Fréttablaðið - 28.07.2007, Side 54

Fréttablaðið - 28.07.2007, Side 54
Sagan um Duke Nukem Forever er í senn sorgleg og hlægileg. Í nokkur ár eftir að leikurinn var kynntur árið 1997 biðu tölvu- leikjaunnendur hans með mikilli eftirvæntingu. Tilkynningum um seinkun útgáfu hans var mætt með vonbrigðum, gráti og gnístran tanna. Eftir því sem árin liðu afskrif- uðu fleiri og fleiri leikinn og hættu að taka mark á fréttum um þróun hans. Þegar tilkynningar um frekari seinkanir bárust hlustuðu fáir, en öðrum var sama. Nú þegar meira en tíu ár eru liðin síðan þróun leiksins hófst, eru fleiri farnir að fylgjast með fréttum um leikinn. Það er þó ekki af einskærum áhuga á leiknum sjálfum heldur eingöngu til þess að geta hlegið að vitfirringu framleiðendanna og óbilandi baráttu þeirra við að gera leik sem kemur líklega aldrei út. Á tíu árum hefur Duke Nukem Forever spilað á nánast allan tilfinningaskala leikjaunnenda, frá eftirvæntingu til áhugaleysis, frá vonbrigðum til skellihláturs. Hér verður farið yfir sorgarsögu þessa leiks. „Ég man vel eftir upprunalega Duke Nukem 3D, og spilaði meira að segja gömu tvívíddar- leikina sem komu á undan honum,“ segir Ólafur Þór Jóelsson, annar umsjónarmaður tölvuleikjaþáttarins Game Tíví á Skjá einum. „Ég hlakkaði mikið til að spila Duke Nukem Forever þegar hann var fyrst kynntur. Persónan var eitthvað svo ofursvöl og grafíkin þótti nokkuð góð á þeim tíma.“ Hann segist hafa misst áhugann á leiknum hægt og rólega með árunum, en hann hafi enn trú á því að hann komi út. „Ég held enn þá í vonina, en þeir þurfa að töfra eitthvað svakalegt fram til að hann verði góður. Það hefur svo ótrúlega mikið breyst á tíu árum í leikjaheiminum.“ Heldur enn í vonina um útgáfu Duke Nukem 3D var einn vinsælasti tölvuleikur heims þegar hann kom út 1996. Ári síðar byrjuðu framleiðendurnir, 3D Realms, á framhaldsleik sem átti að skjóta fyrir- rennaranum ref fyrir rass. Hann er ekki enn kominn út. Salvar Þór Sigurðarson fór yfir (harm)sögu Duke Nukem Forever nú þegar leikurinn hefur verið í framleiðslu í rúm tíu ár.

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.