Fréttablaðið - 28.07.2007, Síða 12

Fréttablaðið - 28.07.2007, Síða 12
greinar@frettabladid.is Ísrael var stofnað 1948 fyrir tilstuðlan Sameinuðu þjóðanna um skiptingu Palestínu í tvö ríki. Hitt ríkið í Palestínu hefur hins vegar aldrei náð raunverulegu sjálfstæði þrátt fyrir skýran vilja og ætlun alþjóðasamfélagsins. Stofnun Ísraels olli stríði við nágrannalöndin og orsakaði fyrstu bylgju palestínskra flóttamanna, bænda og þorpsbúa sem þurftu að flýja undan Ísraelsher og sjálfskip- uðum vígasveitum ísraelskra landnema. Tölur eru nokkuð á reiki um fjölda flóttamanna, en tæp milljón lætur nærri lagi. Í þessari þjóðernishreinsun liggur rót átakanna í Palestínu. Núverandi Ísraelsríki hefur síðan þanist langt út fyrir þau landamæri sem því voru í upphafi mörkuð af Sameinuðu þjóðunum. Árið 1967 hernámu Ísraelsmenn landsvæði sem samanlagt var stærra en Ísrael í upphafi stríðsins. Þetta hernám hefur ítrekað verið fordæmt af Sameinuðu þjóðunum en Ísrael komist upp með að hunsa vilja alþjóðasamfélagsins. Árið 1974 fékk Frelsishreyfing Palest- ínu hins vegar alþjóðlega viður- kenningu þegar leiðtogi hennar, Arafat, fékk að ávarpa allsherjar- þing Sameinuðu þjóðanna. Árið 1988 lýsti svo Frelsishreyfing Palestínu yfir stofnun sjálfstæðs ríkis og fékk stuðning víða um heim. Þáverandi utanríkisráðherra Íslands sýndi mikla djörfung og frumkvæði þegar hann sótti heim palestínsku ríkisstjórnina og veitti hann þar með viðurkenningu í raun. Árið 1993 náðist samkomulag Ísaelsmanna og Palestínumanna í Osló. Varð þá til eins konar ríki Palestínumanna á Vesturbakkanum og Gazasvæðinu sem þó var hlutað í sundur og náði aðeins til 22% þess landsvæðis sem Ísrael hafði hernumið 1967. Ljóst er að forsendur samkomulagsins voru veikar og Palestínumenn fórnuðu miklu til að öðlast frið og alþjóðlega viðurkenn- ingu. Þetta samkomulag hefur í raun ekki verið í gildi síðan 2000 þegar þáverandi leiðtogi stjórnarandstöð- unnar í Ísrael, Ariel Sharon, kaus að ögra Palestínumönnum til þess að grípa aftur til vopna. Hófust þá vopnuð átök sem fyrst og fremst hafa bitnað á Palestínumönnum. Frá árinu 2000 hafa ríflega 3000 Palestínumenn látið lífið (þar af rúmlega 500 börn) og samfélag þeirra er í rúst. Manntjón Ísraelsmanna er einnig verulegt en þó er engan veginn hægt að halda því fram að átökin hafi bitnað jafn mikið á almenningi þar. Í þingkosningum í janúar 2006 unnu Hamas-samtökin sigur og fengu meirihluta á þingi Palestínu. Hinn nýi meirihluti myndaði stjórn undir forystu Ismail Hanyeh, en var þegar í stað beittur efnahagsþvingunum af hálfu Bandaríkjanna og Ísraels. Þar á meðal hélt Ísraelsstjórn eftir skattgreiðslum sem hún innheimtir fyrir hönd heimastjórnarinnar. Í mars 2007 var svo mynduð þjóðstjórn Hamas og Fatah – meðal annars fyrir tilstilli Arababandalagsins. Í júní vék Mahmud Abbas, forseti Palestínu, stjórninni frá völdum í kjölfar átaka á Gazasvæðinu. Í kjölfarið fól Abbas Salam Fayad stjórnarmyndun. Hann sækir ekki umboð sitt til almennings því að í seinustu þingkosningum í Palestínu fékk flokkur hans einungis 2,4% atkvæða. Fráfarandi ríkisstjórn nýtur hins vegar ennþá þingmeiri- hluta. Ríkisstjórn Fayads er í raun aðeins við völd á hluta heimastjórnar- svæðisins. Annars staðar líta menn ennþá á Haniyeh sem forsætisráð- herra. Ríkisstjórn Fayads nýtur stuðnings Bandaríkjanna og Ísraels og hefur fengið fyrirheit um fjárstuðning þaðan. Á hinn bóginn hefur hún ekki meirihluta á þingi, sem er forsenda þess að stjórn geti talist lýðræðisleg. Af þessu má ráða að staða mála í Palestínu er flókin því þar eru nú tvenn stjórnvöld. Viðbrögð umheimsins skipta miklu máli. Á að viðurkenna stjórn sem skipuð er af forsetanum og nýtur stuðnings öflugra erlendra aðila eða stjórn sem hefur á bak við sig þingmeirihluta og getur vísað í þjóðarvilja sem komið hefur fram í lýðræðislegum kosningum? Ríkisstjórn Íslands hefur tekið afstöðu í málinu og skipar sér fast að baki Abbas forseta og minni- hlutastjórn hans. Forsendur stefnumótunarinnar eru þó einkennilegar. Í fyrsta lagi hefur ríkisstjórn Íslands skotið sér undan þeirri staðreynd að Palestína sé klofin og reynir þar með að þagga niður alla umræðu um það hvers vegna hún kýs að styðja annan aðilann umfram hinn. Á hinn bóginn er það yfirlýst stefna annars stjórnarflokksins að „alþjóðasamfélagið viðurkenni sjálfstætt ríki Palestínumanna og nýja þjóðstjórn Palestínu“ og að skapa þurfi forsendur fyrir lýðræði á svæðinu. Þessa stefnu kynnti Samfylkingin í seinustu alþingiskosningum og tók þar með skýra afstöðu með rétti Palestínu- manna til að kjósa sér ríkisstjórn. Ekki verður séð að yfirlýsingar utanríkisráðherra í Ísrael og óskoruð viðurkenning á ríkis- stjórninni sem skipuð var í júní séu í samræmi við seinustu landsfundarályktun Samfylkingar- innar. Lýðræðið í Palestínu V íða á Vesturlöndum eru líflegar umræður um innflytj- endur og stöðu þeirra í nýju samfélagi. Danir fengu nýlega enn eitt tilefni til umræðu um þessi efni þegar þingframbjóðandi úr röðum innflytjenda lýsti rétt- mæti hryðjuverkaárása á danska hermenn í Írak. Hér reis nokkur umræðubylgja á öndverðum síðasta vetri að frumkvæði Frjálslynda flokksins. Þeirri tilraun var af öðrum flokkum mætt sem kosningalýðskrumi. Sú gagnrýni var á nokkrum rökum reist. Lýðskrumsumræða um þessi efni hefur víða haft áhrif í kosningum og jafnvel breytt pólitísku mynstri á skömmum tíma. Að því leyti var mikið í húfi í aðdraganda kosn- inga. Á þessum vettvangi var á það bent að umræðan myndi vænt- anlega hníga eins og hver önnur alda ef henni yrði ekki fylgt eftir með markvissum tillöguflutningi um breytta löggjöf. Það kom á daginn og málið hafði óveruleg áhrif í kosningunum liðið vor. Málefnaleg umfjöllun um þetta efni er hins vegar þörf. Við munum án efa á næstu árum mæta ýmsum áleitnum spurning- um í þessu sambandi rétt eins og aðrar þjóðir sem lengri reynslu hafa af sambúð frumbýlinga og innfluttra. Satt best að segja hafa engin raunveruleg vandamál sprottið upp hér á landi af þessum sökum. Þvert á móti má rökstyðja að verðbólga hefði orðið talsvert meiri á mesta þensluskeiðinu ef erlendra krafta hefði ekki notið við í atvinnulífinu. Þetta getur á hinn veginn breyst á einni nóttu. Samdráttur í atvinnu getur kallað á árekstra á vinnumarkaði. Um leið og árekstrar verða helgast umræðan af hita tilfinninganna. Í því ljósi er ekki úr vegi að umræða um mikilvæg meginsjónarmið hér að lútandi fari fram án sérstaks tilefnis. Með hæfilegri einföldun má greina þessa umræðu í tvennt. Annars vegar er um hreina hagsmuni að tefla. Hins vegar eru dýpri hugmyndafræðileg álitefni. Ígrunduð stefna á báðum sviðum er jafn mikilvæg. Hér hefur mest farið fyrir hagsmunaumræðu. Hún snýst helst um mál er lúta að rétti til sömu launa, aðstoð við aðlögun að stjórnsýslu og félagslegri aðstoð og kennslu í íslensku. Um þessi efni hefur ekki verið pólitískur ágreiningur. Í stærstu dráttum hefur þeim einnig verið ágætlega sinnt. Að því er hugmyndafræðina varðar höfum við í evrópskum samanburði sett nokkuð strangar reglur um komu útlendinga til landsins utan Evrópska efnahagssvæðisins. Það er skynsamlegt og um það hafa heldur ekki staðið verulegar pólitískar deilur. Önnur hugmyndafræðileg úrlausnarefni lúta að árekstrum ólíkra menningarheima og réttarkerfa. Þeir eru algengir víða erlendis eins og nýlegt dæmi frá Danmörku sýnir. Hér hafa slík- ir árekstrar ekki orðið. En að því gæti komið. Í slíkum tilvikum þarf að hafa þrjár frumreglur í huga: Lýð- ræði, mannréttindi og jafnrétti. Allir sem ætla að búa í íslensku samfélagi þurfa að lúta þessum einföldu grundvallarlögmálum hverjar svo sem skoðanir þeirra eru eða trú. Vandamál sem upp koma á að leysa á þessum forsendum. Ef hugmyndafræðin að baki stefnunni í innflytjendamálum er skýr verður umræðan málefnalegri. Um leið ætti að vera auð- veldara að takast á við einstök viðfangsefni og árekstra ef til kemur jafnvel þó að hitni í kolum tilfinninganna. Frumreglur Reykjavíkurborg kynnti í vor svokölluð græn skref sem miða að því að gera borgina vistvænni og til fyrirmyndar í umhverfismálum. Tillögurnar eru góðar og afar ánægjulegt að stærsta sveitarfé- lagið á landinu skuli sýna slíkt frumkvæði. Eitt grænu skrefanna snýst um strætó og hvernig beri að efla hann, m.a. með því að veita öllum námsmönnum frítt í strætó á komandi skólaári. Stúdentaráð Háskóla Íslands og Bandalag íslenskra námsmanna sendu í júní erindi á hin sveitarfélögin á höfuðborgarsvæðinu og stjórn Strætó bs. og hvöttu þau til að fylgja í kjölfarið. Nú hafa þau flest samþykkt tillögur okkar og vonandi kemur í ljós á næstu dögum hvort allir vilja taka þátt. Almenningssamgöngur hafa átt undir högg að sækja síðustu ár. Þær hafa verið illa nýttar og sveit- arfélögin hafa „tapað“ á rekstri þeirra. Víða erlendis eru almenningssamgöngur helsti ferðamátinn en Íslendingar virðast aldrei hafa komist upp á lagið með að nota þær. Höfuðborgarbúar hér eru vissulega fáir í samanburði við nágrannalöndin, en þó ætti að vera raunverulegur valkostur að ferðast með strætó. Könnun sem Félagsstofnun stúdenta hefur gert sýnir að nær fjórfalt fleiri stúdentar hyggjast nota strætó til að ferðast til og frá skóla eftir að gjaldtöku verður hætt. Miðað við þetta leikur verðið stórt hlutverk þegar stúdentar ákveða hvaða samgöngumáta þeir nota. Það skipt- ir einnig miklu máli hversu auðvelt það er fyrir nema í borginni að nota strætó, eink- um stúdenta við HÍ. Núverandi leiðakerfi er í því tilliti afar hentugt. Þá er skammur biðtími einnig mikilvægur til að laða fleiri að almenningssamgöngum og vonandi hefur stjórn Strætó hugsað sér að auka tíðni ferða fyrir haustið. Umhverfisvitund hefur aukist jafnt og þétt síðustu ár og sífellt fleiri eru meðvitaðir um hversu miklu máli það skiptir að umgangast náttúruna af virðingu. Mengun á höfuðborgarsvæðinu fer yfir hættumörk marga daga á ári og ljóst að bregðast þarf við. Sveit- arfélögin hafa sýnt frumkvæði og nú höfum við náms- menn kjörið tækifæri til þess að sýna í verki að við viljum ekki búa í borg þar sem bílnum er gert hærra undir höfði en mannskepnunni. Höfundur er formaður Stúdentaráðs Háskóla Íslands. Strætó er valkostur fyrir stúdenta 15% KYNNINGAR- AFSLÁTTUR MEGAS & SENUÞJÓFARNIR

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.