Fréttablaðið - 19.09.2007, Side 37

Fréttablaðið - 19.09.2007, Side 37
Hljómsveitirnar Jeff Who?, Reykjavík!, Skakkamanage og Retro Stefson verða á meðal þeirra sem koma fram á styrktartónleik- um fyrir Barnahjálp Sameinuðu þjóðanna í Listasafni Reykjavíkur í kvöld. Ungmennaráð Íþrótta- og tóm- stundaráðs miðbæjar og vestur- bæjar heldur tónleikana í sam- starfi við ungmennaráð Unicef á Íslandi. Með tónleikunum vilja ungmennaráðin bæta ímynd ungl- inga ásamt því að safna fé fyrir starfsemi Unicef og vekja fólk til umhugsunar um lífskjör og rétt- indi barna víðs vegar um heiminn. „Við vorum á ungmennaráðs- fundi fyrir ári og vorum þá að tala um að það væri oft gefin svo vond mynd af unglingum í fjölmiðlum,“ segir Hilma Rós Ómarsdóttir hjá ungmennaráðinu. „Okkur langaði að bæta þessa ímynd og þá kom upp sú hugmynd að halda styrkt- artónleika fyrir Unicef. Þeir voru að pæla í því sama þannig að við ákváðum að vinna saman.“ Tónleikarnir hefjast kl. 18.30 og lýkur þeim kl. 21.30. Aðgangseyr- ir er 1.500 krónur og hægt er að kaupa miða í félagsmiðstöðvum ÍTR, Hinu húsinu og á skrifstofu Unicef. Tónleikunum verður útvarpað beint af Rás 2. Hinir vin- sælu Unicef-bolir, sem hannaðir eru af Kronkron, verða seldir á staðnum auk þess sem önnur fjár- öflun verður í höndum ungmenna- ráðsins. Vilja bæta ímynd ungmenna Eva Longoria sagði blaðamanni Access Hollywood frá nýaf- stöðnum hveitibrauðs- dögum sínum og Tony Parker á rauða dregli Emmy-verðlaunanna á sunnudaginn. „Við læst- um okkur inni í húsi á einkaströnd á einka- eyju,“ sagði Longoria. „Við horfðum á þriðju þáttaröðina af Lost alla daga. Við lágum uppi í rúmi og horfðum á myndbönd. Það var mjög rómantískt,“ sagði leikkonan. Aðspurð hvað hefði verið rómantískast við brúðkaupið sjálft, sagði Longoria það hiklaust hafa verið kossinn. Hún viður- kenndi að sér hefði þó fatast flugið á einum stað í athöfninni. „Ég fór með heitin mín á frönsku og ég ruglaðist í þeim,“ sagði Longoria. „Öllum fannst það sætt að ég hefði gleymt þessu, en þetta var ótrúlega erfitt orð,“ bætti hún við. Rómantík í rúminu Vörður er traust fyrirtæki í eigu Byrs-sparisjóðs, Landsbankans og SP-Fjármögnunar. í eigu B s-sparisjóðs, Land b nkans og SP-Fjármögnunar.

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.