Fréttablaðið - 20.09.2007, Page 34

Fréttablaðið - 20.09.2007, Page 34
 20. SEPTEMBER 2007 FIMMTUDAGUR4 fréttablaðið nýir bílar Jóhannes Jakobsson, um- sjónarmaður aukahluta hjá B&L, segir nýjustu tískuna vera litaðar felg- ur. Þá segir hann mikil- vægt að bóna felgurnar með sérstöku felgubóni. „Það er í raun aðallega útlitið á felgunum sem breytist á milli ára,“ segir Jóhannes. Nú séu dökkir litir með póleraðri fram- hlið allsráðandi. „Það sem er vinsælast í dag eru dökkir litir eins og svart- ur og dökkgrár í stað silf- urlituðu háglans felganna sem hafa verið ríkjandi í mjög langan tíma,“ segir hann og nefnir einnig að rauðar, gular og bleikar felgur séu fáanlegar. „Nú er þetta orðið þannig að það er mikil fjölbreytni í felgunum og takmarkað upplag af hverri tegund,“ segir Jóhannes. Um viðhald á felgum segir Jóhannes að for- vörnin skipti miklu máli. „Felgubónið sem við erum með er hannað til að halda frá bremsuryki og auð- veldar þrifin töluvert,“ segir hann og bendir á að ekki sé æskilegt að nota sterk efni og uppþvotta- bursta á felgurnar því slíkt eyði lakkinu sem er yfir póleringunni. „Í raun á maður ekki að nota neitt á felgurnar sem maður myndi ekki nota á lakk- ið á bílnum,“ segir hann og nefnir svampa og sér- staka bursta sem hannað- ir eru fyrir felgur. „Þess- ir sérhönnuðu burstar eru með bursta allan hringinn til þess að felgurnar rispist ekki. Síðan eru notuð sömu efni á felgurnar og bílinn eins og tjöruhreinsir og slíkt,“ segir Jóhannes. sigridurh@frettabladid.is Litskrúðug felgutíska Mikilvægt er að forverja felgurnar með bóni, sem gerir það að verkum að þær hrinda frá sér óhreinindum og gera þrif og viðhald auðveldari. FRÉTTABLAÐIÐ/GVA Felgur er nú hægt að fá í hinum ýmsu litum og nefnir Jóhannes Jakobsson liti eins og svartan, rauðan og bleikan sem séu nú fáanlegir á þær. FRÉTTABLAÐIÐ/GVA Jepparnir frá BMW framleið- endunum voru þeir einu sem voru með xDrive er aldrifskerf- ið. Nú fá sport-og fólksbílar frá BMW einnig að njóta sín til fulls. „X-Jeppalínan frá BMW, var sú fyrsta sem fékk að njóta xDrive kerfisins. Núna er það hinsveg- ar einnig fáanlegt fyrir sport- og fólksbíla frá BMW framleiðend- unum,“ segir Helga Guðrún Jón- asdóttir, kynningarstjóri hjá B & L, Bifreiða og landbúnaðarvélum. Helga Guðrún segir xDrive kerf- ið tryggi hámarksveggrip öllum stundum og henti því gríðarlega vel fyrir íslenskar aðstæður. „BMW framleiðendur fóru mjög sérstaka leið í þróun á aldr- ifskerfinu og í staðinn fyrir hið hefðbundna 4x4 nafn er það xDri- ve sem varð fyrir valinu,“ segir Helga Guðrún og bætir við: „Drif- kerfið nánast hugsar fyrir öku- manninn öllum stundum á ferð. Þetta er algjörlega skynvætt aldr- ifskerf sem er mjög þróað og hefur gríðarlega virkan skynbún- að. Það fer eftir aðstæðum hverju sinni hvort og í hvað miklu magni bíllinn grípur til aldrifsins,“ segir Helga Guðrún, hún segir jafn- framt ekkert drifkerfi vinna hraðar en xDrive og það sé fyrst og fremst hraðinn í vinnslunni sem geri kerfið jafn fullkomið og raun ber vitni. „Kerfið er rosalega fljótt að átta sig á aðstæðum á vegum úti. Síðan miðlar það afli á milli hjólanna þannig að hámarksveggrip nýtist alltaf. Um leið og einhver viðbót- arhreyfing kemur á hjólið byrjar bíllinn að miðla afli milli þeirra hjóla sem ná bestu viðspyrnunni,“ útskýrir Helga Guðrún og segir að þetta gerist á sekúndubroti. „Þetta er að mínu mati mjög at- hyglisverð þróun hjá BMW fram- leiðendum enda eru þeir smá saman að festa xDrive-kerfið inn í sport- og fólksbílalínuna líka,“ segir Helga Guðrún og nefnir sem dæmi að nýja Coupé-sporttýpan af þristinum frá BMW framleið- endunum sem nú er fáanleg með xDrive kerfinu. sigridurh@frettabladid.is Háþróað aldrif fyrir BMW bíla frá B&L Helga Guðrún Jónas- dóttir, kynningarstjóri hjá B&L, segir xDrive, aldrifskerfið frá BMW, nú fást í sport- og fólksbílum frá BMW. FRÉTTABLAÐIÐ/GVA Aðalljós allra bifreiða eða sérstök dagljós eiga vera kveikt á ferð. Margir nýir bílar koma ekki með dagljósabúnaði og því er nauðsyn- legt að vera á varðbergi. Að sögn umferðardeildar Lögreglunnar í Reykjavík dugir ekki að nota stöðu- ljós eða þokuljós í stað aðalljósa. Þau á aðeins og nota við sérstakar aðstæður. Sekt fyrir ljósleysi nemur 5 þús- undum kr og þegar aðalljósin eru ekki kveikt. Þá gildir sama hvort önnur ljós eru til staðar eða ekki. Langflestir bílar keyptir á Ís- landi eru með þennan dagljósabún- að. Fyrir ökumenn bíla sem eru án hans getur þetta hinsvegar gleymst, til dæmis hjá þeim sem eiga sérinn- flutta bíla. Í staðinn fyrir að lenda í sekt og jafnvel valda slysi í komandi skammdegi getur þessvegna borg- að sig að láta setja dagljósabúnað í bílinn. Þetta tekur aðeins nokkra tíma og kostar á bilinu tíu til fimmt- án þúsund á næsta bílaverkstæði. -rh Dagljósabúnaðinn í lag fyrir veturinn WWW.N1.ISN1 VERSLUN BÍLDSHÖFÐA 9 · SÍMI 440 1200 ÞURRKUBLÖÐ Er bíllinn klár fyrir veturinn? Við erum með mesta úrvalið af aukahlutum fyrir bílinn.Fí t o n / S Í A

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.