Fréttablaðið - 20.09.2007, Page 20

Fréttablaðið - 20.09.2007, Page 20
hagur heimilanna Guðni Th. Jóhannesson sagnfræðing- ur sparar blöð og lithylki þegar hann prentar. Flestir kannast líklega við erfið samskipti í viðskipt- um með gallaða vöru eða lélega þjónustu, sem ef til vill er ekki efni í dómsmál. Neytendum gefst þó færi á að leita réttar síns, jafnvel þegar um lágar upphæðir er að ræða. „Kærunefnd lausafjár og þjón- ustukaupa er leið fyrir þá sem lenda í brotum á neytendakaup- um, til dæmis þegar keypt er í búð, lausafjárkaupum þegar fólk verslar sín á milli á jafnréttis- grundvelli og þjónustukaupum,“ segir Hildigunnur Hafsteinsdótt- ir, stjórnandi leiðbeininga- og kvörtunarþjónustu Neytendasam- takanna. Nefndin virkar ekki sem dóm- stóll en gefur þess í stað álit sitt á málum. „Það sem skilur nefndina frá dómstól er að engin viðurlög eru við því að brjóta gegn áliti hennar. Nefndarmenn eru aftur á móti lög- fræðingar og formaðurinn er fyrr- verandi dómari, og því getur talist líklegt að dómstóll kæmist að sömu niðurstöðu og nefndin.“ Nefndarmenn eru fulltrúar Neytendasamtakanna, Samtaka atvinnulífsins og viðskiptaráðu- neytisins. „Það er frekar einfalt að leggja mál fyrir nefndina. Á heimasíðu Neytendastofu er að finna eyðu- blað sem hægt er að prenta út og senda í pósti ásamt gögnum. Þá er málsmeðferðin ókeypis og er hugsuð sem úrlausnarleið ef neyt- andi sem lendir í þrætum hefur ekki fjárráð til þess að hefja mál, eða málið er ekki af þeirri stærð- argráðu.“ Þegar nefndin hefur ákvarðað hvort málið heyrir undir hana fær hinn aðilinn tækifæri til að svara fyrir sig. Að lokum eru úrslit máls- ins tilkynnt báðum aðilum og útdráttur úr álitinu birtur á heima- síðu Neytendastofu. „Komið hefur til tals að nafn- greina aðila málsins líkt og gert er í dómsmálum en sú ákvörðun hefur ekki verið tekin. Forsvars- menn fyrirtækja eru yfirleitt vilj- ugir til þess að bæta sig. Stundum kemur það líka í ljós að neytand- inn hafði ekki alveg rétt fyrir sér í öllu.“ Kæruleið litla neytandans Keypti húsið á réttum tíma

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.