Fréttablaðið - 23.09.2007, Blaðsíða 24

Fréttablaðið - 23.09.2007, Blaðsíða 24
Æ tla mætti að útgefendum væri þorrið þrek eftir hina miklu sögu Eiríks Laxdal sem kom út fyrr á þessu ári. Sagan er 532 síður í stóru broti, unnin eftir handritum með erfiðri hönd. Fylgir Þorsteinn sög- unni úr garði með ítarlegum formála og gerir grein fyrir ferli handrita og hug- myndum seinni tíma um efni og eðli sög- unnar og jafnframt fyrir hinum flókna og snúna söguþræði sem sagan geymir. Útgáfan á Ólandssögu á sér langan aðdraganda í rannsókn Maríu Önnu á hinni skáldsögunni sem þekkt er eftir Eirík Laxdal, Ólafs sögu Þórhallssonar, sem þau síðan gáfu út sjálf 1987. Báðar útgáfur á sögum Eiríks eru frumútgáfur. Í fyrstu sögum bæta þau um betur: Þar koma á prent í fyrsta sinn Víðferlissaga Eiríks Björnssonar. Höfundur greinir frá ferðum sínum til Indlands og Kína á árunum næstu fyrir 1770. Einnig frá sama tíma Sagan af Níels eldra og Níels yngra, sjóferðarævintýri til hins fjar- læga lands Frýgíu sem fannst í handriti Jóns frá Grunnavík að einu samtímalýs- ingunni sem til er af eldinum í Kaup- mannahöfn. Einnig Sagan af Árna ljúfl- ingi yngri eftir Jón Espólín, frá því um 1830, ein af fyrstu skáldsögunum eftir Íslending. Svo og frá níunda áratug 19. aldar skáldsaga Skúla Bergþórssonar um Eirík Loftsson og Jón Geirmundar- son. Þá fylgir fimmti bitinn með: Í bók- arlok er ritgerð Ólafs Davíðssonar þjóð- sagnasafnara og fræðimanns, Bókmenntir kvenna, frá því um 1880, gamansöm og nútímaleg frásögn af framlagi kvenna til heimsbókmenntanna fram á tíð höfundarins. Ritgerð Ólafs hefur til þessa verið allsendis óþekkt. Í útgáfum sínum fylgja þau Þorsteinn og María Anna þeirri stefnu að færa stafsetningu handrita höfundanna til okkar tíma en fyrrnefnd útgáfa Stofnun- ar Árna Magnússonar á sögum Jóns Oddssonar er stafrétt eftir handritum og annaðist M. J. Driscoll hana. Nýja safnið er 404 síður. Sögur þessar hafa verið þekktar um áratuga, jafnvel aldaskeið, en fáum aðgengilegar og því hafa afar fáir lesið þær af núlifandi mönnum. Á sínum tíma gengu þær um í afritum, eins og tíðkaðist gjarna um handrit sem ekki komust á prent. Útgáfur á eldri skáldsögum íslenskum hafa tekið kipp, ekki færri en fimm skáldsögur á íslensku skrifaðar á síðari hluta 18. aldar og allt til loka 19. aldar. Fimmti textinn í safninu er áður óprentaður texti eftir Ólaf Davíðsson þjóðfræðing um framlag kvenna til bókmennta fyrri alda. Hvað rekur fólk í svona útgáfu? „Það varð náttúrlega einhver að gera það,“ segir María, „Sumt af þessu er búið að liggja óútgefið í meira en tvö hundruð ár. Þegar maður kynnist þessum textum finnst manni að aðrir verði að fá að njóta þeirra. Það er ekki peningum varið í svona útgáfur.“ Hvað var upphafið? „Sá sem hefur lesið Ólafs sögu Þórhallsson- ar leiðist inn á þessa braut. Þorsteinn var að gramsa á þjóðdeildinni í Þjóðar- bókhlöðunni og las handritin. Það voru margir sem vissu af Ólafs sögu en það er hægara sagt en gert að lesa þessi hand- rit. Það sem rak mann áfram var óstjórn- leg forvitni. Það var með ólíkindum að þetta skyldi ekki gefið út fyrr. Við reynd- um að fá útgefendur en þeir fóru margir á hausinn, Nú er orðið auðveldara að gefa út stafrænt, þú getur prentað jafn- harðan.“ Ekki segir María að þau hafi fengið laun fyrir sína vinnu: „Þetta er tóm- stundagaman, sumir horfa á sjónvarp, aðrir klífa fjöll. Þetta er eins og að ganga á fjöll, þú vilt komast upp hjallann og sjá hvað er hinum megin. Það er ekki hægt að lesa þessi handrit sér til ánægju, maður verður að gera afrit og hæfileikinn að lesa svona forna skrift þjálfast. Ef það koma hlé á vinnuna er maður fljótur að týna niður leshæfileikanum, næstum að maður byrji upp á nýtt.“ Þau ætla sér að halda áfram samstarfi sínu og eru nú að rannsaka texta Stein- gríms Thorsteinsonar: Það eru smásög- ur sem Steingrímur Thorsteinsson þýddi,“ segir María. „Þetta eru heim- spekilegar sögur eftir ýmsa, Turgenief, Mark Twain og fleiri. Þær eru eins og sjálfshjálparbækurnar núna: kenna manni að meta heiðarleika, líf, dauða, sannleika. Og svo erum við að vinna í ljóðaþýðingum hans frá námsárunum um miðja 19. öld. Það eru prósaljóð eftir Turgenief, Petofi hinn ungverska og fleiri.“ Útgáfur þeirra sæta miklum tíðindum og hafa í raun fært út mörk íslenskrar bókmenntasögu sem miðast alla jafna við það sem er kunnugt og þekkt í útgáf- um sem sátt og hefð skipa að skuli talið til sögunnar. María Anna Þorsteinsdóttir og Þorsteinn Antonsson rithöfundur. Leikfélagið Fjalakötturinn þreytir frumraun sína í íslensku leiklistarlífi þegar það frumsýnir 16. nóvember leikritið Heddu Gabler eftir Henrik Ibsen í Tjarnarbíói. Verkið fjallar um yfirstéttarkonu sem hrífst af ævintýralegu líferni og valdi sem hún upplifir í tengslum við líf karla. Þar sem hana skortir hugrekki til að ná tökum á sínu eigin lífi, bregður hún á það ráð að reyna að stjórna lífi annarra með skelfilegum afleiðingum. Eline McKay fer með hlutverk Heddu. „Hedda er afar dularfull persóna. Það er erfitt að lýsa henni og því líklega best að hver dæmi fyrir sig hvers vegna hún er svona köld í samskiptum sínum við aðra. Ibsen var á undan sinni samtíð í þessu verki þar sem hann varpar bæði fram gagnrýni á stöðu konunnar og veltir fyrir sér skilgreiningum á frelsi og fjötrum einstaklingsins. Verkið hefur því staðist tímans tönn,“ segir Eline. Mikið er lagt í alla umgjörð uppfærslunnar. Búningarnir, sem verða leigðir frá London, verða í anda fatnaðar sem yfirstéttarfólk klæddist um aldamótin þarsíðustu. Enn fremur mun leikmyndin, sem Helga Rún Pálsdóttir hannar, vera í stíl sem framkallar anda þess tímabils. Af öðrum lista- mönnum sem koma að uppsetningunni og leggja sitt af mörkum til að ljá henni aldargamlan blæ má nefna Ragnheiði Gröndal sem sér um tónlistina og Björn Gunnlaugsson sem leikstýrir. Eline segir að umgjörð sýningarinnar geti skipt sköpum fyrir upplifun leikhúsgesta á verkinu sjálfu. „Með því að halda í útlit tímabilsins sem verkið var samið á, sem og orðfæri þess tíma og kurteisisvenjur, vona ég að hægt sé að veita áhorfendum innsýn í þá menningu sem ríkti á þeim tíma. Fólk var að mörgu leyti frekar bundið hefðum og siðum þá en í dag og getur það varpað ljósi á suma hegðun persóna leikritsins.“ Eline er ekki aðeins aðalleikkona verksins heldur þýddi hún það einnig. „Við vildum reyna að hafa þessa uppfærslu á því máli sem talað var við upphaf tuttugustu aldarinnar og halda í þéringar og slíkt. En um leið vildum við hafa hana hreina og beina og skiljanlega fyrir nútímaáhorfendur. Þær þýðingar sem voru til hérlendis voru ýmist of háfleygar fyrir okkar smekk eða á nútímamáli. Því lá einfaldlega beint við að þýða verkið upp á nýtt,“ segir Eline, en við þýðingarnar studdist hún við norska útgáfu af verkinu frá árinu 1905. Það eru tæplega 40 ár síðan Hedda Gabler var sett upp við miklar vinsældir í Iðnó með Helgu Bachmann í aðalhlutverki en frammistaða hennar er ennþá minnisstæð í hugum margra. Eline segir að nú gefist nýrri kynslóð leikhúsgesta færi á að kynnast verkinu. „Það er kominn tími til að setja Heddu Gabler upp aftur. Mér fannst það ákveðinn styrkur þegar ég uppgötvaði það að við Helga eigum sama afmælisdag þannig að við erum sennilega frekar líkar í skapferli. Það boðar gott fyrir þessa uppsetningu.“ Enn fremur segir Eline að það sé alltaf fyrir hendi viss markhópur sem hefur áhuga á að berja klassísk leikverk sem þessi augum. „Svo er það bara þannig fyrir okkur leikarana að ef við eigum okkur draumahlutverk þýðir lítið fyrir okkur að bíða eftir því að leikhúsin setji verkið upp fyrir okkur. Við verðum einfaldlega að drífa í þessu sjálf.“ Frumsýning verður 16. nóvember en það var einmitt 16. nóvember árið 1890 sem Henrik Ibsen skilaði af sér endanlegri útgáfu af handritinu. Sýningin gengur í Tjarnarbíói í nóvember og desember, en samhliða henni mun kvikmyndaklúbburinn Fjalakötturinn sýna gullmola kvikmyndasögunnar á sunnudögum og mánudögum. Miðasala á leiksýninguna er hafin á www.midi.is og nálgast má frekari upplýsingar um sýninguna á heimasíðunni www.hedda.is. Frelsi og fjötrar LEIKLIST VIGDÍS ÞORMÓÐSDÓTTIR SKRIFAR Leikkonan Eline McKay Á liðnu ári hafa útgáfur á eldri skáldsögum íslenskum tekið kipp, ekki færri en fimm skáldsögur á íslensku skrifaðar á síðari hluta 18. aldar og fyrri hluta 19. aldar hafa komið út en farið hljótt. Fjórar sögur eftir Jón Oddsson Hjaltalín (1749-1835) komu út á vegum Stofnunar Árna Magnús- sonar, en meiri tíðindum sætti útgáfa á Ólandssögu Eiríks Laxdal (1743-1816) sem þau María Anna Þorsteinsdóttir og Þorsteinn Antonsson gáfu út. PÁLL BALDVIN BALDVINSSON SKRIFAR pbb María Anna og Þorsteinn Antonsson rithöfundur. Þau hafa unnið þrekvirki í útgáfu eldri prósatexta og skjóta stærstu útgefendum ref fyrir rass: Bókmenntir fyrri alda af ýmsu tagi eru í stórum stíl óútgefnar.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.