Fréttablaðið - 19.09.2007, Qupperneq 42
Frá því var greint á mánu-
daginn að FH hefði náð samkomu-
lagi við danska framherjann Allan
Dyring um starfslok hjá félaginu
sem kom nokkuð á óvart í ljósi
þess að samningur Danans við FH
átti að renna út í lok tímabilsins.
Allan segir ástæðuna vera ein-
falda – Ólafur Jóhannesson þjálf-
ari hafi viljað hann burt frá félag-
inu eftir að Allan gagnrýndi Ólaf í
viðtali við Fréttablaðið á dögun-
um.
„Óli var mjög reiður yfir því
sem ég sagði við Fréttablaðið. Það
truflar mig samt ekki neitt því ég
hef ekkert að fela. Ég talaði reynd-
ar aldrei við Óla eftir að viðtalið
var birt en hann talaði við stjórn-
ina og bað hana um að finna lausn
á málinu svo ég þyrfti ekki að
mæta aftur á æfingu hjá honum.
Viðtalið gaf Ólafi góða afsökun til
þess að losa sig við mig,“ sagði
Allan við Fréttablaðið í gær en
hann þurfti ekki að mæta aftur á
æfingu hjá félaginu eftir að við-
talið birtist.
Í viðtalinu gagnrýndi Allan
þjálfarann fyrir að neita að ræða
við sig og sagði hann einnig vera
furðulegan. Hann stendur við þá
gagnrýni. „Ég skil sáttur við félag-
ið og stjórnina sem ég átti alltaf
góð samskipti við en stjórnin varð
að sjálfsögðu að styðja þjálfarann.
Ég skil það vel,“ sagði Allan, en
fær hann góðan starfslokasamn-
ing? „Já, að sjálfsögðu. Annars
hefði ég aldrei samþykkt hann.“
Ævintýrið með Allan Dyring
hefur klárlega kostað FH skilding-
inn enda Allan atvinnumaður sem
gerir ekkert annað en að spila fót-
bolta. Slíkir menn hafa ekki undir
hálfri milljón króna í mánaðar-
laun. Tveggja ára samningur FH
við Allan hefur því kostað félagið
að lágmarki 12 milljónir króna.
Allan hefur aðeins leikið 43 mínút-
ur í sumar og því má gefa sér að
hver spiluð mínúta leikmannsins í
sumar hafi kostað félagið um 140
þúsund krónur.
Ólafur Jóhannesson gefur lítið
fyrir yfirlýsingar Dyrings sem
hann segir ósannar. „Hann verður
að eiga þessi orð við sjálfan sig.
Staðreyndin er sú að hann óskaði
sjálfur eftir því að verða leystur
undan samningi við FH,“ sagði
Ólafur en hvað fannst honum um
gagnrýni Dyrings á sig? „Okkar
samstarf hefur verið eins og við
alla aðra leikmenn – gott. Ég talaði
við hann eins og alla aðra leik-
menn. Ég gef lítið fyrir þessa
gagnrýni.“
Segir Ólaf Jóhannesson þjálfara hafa
rekið sig í kjölfar viðtals við Fréttablaðið
Meistaradeildin 1. umferð:
Sænska b-deildin:
Reykjavíkurmót í körfu:
Marco Ballotta, mark-
vörður Lazio, varð í gær elsti
leikmaður til þess að taka þátt í
riðlakeppni Meistaradeildar
Evrópu, þá 43 ára og 168 daga
gamall og stórbætti þar með met
Alessandro Costacurta.
„Þegar ég ver vel segja menn
að það sé út af reynslu minni, en
ef ég geri mistök er talað um
hversu gamall ég sé, en ég æfi
alltaf af krafti og sé til hversu
langt það skilar mér,“ sagði
Ballotta, sem sló met Dino Zoff í
fyrra, sem elsti leikmaður sem
spilað hefur í efstu deild á Ítalíu.
Er enn að spila
43 ára gamall
Massimo Moratti, forseti
Inter, sér ekki af hverju Inter
ættu ekki að geta spilað til úrslita
í Meistaradeildinni.
„Við erum komin með það
sterkan hóp að ég sé ekki af
hverju við eigum ekki að geta
spilað til úrslita í Meistaradeild-
inni á þessu tímabili og við
setjum takmarkið á það.“
Inter hefur á síðustu árum
þurft að horfa upp á nágranna
sína í AC Milan njóta meiri
velgengni í Meistaradeildinni.
Ætlum í úrslit
Ensku liðin Chelsea og
Liverpool lentu í basli í fyrstu
umferð riðlakeppni Meistara-
deildar Evrópu í gær og gerðu
bæði jafntefli, en núverandi meist-
arar AC Milan og svo Real Madrid
unnu hvort um sig góða sigra.
Chelsea urðu að sætta sig við
svekkjandi 1-1 jafntefli á heima-
velli sínum gegn Rosenborg, en
Chelsea sóttu án afláts í leiknum.
Chelsea lentu óvænt undir um
miðjan fyrri hálfleik, þegar Miika
Koppinen skoraði fyrir Norð-
mennina, en Andriy Shevchenko
náði að bjarga Chelsea frá vand-
ræðalegu tapi með jöfnunarmarki
í byrjun seinni hálfleiks.
Mourinho, stjóri Chelsea, var
ósáttur með leik sinna manna, en
hrósaði Rosenborg. „Við vorum
klaufar að nýta ekki færi okkar í
leiknum, en Rosenborg vörðust
vel og ég get ekki annað en hrósað
þeim fyrir sinn leik.“
Liverpool og Porto gerðu 1-1
jafntefli í kaflaskiptum leik í
Portúgal. Liverpool lentu snemma
undir í leiknum, þegar Lucho
González skoraði úr vítaspyrnu
fyrir Porto, en Dirk Kuyt jafnaði
stuttu síðar fyrir Liverpool og
leikurinn var í járnum í fyrri hálf-
leik. Í síðari hálfleik dró til tíðinda
þegar Jermaine Pennant, leikmað-
ur Liverpool, fékk að líta rautt
spjald á 58. mínútu eftir vafasama
tæklingu, en tíu leikmenn Liver-
pool náðu þó að halda jafnteflinu
og máttu vel við una í leikslok.
Rafa Benitez, stjóri Liverpool, var
stoltur af sínum mönnum, að Penn-
ant undanskildum.
„Hann lærir vonandi af þessu,
en ég er stoltur af þeim tíu leik-
mönnum Liverpool sem eftir voru
á vellinum. Auðvitað viljum við
vinna alla leiki, en jafntefli eru
góð úrslit fyrir okkur úr þessum
leik.“
AC Milan átti ekki í erfiðleikum
með Benfica á heimavelli sínum
þrátt fyrir nauman 2-1 sigur. Andr-
ea Pirlo skoraði beint úr auka-
spyrnu snemma leiks og Filippo
Inzaghi bætti öðru marki við um
miðjan fyrri hálfleik, en Nuno
Gomez náði að minnka muninn
fyrir Benfica í uppbótartíma.
Real Madrid vann góðan sigur á
Werder Bremen, 2-1, í hörkuleik.
Liðin skoruðu með mínútu milli-
bili snemma í fyrri hálfleik, fyrst
Raúl González fyrir Madrid með
skalla, eftir sendingu frá Ruud
Van Nistelrooy og svo Boubacar
Sanogo fyrir Werder Bremen. Um
miðjan síðari hálfleik skiptu Raúl
og Nistelrooy um hlutverk, þegar
Raúl lagði upp sigurmarkið á
Nistelrooy.
Átta leikir fóru fram í fyrstu umferð riðlakeppni Meistaradeildar Evrópu í gær. Ensku liðin Chelsea og
Liverpool náðu bara jafntefli en AC Milan og Real Madrid hófu riðlakeppnina á góðum sigrum.
KR er Reykjavíkur-
meistari í körfubolta eftir 89-73
sigur á ÍR á nýja parketinu í DHL-
Höllinni í gærkvöldi. KR-ingar
unnu nokkuð öruggan sigur en
komu sér í vandræði þegar þeir
hleyptu Breiðhyltingum inn í leik-
inn í byrjun fjórða leikhluta.
ÍR-ingar voru frískari framan
af en frábær annar leikhluti færði
Vesturbæingum 15 stiga forskot,
47-32, í hálfleik. KR-ingar komust
mest 19 stigum yfir í þriðja leik-
hlutanum en ÍR-ingar voru ekkert
á því að gefast upp.
Sveinbjörn Claessen dreif sína
menn áfram og á aðeins sjö mín-
útna kafla voru þeir búnir að koma
muninum niður í fjögur stig, 69-
65, og leikurinn var orðinn spenn-
andi. Sveinbjörn skoraði 10 stig á
þessum kafla og KR-ingar urðu að
taka leikhlé til að laga sinn leik.
Það tókst vel því KR-ingar skor-
uðu sex fyrstu stigin eftir leik-
hléið og komu muninum aftur upp
í 16 stig fyrir leikslok.
Joshua Helm (24 stig og 8
fráköst) og Fannar Ólafsson (16
stig og 6 fráköst) voru sterkir inn
í teig hjá KR, Jovan Zdravevski
skoraði 20 stig á 22 mínútum og þá
sýndi Ellert Arnarson skemmti-
lega takta og átti meðal annars sex
stoðsendingar.
Hjá ÍR var Ómar Sævarsson
bestur með 12 stig og 14 fráköst,
Sveinbjörn átti frábæran enda-
kafla og þá skoraði Sonny Trout-
man 25 stig en var lengstum í
sínum eigin heimi.
Fyrsti titill KR-inga á nýja parketinu