Fréttablaðið - 23.09.2007, Blaðsíða 91

Fréttablaðið - 23.09.2007, Blaðsíða 91
Kl. 14 Hrafnhildur Schram listfræðingur er með leiðsögn í Listasafni Íslands í dag kl. 14. Þar mun hún leiða gesti Listasafnsins um sali sýningarinnar Ó-náttúra þar sem ýmis ólík verk úr safneigninni er varða náttúru landsins hanga uppi. Í eina tíð þótti Kópavogur býsna rauður bær og dagana 29. september til 7. október mun bregða á hann rauðum bjarma þegar bærinn tekur á móti kínverskum gestum frá borginni Wuhan í Hubei-hér- aði. Hátíðin er haldin í sam- starfi við sendiráð Kína, lista- og menningarstofnanir í Kópavogi og fleiri samstarfs- aðila. Markmið kínverskrar menningarhátíðar í Kópavogi er að gera Íslendingum kleift að upplifa fjarlæga en heillandi list Kína. Áform eru uppi um að borgin Wuhan í Hubei-hér- aði og Kópavogur verði vina- bæir. Margt góðra gesta kemur að austan: heimskunnir kínverskir listamenn koma fram á tvenn- um tónleikum í Salnum, 3. og 5. október: 20 manna hópur hljóð- færaleikara og söngvara, þjóð- lagahljómsveit Söngleikja- og dansstofnunar Wuhan-borgar sem hefur hlotið fjölmargar viðurkenningar og komið fram víða um heim. Miðasala á tón- leikana er þegar hafin. Í Gerðarsafni er kínverskur menningararfur frá Wuhan til sýnis, merkar fornminjar og listmunir. Þar er að sjá rjóm- ann af sögulegum menningar- arfi Wuhan-svæðisins sem end- urspeglar bæði hin ýmsu sögulegu menningarstig svæð- isins og almenna listræna sköp- un í Austurlöndum. Á meðal sýningargripa má finna allt frá munum úr bronsi, keramik, jaði og bambus til skraut- skriftar og málverka. Sýningin verður opnuð almenningi sunnudaginn 30. september kl. 11 og stendur fram til 11. nóv- ember. Þriðji þátturinn í heimsókn- inni er koma Fjölleikaflokks Wuhan sem mun sýna loftfim- leika í íþróttamiðstöðinni Ver- sölum. Bókasafn Kópavogs kynnir kínverskar bókmenntir og sýndar verða kínverskar kvikmyndir í Kórnum í Bóka- safni og Náttúrufræðistofu. Kynnt verður kínversk tónlist. Þá verða til sýnis kínverskir listmunir úr einkasafni í Safna- húsinu, húsakynnum Bóka- safns og Náttúrufræðistofu. Náttúrufræðistofa Kópavogs býður upp á sýnikennslu í flug- drekagerð undir leiðsögn kín- verska flugdrekagerðarmeist- arans Kong Lingmin. Í Kórnum, fundarsal Bókasafns og Nátt- úrufræðistofu, verður enn fremur boðið upp á fyrirlestra um jarðhita í Kína og á Íslandi, kínverska tónlist og bók- menntaþýðingar. Í Salnum verður málþing um kínverska menningu laugar- daginn 6. október og í Vetrar- garðinum í Smáralind verður slegið upp líflegri fjölskyldu- hátíð sama dag, þar sem kín- verska loftfimleikafólkið og tónlistarmennirnir verða meðal þátttakenda. Kínadagar í Kópavogi
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.