Fréttablaðið - 28.07.2007, Side 56

Fréttablaðið - 28.07.2007, Side 56
„Allt það kynlega í frásögunum virtist renna af hugarþaki mínu og safnast í þróna þar sem ég geymdi framandleikann og bergmálið í einhvers konar þröngri víðáttu svipaðri þeirri sem ég skynjaði þegar ég var sendur til að athuga hvað væri mikið eftir í þrónni á sumrin ef þurrkar voru. Þá hróp- aði ég ofan í hálftóma gímaldið, kallaðist hálf hræddur á við sjálf- an mig með aðstoð bergmálsins og fann fyrir brjálsemi þess að vera eins og margir ókunnir menn í þrónni þar sem sálin býr.“ Guðbergur Bergsson: Faðir og móðir og dulmagn bernskunnar Í Mbl. 11. júlí er sagt frá geit af tegund (ekki kyni) sem er þekkt fyrir „að framleiða mikla og góða mjólk“. Hér má auðvitað sleppa „að framleiða“ og segja einfald- lega að þessar geitur séu frægar fyrir mikla og góða mjólk. Þessi klúðurárátta af tagi stofnanamáls er því miður alltof algeng. Ég segi einu sinni enn að íslenska er sagnamál. Geitur mjólka rétt eins og kýr. Ég hef reyndar séð ritað um mikla „framleiðslugetu kúa“ sem í mínu ungdæmi hét nyt. Til mín hringdi maður og hneyksl- aðist á fyrirsögn í Mbl. 11. júlí: „Ég vona bara að guð gefi góðan skúr“, haft eftir viðmælanda. Sem sé regnskúr í karlkyni. Nú er almennt talað um regnskúr í kven- kyni og bílskúr í karlkyni. En á þessu er þó mállýskumunur. Vest- firsk móðir mín talaði alltaf um skúrbyggingu við húsið okkar í kvenkyni og bað mig að skreppa út í skúrina. Og margir fleiri en þessi viðmælandi tala um regn- skúr í karlkyni, eins og t.d. einn veðurfræðingur í sjónvarpinu. „Örn Magnússon hélt tvo tónleika á þjóðlagahátíð á Siglufirði...“ segir hér í Frbl. 13. júlí. Hann hefur þá væntanlega fyrst haldið einn tón- leik og síðan tvo, eða hvað? Og var kannski í tveimur buxum, fyrst í einni buxu og svo tveimur? Sum orð eru fleirtöluorð, og svo er um þessi. Gáið að því góðir blaðamenn. „Það er búið að reka hann úr vinnu en ég ætla að vona að vinnan sjái sóma sinn í að ráða hann aftur,“ segir viðmælandi í Frbl. 18. júlí. Hér er klaufalega að orði komist eins og hver maður sér. Er það ekki hlutverk blaðamannsins að laga svona klaufsku? Í frásögn af flugslysi í Brasilíu í sjónvarpsfréttum 18. júlí var minnst á „svæði sem hýsir bygg- ingu“. Nú skil ég illa hvernig svæði getur yfirleitt hýst eitthvað og enn síður byggingu. Að vísu er til sú merking að byggja að nýju, sbr. að hýsa bæ, en þá átt við býli. Annars merkir so. hýsa að veita húsaskjól (hýsa gesti) eða að rúma (stofan hýsir tiltekinn fjölda). Önnur valhenda úr Vestfjarða- ferð: Lítill geisli læðist yfir lognblátt haf, styður sig við sólarstaf og sekkur loks á bólakaf. Vilji menn senda mér braghendu eða góðfúslegar ábendingar: npn@ vortex.is Sjá má áhrif frá Bandaríkjunum nánast hvar sem er í heiminum. Ísland er engin undantekning, verslunar- miðstöðvar spretta upp eins og gorkúlur, bandarísk- ar kvikmyndir svo gott sem einoka kvikmyndahús og matarvenjur Íslendinga líkjast æ meir þeim bandarísku. En hverjir eru Bandaríkjamenn? Ég hef búið í Bandaríkjunum síðastliðin þrjú ár og ferðast bæði um vestur- og austurströnd landsins, auk þess að hafa hætt mér til Texas. Engu að síður finnst mér mikið vanta inn í heildarmyndina. Ég ætla að reyna að breyta því næsta mánuðinn með því að keyra með nokkrum góðum vinum hringinn í kringum Banda- ríkin og mig langar að bjóða þér, lesandi góður, með. Ferðaáætlun: Lagt af stað frá Boston, sem leið liggur suður til New Orleans, með stoppi í Nashville og Memphis. Frá New Orleans til Austin í Texas, þaðan til Las Vegas, með staldri í Nýju-Mexíkó og Arizona. Frá borg syndanna norður til Yellowstone- þjóðgarðsins. Þaðan liggur leiðin aftur til Boston, ef til vill gegnum Kanada. Fyrsta stopp: úthverfin. Þrátt fyrir að mann langi helst að bruna sem hrað- ast í gegnum hin óspennandi úthverfi til að komast á ókannaðar slóðir, verður maður víst að hafa bíl til umráða áður en haldið er af stað. Nóg er til af bílum í Bandaríkjunum, og greinilegt eftir stutta leit á veraldarvefnum að flesta þeirra má finna í úthverf- um stórra borga og í bæjum víðs vegar um landið. Eigendur bílanna voru skrautlegt lið. Ég er nokkuð viss um að ódýrasti bíllinn sem við skoðuðum var stolinn og seljandinn eiturlyfjafíkill. Annar eigandi var prestur, sem hélt því staðfastlega fram að bíllinn sem hann hafði notað til trúboðastarfa víðs vegar um Bandaríkin, væri blessaður af Jesú. Hann bauðst meira að segja til að skvetta heilögu vatni á ferða- hópinn áður en haldið væri af stað. Bíllinn var þó svo ryðgaður að drottinn sjálfur hefði ekki getað komið honum þvert yfir Bandaríkin. Eftir að hafa keyrt út og suður og skoðað fjölda bíla fundum við loks þann sem við leituðum að. Sjö manna Chevy G10 Gladiator, árgerð 1997 og borguð- um við rúmar 200 þúsund krónur fyrir gripinn. Bíll- inn er ansi stór í sniðum, fjórir flugvélastólar, aft- asta sætaröðin breytist í rúm, auk þess er innbyggt sjónvarp og vídeótæki (ég sem er ekki einu sinni með sjónvarp heima hjá mér). Mestur kostnaður fer væntanlega í bensín á þetta tryllitæki. Gallon af bensíni kostar í dag um 200 kall, sem gerir lítraverð- ið um 53 kr. íslenskar. Bíllinn eyðir líklega um 16-20 lítrum á hverjum hundrað kílómetrum. Nú þegar bíllinn er í höfn, áttaði ég mig á því að ég þarf víst að hafa amerískt ökuskírteini í höndum til að setjast undir stýri (íslenska ökuskírteinið er aðeins gilt í hálft ár eða ár frá komu til Bandaríkj- anna). Ég lagðist því yfir bækurnar og stúderaði bandarísk umferðarlög sem mest ég mátti í tvo daga. RMV (Registry of Motor Vehicles) var því næsta stopp, þar sem ég og aðrir innflytjendur biðum með stressuðum sextán ára bandarískum unglingum eftir að fá að taka skriflega prófið, sem reyndist ekki þungt. Eftir að hafa náð skriflega prófinu, var viku- bið í verklega prófið. Ólíkt verklega prófinu á Íslandi þarf maður að mæta á eigin bíl í bílprófið, frekar mótsagnakennt. Ég fékk því meðleigjanda minn og ferðafélaga, Andy, til að lána mér bílinn sinn og keyra hann í prófið fyrir mig. Ég átti í mestu vand- ræðum með að skilja prófdómarann, sem var af spænskumælandi ættum, með gullkeðjur um háls og demantshring á fingri. Hann var ekki mjög sáttur við að ég hefði aldrei heyrt um „three way turn“, en ætli því sé ekki best lýst sem að snúa við á miðri götu. Ég var líka skammaður fyrir að nota baksýnis- speglana í stað þess að snúa hausnum og líta út um bakrúðuna. Mér tókst þó að keyra að mestu klakk- laust gegnum prófið og fá „passed“ stimpil frá herra bling bling. Þrátt fyrir að vera ekki lagður af stað í ferðalagið hef ég upplifað nýjar hliðar á amerísku samfélagi. Aðeins það að takast á við verkefni í mínu nánasta umhverfi, sem ég er ekki vanur að sinna, hefur opnað augu mín fyrir nýju fólki og lifnaðarháttum. En þetta er aðeins byrjunin. Bíllinn er í heimreiðinni, öku- skírteinið á leiðinni til mín í pósti, ég er tilbúinn og Bandaríkin bíða. baldur@bu.edu Lausn krossgátunnar er birt að viku liðinni á vefnum, www.this.is/krossgatur Þú sendir SMS skeytið JA LAUSN LAUSNARORÐIÐ á númerið 1900! Dæmi hvernig SMS gæti litið út ef svarið er Jón. Þá sendir þú SMS-ið JA LAUSN JON Dregið úr réttum svörum n.k. fimmtudag kl. 12. - 99 kr. sms-ið Leystu krossgátuna Þú gætir unnið Sögurnar okkar 1. og 2. hluta á DVD!

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.