Fréttablaðið - 23.09.2007, Blaðsíða 86

Fréttablaðið - 23.09.2007, Blaðsíða 86
Já, hvert stefnum við, er allt þetta byggingarbrölt áhrif frá niðurrifi gamla torfbæjarins? Fyrsta frumsýning Þjóðleik- hússins í ár er á verki Bjarna Jóns- sonar, Óhappinu, í Kassanum. Kær- komin myndleiklistarsýning þar sem hið nýja gildismat með enda- lausum frösum, eins og merkimið- um hins leyfilega til þess að vera kúl, er sett á oddinn. Undirliggj- andi er allan tímann, hverju á að snobba fyrir og hvernig á að koma snobbinu á, samanber rauðvínsteg- undin sem sálfræðingurinn mælir með og vonast til að komist inn í kjarnann, það er innkaupalista ÁTVR. Allir vilja endilega vera með í kjarnanum, alveg sama þótt við- komandi séu gungur og innantóm- ar skrumskælingar af þykjustu- fólki. Ein að mótmæla. Samstaða er asnaleg. Eina manneskjan sem ber hag almennings fyrir brjósti biður afsökunar á sjálfri sér. Kryddblanda með safaríkum hjúp! Pælið í þessum flottu pakkn- ingum! Óhappið er í raun hörmu- legt slys framkallað af tillitsleysi, en þar sem tilhneiging er til þess að koma öllu inn í ákveðnar pakkn- ingar og frasa er óhapp auðvitað miklu heppilegra hugtak og auð- veldara að takast á við fyrir þá sem þurfa að afsaka sjálfan sig í þess- um heimi nútímagilda. Fantagóð mynd af fjölmiðlafíg- úrum og eins hvað innantóm frasa- ráðgjöf er mikil froða. Bjarni kann að skrifa, og Stefán kann að lesa úr. Okkur er boðið upp á leikrænan raunveruleika í sjónvarpsupptök- usal þar sem heimili, líf og örlög hjónanna Jóhönnu og Halldórs skarast við hið daglega, yfirmáta hressa morgunsjónvarp. Ljóskurn- ar tvær sem þar ráða ríkjum eru staðaltýpur nútíma fjölmiðl- akvenna. Önnur segir fréttir en skilur ekki bofs í því sem hún er að þylja upp, en álítur sig þó háttsett- ari en hin sem er líklega ráðin vegna þess að hún er sæt en kann þar að auki að tala við fólk og hlusta. Með þeim er svo kósí kokkur, vinur fólksins sem kann að brosa, hlæja, hæla og laga mat. Við þekkjum hverja einustu persónu verksins, ekki úr bókmenntum og sögu heldur úr matreiðslubók sjón- varpsveruleikans. Tilraun með skilin milli hins leikna raunver- uleika og hins eiginlega raunver- uleika. Þess vandlega gætt að halda sér innan þeirra ramma sem komn- ir eru um öll samskipti og gildis- mat. Undir dægurglansmynd vex átakanlegur harmleikur fram. Leikararnir voru frábærir, hver um sig, og erfitt að gera þar nokkuð upp á milli. Atli Rafn sem leikur hinn óhamingjusama verkfræðing, eiginmann Jóhönnu, náði einstak- lega góðum tökum á menntamann- inum með bældu tilfinningarnar. Elmu Lísu tókst að gera ljóskuna Brynju ekki aðeins trúverðuga heldur kom hún einnig sársaukan- um í persónunni vel til skila. Dóra Jóhannsdóttir sem lék hina sjálf- umglöðu fréttakonu Rósu náði einnig að glæða sína persónu lífi án þess að yfirleika sem hefði verið auðvelt þar sem fáránleiki í fram- komu hennar og orðræðu hefði getað boðið upp á það. Kjartan Guðjónsson, sem hefur mikla spaugtaug og á auðvelt með að sprikla og glettast, hélt hér aftur af sér og árangur vinnunnar var að hann hefur sjaldan verið betri en í þessu vandræðalega hlutverki sál- fræðingsins sem heldur við konu vinar síns og situr í morgunsjón- varpi og blaðrar um sálfræðilegar lausnir. Kokkurinn var lím sýningarinn- ar og eins og fulltrúi kórsins hjá Grikkjum lagði hann mat á atburða- rásina. Stefán Hallur Stefánsson sýndi hér mikla útgeislun og styrk og þandist einhvern veginn um allt rýmið eins og sá matarilmur sem upp úr heitum pottum hans kom. Katla Margrét Þorgeirsdóttir í hlutverki Jóhönnu var óaðfinnan- leg í hlutverki venjulegu konunnar af holdi og blóði. Meðferð hljóðs og tóna í sýning- unni var allan tímann eins og um útvarps- eða sjónvarpsupptöku væri að ræða og eins var sviðið allt gernýtt þannig að ekkert af myndinni allri var uppfylling. Leikmynd Barkar Jónssonar með ísskápinn rauða eins og altaris- töflu í guðshúsi nútímans var heillandi. Hann leikur sér með andstæður hita og kulda og ekki laust við að spænskar bíómyndir hafi komið upp í hugann. Kalt verður heitt og heitt verður kalt. Allt á að verða betra eftir að það er orðið mátulegt. Hjálmar Hjálmarsson leikur óborganlegan kverúlant, mótmælanda sem æpir utan úr sal eins og hrærigrautur þjóðarsálarinnar. Guðrún Lilja Þorvaldsdóttir fer einnig með smáhlutverk mót- mælanda, birtist í kanínubúningi eða einhverju þvílíku og verður eins og tákn hins léttvæga og asnalega. Sýningin er heillandi og grein- ilegt að hér eru engar happa- og glappaaðferðir notaðar heldur farið af stað með eldklára sýn á heildina. Leikverk sem er svo vel skrifað að það er magnað á köflum. Elísabet Brekkan ÓHAPP! Höfundur: Bjarni Jónsson. Leikstjóri: Stefán Jónsson Hljóðmynd: Frank Þórir Hall Lýsing: Lárus Björnsson Leikmynd og búningar: Börkur Jónsson Frumsýning í Kassanum 21. september. Við erum búin að rífa allt út úr íbúðinni og vitum ekkert hvert við stefnum Óhapp! eftir Bjarna Jónsson. Leikarar Þjóðleikhússins: Atli Rafn, Elma Lísa, Stefán Hallur Stefánsson og Dóra Jóhannsdóttir. ljósmynda- sýningum Í Ljósmyndasafni Reykjavíkur er núna stór sýning úr myndasafni Vísis og Dagblaðsins og eru þar margar merkar samtímaheimildir úr önn dagsins. Hér er mynd frá leiðtogafundinum: öryggisverðir að störfum fyrir utan Höfða. Í bakgrunni má sjá íslenska björgunarsveitarmenn. Ljósmyndari: Gunnar V. Andrésson. Ljósmyndasafnið í Grófarhúsi er opið kl. 12-19 virka daga og 13-17 um helgar. Í Galleríinu Auga fyrir auga á Hverfisgötu stendur nú yfir sýning á ljósmyndum breska ljósmyndarans Christopher Taylor. Þetta er fyrsta sýning á verkum Taylors á Íslandi. Gallerí Auga fyrir auga er opið fimmtudaga til sunnudaga frá 14–17.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.