Fréttablaðið - 28.07.2007, Síða 18

Fréttablaðið - 28.07.2007, Síða 18
Fór til læknis í dag og bað hana að kíkja á öxlina á mér. Ég var orð- inn viðþolslaus, gat ekki sofið fyrir verkjum og varla hreyft á mér vinstri handlegginn. Það var ánægju- legt nýnæmi að koma til læknis sem gerði sér lítið fyrir og læknaði mig í staðinn fyrir að senda mig heim með ein- hverjar pillur og biðja mig að taka það rólega og sjá hvort kvalirnar löguðust ekki. Ekki svo að skilja að það sé sér- staklega skemmtilegt að fá sprautu í öxlina. Sprautan var rekin spannarlangt inn, undir við- beinið, og þar var dælt út henni. Það var býsna óþægilegt á meðan verið var að sprauta lyfjagumsinu á áfangastað. Samt var læknirinn mjúkhentur og hitti á nákvæm- lega rétta staðinn í fyrstu tilraun. Þetta var alminlegur læknir sem læknaði mig í staðinn fyrir að senda mig heim með einhverjar pillur. Jóhanna heitir hún og er heimilislæknirinn minn. Um þessar mundir berast þau skuggalegu tíðindi manna á meðal að erlent verkafólk sem hingað er komið til að vinna langan vinnudag hafi komist upp á lag með að renna fyrir fisk í stopulum frítím- um sínum. Nú hefur eitthvert stangveiðifélag látið þau boð út ganga að fólk eigi að taka ljós- myndir af grun- samlegu fólk sem er við veiðar einhvers staðar. Stangveiðifélagið vill líka að vitni að meintum veiði- þjófandi hringi í lög- reglu og reyni að hindra för hinna meintu þjófa meðan þess er beðið að lög- reglan mæti á staðinn. Og ekki nóg með það heldur vilja stangveiðimenn að óbreyttir borgarar beiti borgaralegri hand- töku svo að sá grunaði gangi ekki rétttvísinni úr greipum. Þetta er sjálfsagt mikið hitamál en mér finnst dáldið langt gengið að hvetja til borgaralegrar hand- töku á fólki sem er að renna fyrir fisk án þess að bera veiðileyfið utan á sér. Nær þætti mér að mæla með borgaralegum handtökum á þeim sem standa ótruflaðir af lög- reglu fyrir verðsamráði og okri. Lögmaður Goldfingers hlýtur að vera mesti grínari á landinu. Nú er hann búinn að lýsa því yfir að ný lög sem banna með öllu hvers konar einkasýningar á nekt- ardansstöðum stríði gegn atvinnu- frelsi. Hvers lags rugl er þetta í ósköpunum? Mundi það stríða gegn atvinnufrelsi lögmanns- ins ef honum væri bann- að að selja aðgang að því að skoða rass- inn á ungum stúlkum sem hann læsti inni í bílskúrnum sínum? Eða atvinnufrelsi stúlknanna? Nú er Frú Sólveig komin á ættar- slóðir sínar norður í Eyjafjörð með Andra og litlu Sól að heilsa upp á frændgarð og vini. Það er óvenjukyrrlátt í húsinu. Svo rann það upp fyrir mér að svona kyrrð heitir öðru nafni vinnufriður. Ekkert ónæði af neinu tagi hefur skert atvinnufrelsi mitt þessa helgi. Hér hefur verið vinnu- friður eins og í góðu klaustri. Heimilisfélagar mínir, síamsfress- in Aladín og Alíbaba, eru þögulir eins og Sístersía-munkar af reglu heilags Benedikts. Trappistar. Í fjórtán ár hef ég verið að reyna að kenna þessum köttum nokkur orð í íslensku til að geta gert mig skiljanlegan. Árangurinn af því starfi er þó enginn enn sem komið er annar en að ég hef lært örfá orð í máli þeirra. Tjáskipti okkar fara þó mest fram á táknmáli. Kattalortur á gólfinu á skrif- stofunni þýðir til dæmis: Þetta er fyrsta aðvörun. Við viljum nýjan sand í kattakassann áður en óhjá- kvæmilegt verður að grípa til alvarlegri ráðstafana. Ef ég opna ísskápinn koma þeir þjótandi eins og herlúður hafi verið þeyttur. Og ef einhver sest í sófann til að horfa á sjónvarp taka kettirnir það sem auglýsingu um að nú sé boðið upp heilnudd og ef fleiri setjast í sófann er það yfirlýsing um að heilnudd sé í boði hjá hverj- um og einum. Lengra en þetta hef ég ekki komist í að skilja kettina mína en ég er ekki í nokkrum vafa um að þeir eiga ekki í minnstu erfiðleik- um við að skilja mig og aðrar manneskjur, þótt talsverður hljóð- fræðimunur á tungumálum okkar erfiði samskiptin, að minnsta kosti af okkar hálfu. Í dag fór ég í jarðarför Baldvins Halldórssonar leikara. Það var mætur maður kvaddur og athöfn- in var falleg og tilkomumikil. Séra Örn Bárður flytur svo áhrifamikl- ar ræður að maður hlakkar bein- línis til að láta hann jarða sig. Ég á margar minning- ar um Baldvin sem leikara og þær minning- ar eru allar góðar. Útvarpsleik- ritin voru fyrstu leik- verkin sem náðu að hrífa mig og færa mér heim sanninn um dular- fullan kraft góðrar leik- listar. Seinna sá ég hann á sviði. Þá hafði ég nýverið lent í því að heyra mína eigin rödd af segulbandi í fyrsta sinn. Það var eins og að hlusta á kött breima. Baldvin og félagar hans í Þjóðleikhúsinu höfðu gullraddir. Öll þjóðin þekkti þessar raddir. Þegar þeir töluðu fékk ég kökk í hálsinn. Mér fannst íslenska fallegt mál. Meira að segja fallegra en amerískan sem ég heyrði talaða í bíómyndum. Mér fannst eins og ég væri að kveðja leiðsögumann sem hefði fylgt mér langan veg og ekki skil- ið við mig fyrr en hann væri orð- inn nokkuð viss um að ég og fleiri óvitar römbuðum á áfanga- stað. Fyrir þá löngu leiðsögn er ég óendanlega þakk- látur, bæði hinum gengna heiðursmanni Baldvini Halldórs- syni og öðrum góðum mönnum sem hafa varðað mér þær leiðir sem ég hef reynt að feta í lífinu síðan ég gafst upp á að vera í blindingsleik við sjálfan mig. Meðan ég var að elda kvöldmatinn heyrði ég Ingibjörgu Sólrúnu tala um Austurlandatúrinn sem hún sagði að væri nauðsynleg náms- ferð ef svo færi að Ísland fengi kosningu í öryggisráð Sameinuðu þjóðanna. Mikið var ég feginn þegar hún kvað upp úr með að nauðsynlegt væri að skerða áhrif neitunarvalds í því ágæta ráði. Mér fannst líka til þess koma að Ingibjörg virtist hafa lagt sig fram um að kynna sér lífskjör kvenna í þessari ferð sinni. Það fer ekki miklum sögum af högum kven- fólks fyrir botni Miðjarðarhafs. Samt eiga þessar konur syni sem eru ýmist hermenn, hryðjuverka- menn, synirnir eru í Ísraelsher, Al Fata og Hamas. Og öllum blæðir þegar þeir verða fyrir skoti eða sprengju. Vonandi getur Ingibjörg Sólrún fyrir Íslands hönd lagt eitthvað gott til friðsamlegrar lausnar þeirra skelfilegu vandamála sem við er að etja í þessum heims- hluta. Metnaður íslenska utanríkis- ráðuneytisins að komast í öryggis- ráð SÞ hefur ekkert með það að gera. Sá galni metnaður stafar einfaldlega af því að hið úttútna ráðuneyti leitar í örvæntingu að einhverju til að réttlæta fjáraust- ur í úrelta samkvæmisleiki og milljónirnar handa landlausum gervisendiherrum en þeir pólit- ísku kjölturakkar eru mun kostn- aðarsamari gæludýr en hundurinn Lúkas. Hann gat þó bjargast í bís- anum í þrjár vikur án þess að heimta flugmiða, heitar máltíðir og hanastél af skattgreiðendum – hvað þá hann hafi sagt bofs um að komast í öryggisráðið. Stærstu fréttir þessara sólbjörtu sumardaga eru yfirleitt á borð við „Pottur gleymdist á elda- vél“. Fór með bíl- inn í við- gerð. Afgreiðslu- maðurinn lof- aði að ég skyldi fá hann aftur fyrir kvöldið en hann lagði ekki í að horfa í augun á mér. Frú Sólveig og börnin á heimleið. Um lækni, veiðimenn, ketti og kjölturakka Í Dagbók Þráins Bertelssonar er sagt frá lækni sem læknar. Enn fremur er rætt um veiðiþjófnað, atvinnufrelsi lögmanna, vinnu- frið og tungumálanám síamskatta. Loks er rætt um jarðarför, utanríkismál og pott sem gleymdist á eldavél.

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.