Fréttablaðið - 23.09.2007, Blaðsíða 16

Fréttablaðið - 23.09.2007, Blaðsíða 16
T he Sopranos var fyrst sýndur í bandarísku sjónvarpi í janúar árið 1999 á HBO-kapal- sjónvarpsstöðinni. Áhorfendum var þá snarlega kippt inn í heim ítalsk- ættaðs mafíósa, Tony Soprano, sem var þá á barmi taugaáfalls og riðaði til falls sökum ofsakvíðakasts. Tony leitar til sálfræðingsins dr. Jennifer Melfi og upp frá því má eiginlega segja að hin margslungna og flókna saga Sopranos-fjölskyld- unnar hefjist. Of langt mál væri að útskýra allar þær hliðargötur og skuggasund sem Tony og félagar hans í New Jersey hafa stútað manni og öðrum í enda er The Sopranos fyrst og fremst þroska- saga manns sem leitar að tilgangi lífsins í miðri hringiðu skipulagðra glæpa. „Í Bandaríkjunum ríkir hálfgert æði yfir endalokum The Sopranos. Allir vilja vita hvernig sagan endar, hver deyr og hver lifir af,“ sagði Michael Imperioli, sem leikur Christopher Moltisani í þáttunum í viðtali við Fréttablaðið þegar hann var staddur hér á landi vegna kvikmyndarinnar Stóra planið. Þá lýsti Imperioli því yfir að hann myndi sakna þáttanna en væri vissulega feginn að þeim væri lokið. „Við erum ekkert að teygja lopann eins og svo mörgum hættir til.“ Hinn 10. júní rann stóra stundin upp þegar síðasti þátturinn fór í loftið og talið er að tæplega tólf milljónir manna hafi horft á endalokin um mafíufjölskylduna. Lokaþátturinn fékk misjafnar viðtökur. Sumir gagnrýnendur sögðu að höfundar þáttanna hefðu svikið áhorfendur en öðrum fannst lokaþátturinn hafa verið í anda The Sopranos. Eitt er þó víst, að margir áhorfendur áttu erfitt með að kveðja fjölskylduna. Til að kóróna allt saman voru þættirnir útnefndir þeir bestu í bandarísku sjónvarpi árið 2007 á Emmy-verðlaununum og þar með var sagan öll. Íslenskir aðdáendur þáttanna geta vart beðið eftir lokakaflanum en hafa endur- sýningar á þriðjudagskvöldum á RÚV til að stytta sér stundir þangað til. The Sopranos er fyrst og fremst hugarfóstur handritshöfundarins og skaparans David Chase. Hann hefur vafalítið ekki grunað að áhrif þáttanna yrðu svona gríðarleg en þeir eru taldir hafa breytt bandarísku sjónvarpi. Forsvars- menn annarra sjónvarpsstöðva voru agndofa yfir því hugrekki sem handritshöfundar þáttanna sýndu þegar þeir gáfu frat í pólitíska rétthugsun. Þeir létu sögupersónur ekki fara leynt með fordóma í garð minnihlutahópa, sýndu blóðugt ofbeldi og breyska aðalpersónu. Hugmyndunum sem fyrir lágu hjá stærstu sjónvarpsstöðvunum var umsvifalaust ýtt út af borðinu og hafist var handa við að reyna að skapa eitthvað í líkingu við The Sopranos. Pollyönnu- tímabilið hafði runnið sitt skeið í Ameríku og þættir á borð við 24 og The Shield litu dagsins ljós. Hvorki Jack Bauer né Vic Mackey væru til ef ekki hefði verið fyrir Tony Soprano. Chase hefur aldrei farið leynt með að upp- spretta The Sopranos sé meistaraverkið Goodfellas eftir Martin Scorsese. „Sú mynd er ein- hvers konar Kóran fyrir mér,“ lét Chase einhvern tímann hafa eftir sér en fjöldi leikara hefur komið við sögu í báðum þessum verkum. Þeirra frægust eru sennilega Lorra- ine Bracco sem leikur sálfræðing- inn Jennifer Malfi í Sopranos en eiginkonuna Karen Hill í Goodfell- as og svo áðurnefndur Imperioli sem er Moltisanti í sjónvarpsþátt- unum en hinn ólánsami Spider í Goodfellas. En það er ekki bara mafíumynd Scorsese sem hefur orðið Chase innblástur því Guðfaðir Coppola kemur einnig töluvert við sögu. Mikið af tilvísunum í kvikmyndina er í þáttunum og þegar sonur Tony þjáist af einhvers konar sál- arkreppu er ástæðan sú að eft- irlætisatriði Tonys er föðurhefnd Michael Corleone í Guðföðurnum. Mafíuforingjar eiga á einhvern undarlegan hátt upp á pallborðið hjá áhorfendum. Þótt hendur þeirra séu oftast blóði drifnar og miskunnarleysi einkenni vald þeirra virðast áhorfendur geta samsam- að sig þeim eða dreymir jafnvel um þennan heim. Eflaust spilar inn í hversu svalir og miklir töffarar þeir eru en vinsældir Tonys Sopr- anos má án nokkurs vafa skýra út frá því hve mannlegur hann er. Tony þarf að glíma við drauga úr fortíðinni, vafasamt uppeldi og ofbeldisfulla samstarfsfélaga. Síð- ast en ekki síst þarf hann að kljást við sjálfan sig og galla sína. Hann er vondur maður með gott hjarta sem reynir að finna út úr því hvað það er sem stýrir tilvist hans. „Þættirnir innihalda öll helstu þemu bókmenntasögunnar: feður sem berjast við syni, kónga í veldi sínu, svik, hollustu, ást, sektar- kennd og hefnd,“ segir blaðamað- urinn Ben Macintyre í samtali við fréttavef BBC en hann skrifar fyrir The Times í Bretlandi. Undir þetta tekur hinn virti útvarpsmaður Jack Seale. „Mér finnst í raun erfitt að ímynda mér að það sé hægt að búa til betri þætti,“ segir Seale og líkir þeim við bestu verk Shakespeare. „Þætt- irnir fást við karlmenn og veik- leika þeirra. Það að Tony skuli vera mafíósi styrkir það þema enn frek- ar,“ segir Seale. The Sopranos hefur notið gríð- arlegra vinsælda og þannig horfðu tæplega fjórtán milljónir á fyrsta þátt fjórðu seríu. Fyrir upptökur á annarri seríu mættu yfir þrettán þúsund manns í áheyrnarprufur þrátt fyrir að framleiðendur hefðu lýst því yfir að fæstir ættu þess kost að sjást í sjónvarpi. Eftir fjörutíu mínútur var áheyrnarpruf- unum hins vegar lokið og flestir beðnir um að senda umsóknir sínar með pósti. The Sopranos hefur hins vegar alls ekki verið allra. Samtök sál- fræðinga kvörtuðu mikið yfir dr. Jennifer Melfi og töldu hana brjóta í bága við allar siðareglur sálfræð- inga í Bandaríkjunum. Hún kæmi slæmu orði á stéttina þar vestra. „Henni yrði vísað úr samtökunum eftir fimm mínútna fund. Hún er drykkfelld, hlutdræg og er sífellt að trufla skjólstæðing sinn,“ sagði Phil Hodsons, sérfræðiráðgjafi í sjónvarpi á vegum sálfræðinga. En líkast til voru það mótmæli samtaka ítalskættaðra Bandaríkj- amanna í Chigaco, AIDA, sem fóru hvað hæst. Málið rataði alla leið til dómstóla þar sem því var vísað frá á grundvelli skáldaleyfis sjón- varpsþáttanna. Samtökin töldu hins vegar að The Sopranos kæmi óorði á samfélag Ítala í Bandaríkj- unum og kynti undir þá skoðun að þeir væru óumburðarlyndir rasist- ar sem væru nánast allir í tengsl- um við mafíuna á einn eða annan hátt. Í eitt skipti fettu Íslendingar meira að segja fingur út í Sopran- os en í frægum þætti í septemb- ermánuði árið 2002 birtust flugfreyjur Icelandair og höfðu ofan af fyrir Tony og félögum. Ice- landair sá þann kost nauðugan að senda frá sér yfirlýsingu í Band- aríkjunum þar sem kom fram að fyrirtækið harmaði hvernig starfsmenn fyrirtækisins voru sýndir. „Við vissum ekki af þessu atriði í þáttunum og gáfum enga heimild vegna málsins. Þetta kom okkur á óvart,“ sagði Guðjón Arngrímsson, upplýsingafulltrúi Flugleiða, á þeim tíma í samtali við mbl.is. Þrátt fyrir að The Sopranos hafi eignast valdamikla óvini er það nú einu sinni svo að það sem er hatað er jafn elskað um leið. Hinsta kveðja The Sopranos Sjónvarpsþáttaröðin The Sopranos hefur runnið sitt skeið, mörgum til mikillar skelfingar. Af því tilefni pantaði Freyr Gígja Gunnarsson sér borð á Badabing og blaðaði í spjaldskrám þessarar sögulegu sjónvarpsþáttaraðar sem hefur breytt bandarísku sjónvarpsefni.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.