinnar endurreist. Ekki sé
hægt að efna til kosninga sem bara
færu fram á Vesturbakkanum en
ekki Gaza.
„Valdataka Hamas á Gaza með
vopnavaldi var annað áfall fyrir
palestínskt lýðræði og stjórnmál í
Palestínu,“ segir Hanan Ashrawi.
„Það sem við verðum að gera er að
skapa réttar forsendur til að rekja
upp það sem Hamas hefur gert á
Gaza til að endurreisa lögmæti
stofnana palestínsku heima-
stjórnarinnar, bjarga þeim, og þá
sérstaklega palestínska löggjafar-
þinginu. Og þá hefja viðræður af
fullri alvöru og halda kosningar,“
segir hún.
Palestínski læknirinn Mustafa
Barghouti, sem ekki er síður
þekktur fyrir afskipti sín af stjórn-
málum, hefur svipaða sýn á málið.
Ingibjörg Sólrún átti líka viðræður
við Barghouti í Ramallah á fimmtu-
dag.
Uppskrift Barghoutis að því
hvernig bjarga megi palestínsku
lýðræði og einingu þjóðarinnar er
sú að alþjóðasamfélagið beiti sér til
að Ísraelar fari að alþjóðalögum og
bindi enda á hernámið sem staðið
hefur í fjörutíu ár. „Að mínu áliti
eru góð tengsl milli fólks, viðskipti,
mannúðarsamstarf o.s.frv. miklu
áhrifameiri til að tryggja öryggi en
múrar og hernaðarbrölt,“ tjáði
Barghouti Fréttablaðinu eftir fu
inn með Ingibjörgu Sólrúnu. „Það
er nauðsynlegt að alþjóðasamfélag-
ið fari að alþjóðalögum og styðji
rétt Palestínumanna til að verða
loksins frjáls og sjálfstæð þjóð,“
bætti hann við.
Í síðustu viku flutti George W.
Bush Bandaríkjaforseti ræðu þar
sem hann boðaði nýtt átak í að koma
friðarumleitunum milli Ísraela og
Palestínumanna í gang á nýjan leik.
Þess skyldi freistað á fjölþjóðlegri
ráðstefnu í haust, með þátttöku
allra sem hlut gætu átt að máli. Auk
þess tók Tony Blair, fyrrverandi
forsætisráðherra Bretlands, í sömu
vikunni við hlutverki sínu sem sér-
legur sáttasemjari Kvartettsins
svonefnda – Sameinuðu þjóðanna,
Bandaríkjanna, Evrópusambands-
ins og Rússland – sem vinnur að því
að endurvekja friðarferlið.
Viss teikn eru því á lofti um að ein-
hver hreyfing kunni að komast á
friðarferlið á næstunni, en stærsta
hindrunin í vegi fyrir því er hinn
djúpstæði innbyrðis klofningur
Palestínumanna.
Ingibjörg Sólrún sagði aðspurð
um þetta að það væri mjög misjafnt
hvaða mat forystumenn Palestínu-
manna, sem hún ræddi við, legðu á
möguleikana á að úr þessu leystist.
„Mér fannst forsetinn og forsæt-
isráðherrann vera þeirrar skoðun-
ar að ef það kæmi raunveruleg
skuldbinding fyrir því sem þeir
kalla annars vegar uppbyggingu
stofnana þjóðarinnar og ríkisins
(...) og hins vegar að samhliða yrði
eitthvert friðarferli til sem væri
hægt að fara með og kynna fyrir
palestínskum almenningi væri
mjög erfitt fyrir Hamas að fóta
sig.“ Með öðrum orðum yrðu Abbas
og bráðabirgðastjórnin að hafa eitt-
hvað slíkt áþreifanlegt upp á að
bjóða til að kjósendur, bæði á Vest-
urbakkanum og Gaza, fengju trú á
að raunverulegar framfarir væru
mögulegar.
„Sameiginlegur með því fólki
sem ég hef talað við er mikill áhugi
á að nýta það tækifæri sem núna er
til að ná saman,“ segir Ingibjörg
Sólrún enn fremur. Markmiðið sé
tveggja ríkja lausn, sem þurfi að
byggjast að stórum hluta á landa-
mærum eins og þau voru fyrir
stríðið árið 1967.
Hins vegar sé eftir að leysa mál
sem varða flóttamenn og landtöku-
byggðir gyðinga á Vesturbakkan-
um.
„Hins vegar eru menn sannfærð-
ir um að það séu til lausnir á þessu,“
segir ráðherrann. Mestu skipti að
skýr og raunverulegur vilji sé af
hálfu bæði Palestínumanna og Ísra-
ela til samninga og að þeir verði að
treysta því að þessi vilji sé til stað-
ar hjá báðum aðilum. „Síðan með
stuðningi alþjóðasamfélagsins væri
hægt að ná einhverri skuldbind-
ingu fram af hálfu þessara aðila
sem palestínsk stjórnvöld gætu
farið með í kosningar. Því að í raun-
inni hafa þau að óbreyttu ekkert
upp á að bjóða ef það yrði kosið á
næstunni. Það er mjög mikilvægt,
af því að Abbas hefur verið að tala
um að boða til kosninga, að hann
hafi eitthvað í farteskinu,“ segir
Ingibjörg Sólrún Gísladóttir.
Ráðherraheimsókn á óvissutímum
Aðstoða íslenska náttúruverndarsinna