Fréttablaðið - 23.09.2007, Blaðsíða 79

Fréttablaðið - 23.09.2007, Blaðsíða 79
Tveir hrörlegir húsvagnar standa langt úti á jarðarberjaakri. Annar er híbýli kvenna og hinn hýsir lúna karlmenn. Fólkið sem hvílist þarna um nætur milli þess sem það tínir jarðarber fyrir lúsarlaun, er langt að komið úr austrinu til vestursins og þó svo að vinnuveitandinn sé svín og aðstæður ömurlegar þá skapast vinátta og bræðralag millum þessa fólks. Stúlkan Irena kemur frá Úkraínu til Englands, lendir þar ásamt leitandi löndum sínum og öðru verkafólki í jarðarberjatínslu fyrir smánarlaun. Hún er, eins og hinir sem lenda þarna, uppfull af væntingum um betra líf í gósenlandinu sem hún hefur séð í hillingum og trúir svo mjög á. Fljótlega gerir hún sér þó grein fyrir því að þetta fyrirmyndarríki var ekki alveg eins og hún hafði ímyndað sér. Hún heldur að hún geti treyst löndum sínum sem allt þykjast vita og kunna í nýja landinu en eru í raun og veru bara drullusokkar sem græða á ódýru vinnuafli. Hún afhendir passann sinn sem gerir henni lífið heldur erfitt þegar hún þarf að komast úr klóm þessa rudda. Marína Lewycka sem er höfundur metsölubókarinnar „Stutt ágrip af sögu traktorsins á úkraínsku“ mætir hér til leiks með bók númer tvö um fólk af úkraínskum uppruna og þó að það sé nú kannski fremur óréttlátt þá er það eðlilegt að fólk beri þær saman. Fyrri bókin var frásögn af örlögum einnar fjölskyldu en hér eru margar minni sögur sagðar sem tengjast gegnum þessa einstaklinga og er hreyft við samfélagsmálum austur í Kína og hjónamálum fólks í Póllandi. Við kynnumst daglegum þræl- dómi og munum það vonandi þegar við kaupum okkur ódýr innflutt jarðarber eða sjáum djúpsteikta kjúklinga á tilboðsverði. Bókin um ástarsögu ungu konunnar og gamla mannsins gerði það að verkum að Marína Lewycka eignaðist aðdá- endur í lesendahópum úti um víða veröld. Í þessari bók segir hún frá fólki frá Austur-Evrópu sem leggur land undir fót og fer til vestursins til þess að ganga til þeirra starfa sem heimamenn fást ekki til að sinna, einnig það eitthvað sem við erum nú farin að þekkja vel hér- lendis. Þó svo að þau hafi þjálfun og menntun til annarra starfa þá er málum þannig háttað að einföld jarðarberjatínsla á ökrum í Eng- landi gefur meira af sér en sér- kennsla í úkraínskum háskóla. Landvistarleyfi Irenu er tengt stúdentaskírteini sem hún keypti úr þykjustu-háskóla sem í raun er einhvers konar þrælamiðlun, en það á að líta út eins og hún sé í ein- hverju námi. Irena og Vitaly fara með Emanu- el til Lundúnaborgar til þess að reyna að hafa upp á systur hans meðan Pólverjarnir ráða sig á kjúklingabú þar sem villimanns- legur skepnuskapur í meðferð á dýrum er slíkur að maður hugsar með sér … þetta hlýtur að byggja á raunverulegum heimildum … hug- myndaflug skálds nær ekki niður í svona sóðalega gryfju. Hér kynnumst við mansali og hugarheimi hunds. Hér kynnumst við fyrst og fremst fólki sem þrátt fyrir mótlæti ætlar að reyna að fóta sig í nýju umhverfi. Því miður er þetta sönn saga þótt hér sé hún sögð af skáldkonu í þýð- ingu Guðmundar Andra Thorsson- ar yfir á lipurt og læsilegt íslenskt mál. Fólksflutningar nútímans eru allt of oft nákvæmlega eins og sagt er frá í þessari bók og þessa Írenu má finna hér á meðal vor einnig. Græðgi sem leiðir til niðurlæg- ingar eru líklega einkennisorð okkar samtíma. Þótt það kubbist hendur og fætur af fólki verður færibandið að ganga, er ekki eitt- hvað hér hjá okkur sem minnir á slíka atburði? Góð bók, á köflum nokkuð fyndin en fyrst og fremst sorgleg, og von- andi ratar hún á sem flest náttborð þótt hættan sé á að þeir sem allra helst ættu að lesa hana haldi sig sem fyrr við Andrés Önd. Elísabet Brekkan Austur og vestur, bentu á þann sem þér þykir bestur TVEIR HÚSVAGNAR Marinu Lewycka – Guðmundur Andri Thorsson þýddi – Mál og menning ekki hægt að búa í Reykjavík án þess að heyra íslenskt mál. Það verða ekki móðurmál nýbúanna sem taka yfir þegar ylhýra málið fer að þynnast, nei það er líklegra að það verði enskan sem nú þegar er notuð í viðskiptalífinu. Það er gróðavænlegra en að vernda móð- urmálið. Því er nefnilega svo vel stýrt hér hver á að græða og hvers vegna. Niðurstaðan er að við erum sigl- andi á hraðbyr inn í kjarkleysi og hrikalega fátækt orða því það eru bara viss orð sem hægt er að græða á. Og það hlýtur hver nútímamaður að gera sér grein fyrir því að slefandi gróðahyggja er það eina sem er eftirsóknarvert í þessum heimi.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.