Fréttablaðið - 28.07.2007, Page 36

Fréttablaðið - 28.07.2007, Page 36
hús&heimili 1. Veifandi bréfaklemmur. Skrifstofuvörur Koziol fá alla til að brosa. Þessar bréfaklemmur hreinlega kalla á mann. 2. Ullandi. Eldhúsáhöld sem ulla á fólk. Tungan er snagi sem þau eru fest með þegar þau eru ekki í notkun. 3. Að púsla stjaka. Kertastjak- ar sem hægt er að púsla saman og geta því orðið óendanlega langir. Flottir á langt veisluborð. 4. Fyrir heita drykki. Bollar sem hægt er að halda utan um án þessa að brenna sig. Ekki þarf að hafa áhyggjur að brjóta handfangið af þessum. 5. Skilrúm. Hangandi skilrúm úr plasti sem hægt er að raða saman að vild. Skemmtileg lausn fyrir lítið rými. Hlæjandi heimili Fyrirtækið Koziol hefur einbeitt sér að því að lífga upp á vistarverur fólks. Hönnun fyrirtækisins er litrík og skemmtileg. Mikill húmor er í hverjum hlut en alvarleikinn gægist þó í gegn stöku sinnum. Vörur Koziol fást meðal annars í Byggt og búið, Iðu, Kokku og Saltfélaginu. 1 3 4 5 2 HÚS FJÁRHIRÐISINS Viltu eiga griðastað í garðin- um? Þá gæti þessi skemmtilegi fjárhirðavagn verið málið. Bret- inn Paulus Smith er innréttinga- smiður og sérhæfir sig í smíði fjárhirðavagna sem hann inn- réttar á mismunandi hátt. Þú getur fengið garðhýsi, skrifstofu, vinnustofu eða lúxusherbergi, allt eftir óskum.Nánar á www. artisan-shepherdshuts.co.uk JÓJÓ-LAMPINN Hollenski hönnuðurinn Elmar Flototto hefur hannað gólflampa sem lítur út eins og risastórt jójó. Lampann, sem er 47 sentimetrar í þvermál, er einnig hægt að leggja á hliðina og gagnast hann þá sem borð. Rafmagnssnúran er vafin utan um lampann eins og band á jójói og því getur maður dregið lampann hvert sem er um íbúðina án þess að hafa áhyggjur af snúrunni enda er hún hluti af hönnuninni. Þessi flotti lampi, Yoyo Floor Lamp, er til sölu á heimasíðunni questodesign.com og kostar 233 evrur. hönnun í garðinum TINY LIVING er nafn á all sérstakri verslun í New York. Búðin var stofnuð til að sinna þeim fjölmörgu New York-búum sem búa í þröngu og litlu húsnæði og þurfa því að nýta hvern fermetra vel. Stofnendur búðar- innar eru hjón sem hafa mikla reynslu af því að búa þröngt í stóra eplinu og vita því hvað virkar og hvað ekki. Ef þú átt leið um New York er búðin á sjöunda stræti númer 125 austur. www.tinyliving.com verslun SET ehf. Röraverksmiðja • Eyravegur 41 • 800 Selfoss Sími: 480 2700 • Fax: 482 2099 • Netfang: set@set.is • Vefsíða: http://www.set.is Miklar breytingar hafa orðið við lagningu hitaveitna þar sem foreinangruð plaströr eru nú notuð í grennri lögnum í meiri mæli, í stað hefðbundinna hitaveituröra úr stáli. Röraverksmiðjan SET er eitt fárra fyrirtækja í heiminum sem framleiðir foreinangruð PEX rör í nýrri og tæknilega fullkominni framleiðslulínu. A u g lý si n g a sí m i – Mest lesið 28. JÚLÍ 2007 LAUGARDAGUR6

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.