Fréttablaðið - 28.07.2007, Síða 65
J.K. Rowling, höfundur bókanna um galdrastrákinn
Harry Potter, er strax byrjuð að vinna að tveimur
nýjum bókum, aðeins nokkrum dögum eftir að síð-
asta Harry Potter-bókin kom út.
Hún segist vera leið yfir því að serían um Harry
Potter sé komin að leiðarlokum en ætlar þó ekki að
leggja árar í bát. „Ég er að skrifa tvær sögur í
augnablikinu,“ sagði Rowling. „Önnur er fyrir börn
en hin ekki.“
Rowling, sem er 41 árs, býst við því að hætta við
aðra söguna, rétt eins og gerðist þegar hún byrjaði
að skrifa fyrstu bókina um Potter. „Hið skrítna er að
það nákvæmlega sama gerðist þegar ég byrjaði að
skrifa um Harry. Ég var að semja tvær bækur á
sama tíma í heilt ár áður en Harry tók völdin.“
Alls hafa um 325 milljónir eintaka selst af fyrstu
sex Harry Potter-bókunum um heim allan. Seldist
nýja bókin í ellefu milljónum eintaka fyrsta sólar-
hringinn eftir að hún kom út. Hafa bækurnar verið
þýddar yfir á 64 tungumál.
Rowling með tvær nýjar bækur
32 spagettívestrar verða sýndir á
kvikmyndahátíðinni í Feneyjum í
lok ágúst. Leikstjórinn Quentin
Tarantino, sem er mikill aðdáandi
slíkra vestra, hefur umsjón með
sýningunum. Hefur Tarantino
lofað því að margir af lítt þekktum
leikstjórum spagettívestranna í
gegnum árin fái loksins þá athygli
sem þeir eiga skilið.
Myndir eftir Ken Loach,
Kenneth Branagh og Wes Ander-
son verða í baráttunni um mikil-
vægustu verðlaun hátíðarinnar,
Gullna ljónið. Opnunarmyndin
verður Atonement með Keiru
Knightley í aðalhlutverki.
Spagettí í Feneyjum
*ATH: Vinningshafar dregnir út 1. ágúst
Kauptu 2 pakka saman og þú færð 2 miða á nýju Simpsons
Myndina í Bíó.
Gildir á meðan miðar endast
DVD
3.999
Hver þáttaröð