Fréttablaðið - 19.09.2007, Blaðsíða 43

Fréttablaðið - 19.09.2007, Blaðsíða 43
Voltaren Emugel er notað sem stað-bundin útvortis meðferð við vöðva- og liðverkjum. Lyfið má ekki bera á skrámur, opin sár eða á exem, varist snertingu við augu og slímhúðir, notist eingöngu útvortis og má aldrei taka inn. Þegar lyfið er notað án ávísunar læknis skal hafa samband við lækni ef einkenni batna ekki eða versna innan viku. Á meðgöngu skal ávalt leita ráða læknis eða lyfjafræðings áður en lyfið er notað, þó skal það ekki notað á síðasta þriðjungi meðgöngu. Lítil hætta er á ofskömmtun vegna útvortis notkunar lyfsins. Lesa skal vandlega leiðbeiningar á umbúðum og fylgiseðli. Geymið þar sem börn hvorki ná til né sjá. Markaðsleyfishafi: Novartis Healthcare. Umboð á Íslandi: Artasan ehf., Kirkjulundi 17, 210 Garðabæ. ® Fæst án lyfseðils Díklófenak tvíetýlamín 11,6 mg Njótum þess að hreyfa okkur! Voltaren Emugel dregur úr verkjum og minnkar staðbundnarbólgur í sinum, vöðvum og liðum Phoenix Mercury tryggði sér sinn fyrsta WNBA-titil með því að vinna oddaleikinn gegn meisturunum Detroit Shock. Pho- enix lenti tvisvar undir í einvíginu en vann úrslitaleikinn af miklu öryggi, 108-92, eftir að hafa byrj- að leikinn mjög vel. Lið Mercury hefur vakið mikla athygli fyrir hraðan og villtan leik enda er liðið þjálfað af Paul West- head sem leggur upp með að taka eins mörg skot og mögulegt er. Westhead varð þarna fyrsti þjálf- arinn til að vinna titil í bæði NBA og WNBA en hann gerði Los Ang- eles Lakers að NBA-meisturum fyrir 27 árum síðan. Það var einmitt þegar Magic Johnson vann titilinn á sínu fyrsta ári í deildinni. Besti leikmaður WNBA-úrslitanna í ár, Cappie Pondexter, er ekki búin að vera lengi í deildinni en þetta er hennar annað ár. Pondexter var með 26 stig og 10 stoðsendingar í lokal- eiknum en hún er ásamt þeim Penny Taylor og Diönu Taurasi í algjöri lykilhlutverki í hinum hraða leik Mercury. Þær voru saman með 73 stig, 18 stoðsend- ingar og 13 fráköst í síðasta leikn- um. Paul Westhead játaði það að það væri erfitt að velja besta leik- manninn í sínu liði og nefndi sjálf- ur Kelly Miller. Miller kom ein- mitt til Íslands síðasta vetur með franska liðinu Montpellier sem mætti þá Haukum í Evrópukeppn- inni. „Það er mjög erfitt að velja okkar besta leikmann. Ef þú mynd- ir spyrja liðið mitt þá væri Kelly Miller valin mikilvægust. Hún er mótorinn í liðinu, keyrir upp hrað- ann og leyfir ekki liðinu að hægja á sínum leik,“ sagði Westhead sem kvartaði yfir því að fyrir 27 árum reyndi enginn leikmaður að sprauta yfir hann kampavíni en nú var það liggur við það eina sem var á dagskránni á sigurhátíðinni í leikslok. Hefur þjálfað NBA- og WNBA-meistara Tindastóll hefur samið við fjórða erlenda leikmanninn fyrir baráttuna í Iceland Express- deildinni í körfubolta í vetur en sá er Serge Poppe sem er 201 cm framherji sem hefur belgískt ríkisfang. Poppe var til reynslu hjá Tindastól í síðustu viku en hann spilaði síðast með Tusculum skólanum og var með rúm 11 stig að meðaltali í leik og 5 fráköst. Fyrir hjá Tindastólsliðinu voru Donald Brown, 23 ára og 196 cm framherji frá Bandaríkjunum, Igor Trajkovski 27 ára og 180 cm bakvörður frá Makedóníu og loks Marcin Konarzewski, 25 ára og 203 cm miðherji sem er Kanada- búi með pólskt vegabréf. Fjórir erlendir á Króknum Arsene Wenger, þjálfari Arsenal, sem er nýbúinn að lengja samning sinn við liðið, lét sér fátt um finnast þegar hann var inntur eftir breytingum á stöðu hluthafa innan félagsins. „Ég ber ábyrgð á úrslitum Arsenal, en allt annað kemur mér ekkert við.“ Rússneski auðjöfurinn Alisher Usmanov var að auka hlut sinn í Arsenal og er orðinn annar stærsti hluthafinn í félaginu. Hugsa bara um úrslit leikjanna Juande Ramos, stjóri Sevilla, vill ekki útiloka þann möguleika að þjálfa lið í ensku úrvalsdeildinni í framtíðinni, en hann var orðaður við þjálfara- stöðuna hjá Tottenham á dögun- um. „Í dag er ég þjálfari Sevilla, en í framtíðinni er allt mögulegt. England er vissulega spennandi kostur og krefjandi áskorun fyrir mig sem þjálfara, en ég vil ekki gefa upp neina dagsetningu á þessum plönum, því hlutirnir gerast oft hratt og óvænt í fótboltaheiminum.“ England spenn- andi kostur

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.