Fréttablaðið - 28.07.2007, Síða 52
Ú
rkoma í Bretlandi
síðustu tvo mánuð-
ina hefur slegið öll
met og orsakað ein
verstu flóð sögunn-
ar þar í landi. Sums
staðar í Bretlandi var úrkoman
þessa tvo mánuði nærri þrisvar
sinnum meiri en í meðalári, og
meiri úrkoma hefur reyndar ekki
mælst á þessum árstíma þar í
landi síðan árið 1766.
Íbúar á flóðasvæðunum eru
þessa dagana að kanna hve miklar
skemmdir urðu á eignum þeirra af
völdum flóðanna. Tryggingafélög
hafa sagt að tjónið geti skipt millj-
örðum punda. Veðurfræðingar spá
síðan meiri rigningu á morgun
þannig að Bretar horfa nú tor-
tryggnir til himins, engan veginn
öruggir um að það versta sé yfir-
staðið.
Bretar minnast enn flóðanna
miklu árið 1947, sem þykja í mörg-
um atriðum býsna lík flóðunum
sem urðu nú í sumar. Þó voru
aðstæður töluvert öðru vísi þá.
Bretar voru enn að ná áttum eftir
heimsstyrjöldina seinni. Veturinn
hafði verið harður og snjómikill.
Síðan gerði úrhelli hinn 7. mars
þegar frost var enn í jörðu. Snjór-
inn bráðnaði hratt og brátt fóru
árnar að fyllast og flæða yfir
bakka sína. Flóðin stóðu í sautján
daga og ollu gífurlegri eyðilegg-
ingu.
Önnur flóð af völdum úrkomu
hafa einnig orðið slæm í Bretlandi.
Það versta varð í Lynmouth árið
1952 þegar 34 manns fórust og 38
hús eyðilögðust með öllu. Mikil
flóð urðu líka árið 2004 í Cornwall
þegar bærinn Boscastle varð fyrir
miklu tjóni.
Verstu flóðin í sögu Englands á
síðari tímum urðu þó árið 1953
þegar óveður mikið varð í Norður-
sjó. Mikil sjávarflóð urðu þá bæði
á suðaustanverðu Englandi og í
Hollandi. Þau flóð kostuðu um það
bil 2.500 manns lífið, þar af um
300 á Englandi.
Á meginlandi Evrópu hafa mikil
og oft mannskæð flóð verið algeng-
ari síðustu árin en áður þekktist.
Mikil flóð urðu til að mynda
sumarið 1997 og ollu þau miklu
tjóni í Tékklandi, Póllandi og
Þýskalandi. Orsakanna var að leita
í gríðarlegri úrkomu í fjallahéruð-
um Póllands og Tékklands. Þús-
undir manna þurftu að yfirgefa
heimili sín vegna hamfaranna það
árið. Á annað hundrað manns
misstu lífið í þessum flóðum og
þúsundir misstu heimili sín.
Næst urðu mikil flóð í Evrópu
aðeins fimm árum síðar, nánar til-
tekið í ágúst árið 2002, þegar mikl-
ar rigningar urðu í vikutíma og
olli vatnsflaumurinn miklu tjóni
víða í Mið- og Austur-Evrópu.
Borgirnar Dresden í Þýskalandi
og Prag í Tékklandi urðu þá einna
verst úti.
Síðan urðu aftur mikil flóð tvö
ár í röð í Evrópu, bæði í ágúst árið
2005 og síðan aftur vorið 2006.
Þótt vísindamenn séu almennt
að komast á þá skoðun að hlýnun
andrúmsloftsins undanfarið sé
að verulegu leyti af mannavöld-
um er enn umdeilt hvort hlýnun-
in orsaki flóð og aðrar öfgar í
veðurfari. Slíkar öfgar hafa
þekkst frá örófi alda, en þær hafa
verið tíðari á seinni árum - sem
margir telja ótvírætt merki um
að hlýnunin eigi þar hlut að máli.
Hitt er þó ekki umdeilt, að
mannanna verk eiga stóran þátt í
því að afleiðingar flóðanna verða
mun alvarlegri en áður hefði
orðið. Víða hefur verið þrengt æ
meir að ám og fljótum þannig að
umframvatn á fáar greiðar leiðir
lengur utan meginfarvegs fljóts-
ins.
Stór mannvirki, vegir og bíla-
stæði þekja æ stærra flæmi og
hindra regnvatn í að síga niður í
jörðina. Vatninu er beint ofan í
ræsi og út í fljótin, sem vaxa bara
og vaxa þegar úrhellið er hvað
mest.
Breskir veðurfræðingar fullyrða
að á næstu áratugum megi búast
við því að flóð verði stöðugt algeng-
ari. Hlýnandi loftslagi fylgi hlýrri
sumur og þar af leiðandi meiri
þurrkar, en líka heiftarlegri
úrkoma inni á milli.
„Þegar andrúmsloftið hlýnar
getur það borið meiri raka, þannig
að þegar regnið kemur verður
úrkoman meiri,“ hefur breska dag-
blaðið Independent eftir loftslags-
fræðingnum Peter Stott, sem starf-
ar hjá bresku veðurstofunni.
„Fortíðin veitir okkur ekki lengur
vísbendingar um framtíðina.“
Horfa tortryggnir til himins
Flóðin hafa sjatnað og Bretar vona það besta en veðurfræðingar sjá ekki fram á neina þurrkatíð á næstunni. Meiri rigningu er
spáð á flóðasvæðunum strax í kvöld og á morgun. Flóðum hefur fjölgað í Evrópu og margir telja það tengjast hlýnun jarðar.