Fréttablaðið


Fréttablaðið - 18.08.2007, Qupperneq 38

Fréttablaðið - 18.08.2007, Qupperneq 38
Mikil ánægja ríkir með nýju forsetabifreiðina sem er af gerðinni Lexus LS600h. Um síðustu mánaðamót urðu þau tíðindi að forseti Íslands, Ólafur Ragnar Grímsson, tók við nýrri Lexus-tvinnbifreið af gerðinni Lexus LS600h. Lexusinn leysti þar með af hólmi Mercedes Benz bif- reið sem hafði verið í notkun hjá forsetaembættinu frá árinu 1994. Ríkarður Már Ríkarðsson hefur starfað undanfarin ár sem bíl- stjóri hjá forsetaembættinu. Um þessar mundir leysir hann af hólmi aðalbílstjóra forsetans, Einar Sigurjónsson, sem er í veik- indaleyfi. Ríkarður hefur því umtalsverða reynslu af akstri gömlu og nýju forsetabifreiðar- innar. Hann segir himin og haf aðskilja bílana tvo. „Það er ekki hægt að neita því að munurinn er gríðarlegur,“ segir hann. „Ör þróun hefur átt sér stað í framleiðslu bíla undan- farin fimm til sex ár og tæknibún- aður tekið ótrúlegum framförum. Núorðið fær maður til að mynda miklu meira afl út úr eyðsluminni vélum heldur en áður fyrr.“ Í því samhengi bendir Ríkarður á að nýja forsetabifreiðin sé búin blendingsvél, sem samanstandi af rafmótor og öflugri átta strokka fimm lítra bensínvél. Bíllinn sé margfalt umhverfisvænni en eldri bifreiðar og þegar hann er knúinn rafmagninu einu sé hann bæði laus við hljóð og mengandi útblástur. Sá eiginleiki komi sér vel, til dæmis við opinberar athafnir. „Þá getur bíllinn í raun staðið skammt frá þar sem athöfnin á sér stað og verið í gangi, án þess að valda einhverri mengun. Að því leyti er hann einn besti mögu- leiki sem völ er á. Eftir fimm ár verður framboðið kannski orðið allt annað og þá til dæmis hægt að fá hentugan vetnisbíl og vetnis- stöðvar komnar víða. En eins og málin standa í dag er það ekki raunhæfur kostur.“ Þar fyrir utan segir Ríkarður Lexusinn mun liprari í akstri og tæknilega fullkomnari en gamla Bensinn hvað öryggisbúnað og aksturseiginleika varðar. Þar skiptir miklu að bifreiðin er fjór- hjóladrifin, sem hentar vel ekki aðeins í hálku og snjó, heldur einnig á blautum vegum. Þá er ónefnt að nýi bíllinn er miklu sparneytnari en eldri bílar og umhverfisvænni. En skyldi Ríkarður ekki finna fyrir örlitlum söknuði eftir gömlu forsetabifreiðinni? „Ég get nú ekki sagt það,“ segir hann og hlær. „Það var orðið svo mikið viðhald á bílnum og hann þar af leiðandi orðinn dýr í rekstri. Þriggja ára ábyrgð er á þeim nýja svo vænta má að hann verði léttari á fóðrum. En við erum raunar með annan bíl hérna, þroskaðan Cadillac frá árinu 1990, sem er eingöngu not- aður við sérstök tækifæri. Um hann gegnir allt öðru máli og ég er ekki frá því að maður hafi taug- ar til hans.“ Liprari í akstri og að flestu leyti tæknilega fullkomnari Breskt bílablað er mjög hrifið af Mazda MX-5 Roadster Coupé. Breska bílablaðið Auto Express greinir frá því í júlíhefti sínu að sportbíllinn Mazda MX-5 Road- star Coupé hafi hlotið verðlaun- in blæjubíll ársins 2007 í hinni árlegu verðlaunaafhendingu New Car Honours. Helsta nýjungin við Mazda MX-5 RC er að boðið er upp á nýja útgáfu af hörðu þaki sem hægt er að fella saman með einni hreyfingu. Bíllinn byggir á töluverðri verk- fræðiþekkingu en hið samanfell- anlega þak tekur ótrúlega lítið pláss og vegur aðeins um 37 kíló. Brimborg selur Mazda MX-5 en hægt er að sérpanta Mazda MX-5 RC útgáfuna. Blæjubíll ársins KERRUÖXLAR Í ÚRVALI og hlutir til kerru- smíða Vagnhöfða 7 110 Reykjavík Sími: 517 5000 topdrive.is Smiðjuvellir 3 Keflavík Sími: 422-7722 Allar þessar ólíku vörur eiga það sameiginlegt að fást hjá topdrive.is Smiðjuvellir 3 Keflavík Sími: 422-7722
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.