Fréttablaðið


Fréttablaðið - 28.07.2007, Qupperneq 2

Fréttablaðið - 28.07.2007, Qupperneq 2
 „Ég veit ekki hvort mér er hlátur eða grátur í huga, maður skilur bara ekki tilganginn með þessari taugaveiklun,“ segir Sig- urður Hreinsson, bóndi í Mikla- holtshreppi á Snæfellsnesi. Nýlega var sett lögbann á jarðvegslosun hans á landi sem er í sameigin- legri eigu hans og nágranna hans, Ólafs Ólafssonar stjórnarfor- manns Samskipa. „Við höfum staðið í uppgræðslu á þessu landi, sem einhverra hluta vegna er í óþökk meðeigandans. Ég skil ekki af hverju menn vilja stöðva landgræðslu.“ Sigurður segir konu sína, Brynd- ísi Guðmundsdóttur, hafa fengið símtal á dögunum frá Daða Jóhannssyni, sýslufulltrúa á Snæ- fellsnesi, þar sem hann tjáði henni að lögbann á uppgræðslunni væri í undirbúningi. „Þegar ég spurði hann hver ástæðan væri fyrir lögbanninu sagðist hann ekki þurfa að gefa neina ástæðu fyrir því,“ segir Sigurður. „Það er einkenni- legt að það sé hægt að setja á mann lög- bann fyrir að bæta landið.“ Sigurður og Ólafur hafa staðið í málaferlum vegna landamerkja og eignarréttar á jörðinni í nokkur ár og standa þau enn yfir. Deilan snýst um hvaða túlkun eigi að leggja í orðið „fjalllendi“, en í afsölum síðan 1952 segir að fjall- lendi sé sameiginlegt með jörðun- um. Í byrjun júlí fjallaði Frétta- blaðið einnig um deilur þeirra vegna ferða Ólafs um sveitina á einkaþyrlu sinni. Kristinn Hallgrímsson, lögmað- ur Ólafs, segir málið vera til komið af því að nágrannarnir talist ekki við nema í gegnum lögmenn sína. „Sigurður og kona hans stóðu fyrir því að losa yfir hundrað vörubílsfarma af mold og úrgangi á jörðina, sem áhöld eru um hvort þau eigi eitthvað í. Í versta falli er hún í sameiginlegri eigu bæj- anna.“ Hann segir að jafnvel þótt los- unin sé einhvers konar landupp- græðsla gerist hún ekki nema í samvinnu við meðeiganda jarðar- innar. „Þú sturtar ekki bara mold og úrgangi á sameiginlegan garð við fjölbýlishús án þess að tala við nágranna þína.“ Lét setja lögbann á uppgræðslu lands Ólafur Ólafsson í Samskipum lét setja lögbann á jarðvegslosun nágranna síns á sameiginlegu landi þeirra. Skil ekki af hverju menn vilja stöðva landgræðslu, segir nágranninn. Lögmaður Ólafs segir aðgerðirnar í óleyfi meðeigandans. Aukafundur verður haldinn í bæjarstjórn Akraness í dag að kröfu þriggja fulltrúa minnihlutans vegna samkomlags bæjarráðs við Kalmansvík hf. um útfærslu á sjö hektara landi. „Við höfum ýmislegt út á þetta samkomulag að setja. Það hefði til dæmis verið eðlilegra að gera deiliskipulag fyrir svæðið áður en því var úthlutað,“ segir Hrönn Ríkharðsdóttir, fulltrúi minnihlut- ans í bæjarstjórn og ein þremenn- inganna sem kröfðust þess að boðað yrði til fundarins. Kalmansvík hyggst byggja á fjórða hundrað íbúðir fyrir fimmtíu ára og eldri en að sögn Hrannar hefur engin greining verið gerð á því hversu mikil þörf er á slíku húsnæði. Deiliskipulag liggur ekki fyrir Stjórnvöld í Bandaríkjunum og Indlandi hafa komist að samkomulagi um að taka upp samvinnu í kjarnorkumálum. Yfirvöld í löndunum tveimur segja að samkomulagið sé sögulegt. Samkomulagið er niðurstaðan í mánaðarlöngum samningaviðræð- um sem grunnur var lagður að fyrir tveimur árum síðan. Það snýst aðallega um samstarf um þróun kjarnorku sem ekki er notuð í hernaðarlegum tilgangi, segir öryggismálaráðgjafi Indlands, M. K. Narayanan. Í því er til dæmis ekkert minnst á hvort Indlandi megi sprengja kjarorkusprengjur í tilraunaskyni, en það hefur lengi verið deiluefni á milli landanna, segir Narayanan. Með samkomulaginu mega Bandaríkjamenn senda kjarnorku- úrgang til Indlands og láta Ind- verjum í té upplýsingar um tækni til að framleiða kjarnorku. Í stað- inn munu vopnaeftirlitsmenn fá að rannsaka þau kjarnorkuver Ind- lands sem ekki eru notuð í hernað- arlegum tilgangi; þeir mega hins vegar ekki rannsaka kjarnorkuver hersins. Þeir sem gagnrýna samkomu- lagið segja að samvinna við Ind- land á sviði kjarnorkumála gæti enn frekar aukið á útbreiðslu kjarnorkuvopna í heiminum, en Indland byggði kjarnorkuáætlun sína upp án þess að vera aðili að samningnum um takmörkun á útbreiðslu kjarnorku. Samstarf í kjarnorkumálum Karl, var frúin ekki bara að biðja um skó? Forseti Póllands, Jaroslaw Kaczynski, hefur rekið tvo embættismenn sem eru meðlimir í minni stjórnarflokkun- um tveimur í ríkisstjórn hans. Aðgerð forsætisráðherrans hefur aukið á þá spennu sem hefur verið innan ríkisstjórnar hans síðustu vikurnar. Kaczynski hefur sett stjórnendum minni flokkanna tveggja í ríkisstjórnni afarkosti: að styðja stefnu flokks hans ellegar eiga það á hættu að hann slíti samstarfinu við þá. Andrzej Lepper, stjórnandi annars minni flokksins, sagði að aðgerð Kaczynskis væri fyrsta skrefið í þá átt að slíta ríkis- stjórnarsamstarfinu. Stjórnarslit lík- leg í Póllandi „Þetta mál sýnir í hnot- skurn hvað þetta er fáránlegt kerfi sem við búum við hér á landi,“ segir Jóhannes Gunnars- son, formaður Neytendasamtak- anna, um þá ákvörðun Sláturhúss Hellu að nýta ekki tollakvótann sem það fékk úthlutað þegar tolla- kvóti á innfluttu kjöti var boðinn út í apríl. „Þetta fær mann til þess að velta því fyrir sér hvort þetta hafi allt verið í plati. Áttum við kannski aldrei að fá ódýru vöruna?“ spyr Jóhannes, sem dregur í efa ummæli forsvarsmanna Slátur- hússins sem segjast hafa misskilið útboðsreglurnar. Hann segir að kerfið bjóði upp á að það sé mis- notað og segir að fyrirtæki geti séð sér leik á borði með því að bjóða í kvótann til þess að losna við innflutning annarra. „Þegar þessi samningur við ESB var kynntur átti hann að stuðla að lægra vöruverði. Því miður var kvótinn boðinn út og við neytend- ur þurfum að gjalda fyrir það með hærra vöruverði,“ segir Jóhannes, sem telur réttlátara að útdeila kvótanum með því að varpa hlut- kesti. Neytendasamtökin hafa ítrekað lagt til að tollaútboðum verði hætt enda megni þau ekki að lækka vöruverð. „Innflytjendur bjóða enn hærra verð í þessa kvóta en þeir gera í almenna tollkvóta, svo þessi leið er dæmd til að mistak- ast. Kostnaðurinn sem verður við útboðið fellur á neytendur,“ segir Jóhannes. Aðstoðarorkumálaráð- herra Bandaríkjanna, Alexander Karsner, heimsótti Ísland í gær og fundaði með Össuri Skarphéðins- syni iðnaðar- ráðherra. Helsta umræðuefni þeirra var nýting jarðvarma og samstarf ríkjanna tveggja í orkumálum. „Við vorum að ræða mögulegt samstarf ríkjanna og ég nefndi sérstaklega djúpborunarverkefni sem við erum að reka og í ljós kom að þeir eru með mjög skylt verkefni í gangi,“ segir Össur. „Við höfum átt mikið samstarf í öryggismálum, en nú má segja að því sé lokið með brottför hersins. Því má segja að samstarf á sviði jarðhita sé kjörið sem einn af burðarásum í samstarfi okkar í framtíðinni,“ segir Össur. Samstarf um nýtingu jarðhita Vodafone og Nova hafa samið um samnýtingu farsíma- kerfa. Vodafone fær aðgang að nýju dreifikerfi Nova fyrir þriðju kynslóð farsíma (3G) og Nova fær á móti aðgang að GSM farsíma- kerfi Vodafone. Í tilkynningu til Kauphallar kemur fram að stjórnir Og fjarskipta og Nova telji að samningurinn feli í sér verulegt hagræði fyrir bæði félögin. „Samkomulagið er í samræmi við útboðslýsingu Póst- og fjarskipta- stofnunar fyrir 3G tíðniheimildir sem veitir rétthöfum svigrúm til samnýtingar á dreifikerfum,“ segir þar. NOVA og Voda- fone saman í 3G Bíll sem var vel merktur Saving Iceland-hópnum lenti í umferðaróhappi síðdegis í gær. Bíllinn var að beygja frá Garða- stræti inn á Vesturgötu en ekki vildi betur til en svo að ökumað- urinn náði ekki beygjunni og klessti á hús við Vesturgötu. Auglýsingastofan Jónsson & Le´macks hefur aðsetur í húsinu sem klesst var á. Starfsmenn stofunnar halda úti bloggi og sögðu á gamansaman hátt frá atburðunum. „Hvort þetta uppátæki sé liður í mótmælenda- seríu hópsins vitum við ekki enn,“ segir á blogginu. Náðu ekki beygjunni
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.