Fréttablaðið - 23.09.2007, Blaðsíða 26

Fréttablaðið - 23.09.2007, Blaðsíða 26
K ína er að leggja undir sig myndlistarheiminn: hvert sem litið er til stærri landa eru kín- verskir listamenn að hasla sér völl. Stórar og smáar myndlistarsýningar eru í boði sem kynna nýjar kynslóðir kínverskra listamanna, bæði þeirra sem eru á miðjum aldri og muna tímana tvenna, og hinna sem eru um þrí- tugt og búa við allt annan veru- leika. Á sama tíma hefur það gerst að alheimsmarkaðurinn í myndlist hefur stækkað: uppboðshúsin evr- ópsku hafa komið sér fyrir í Asíu og stór uppboð eru haldin þar eystra þar sem asísk myndlist er í öndvegi og innfluttir málarar vesturlanda lúta í lægra haldi fyrir heimamönnum. Þeir koma ekki bara frá Kína, öll Asía er að eignast nöfn í myndlist sem menn telja að verði áhrifamikil þar og síðan um allan heim. Gunnar Kvaran, safnstjóri á Astrup Fernely-safninu í Osló, og Hans Ulrich Obrist, sýningar- stjóri Serpentine í London, hafa um nokkurra ára skeið unnið að undirbúningi á stórum sýningum fyrir söfn sín. Fyrsti árangur þessa samstarfs þeirra og Juliu Peyton-Jones leit dagsins ljós í fyrra með stórsýningum í Osló og London: China Power Station Part I lagði undir sig stóru gömlu orku- stöðina í Battersea en hún er í eigu kínverskra aðila og mun er fram líða stundir hýsa kínverskt verslunarhverfi í miðri London. Fyrir tveimur vikum var China Power Station Part II opnuð í Osló og mun fara eftir tíma sinn þar til London og síðar Lúxemborg. Fyrsta hlutanum var beint að myndbandalist, annar hlutinn beinist einkum að innsetningum og skúlptúrum. Verkin eru öll eftir yngstu kynslóð kínverskra myndlistarmanna, fólki um þrí- tugt. Gunnar Kvaran segir þá Hans hafa beitt álíka vinnuaðferðum og notaðar voru við undirbúning sýn- ingar með bandarískri list sem hingað kom í Listasafn Reykjavík- ur í fyrra: safnað var stórum fæl með listamönnum og síðan valið úr. „Þá vorum við að velja úr tvö þúsund nafna hópi, nú stóð valið milli um fjögur hundruð nafna lista,“ segir Gunnar. Innkoma asískra listamanna á myndlistarmarkað vesturálfu hefur komið mönnum í opna skjöldu, ekki aðeins vegna efnis- taka, heldur ekki síður sökum þess að áhugamenn um listir verða að kynnast nýjum heimi, nýjum nöfnum. Sumir safnarar hafa lýst því sem vonlausu verki að koma sér inn í kínverska samtímalist. Þeir sem höfðu vit og tækifæri til að sinna nýju áhugasviði og fjár- magn til fjárfestinga í kínverskri list á síðasta áratug eða jafnvel fyrr uppskáru ríkulega. Vestrænir kaupendur höfðu lítið sótt til Kína, markaðurinn var óplægður, verðið lágt og auðvelt að eignast verk sem voru athyglisverð. Núna er sá tími liðinn. Gunnar segir kínverska mynd- listarmenn vel menntaða og kunnáttusama í tækni. Greinileg séu kynslóðabil í viðfangsefnum þeirra. Yngsta kynslóðin sem leggur verk sín inn í China Power Station hefur meiri áhuga á asískri neyslumenningu en horfnum tíma. Hún er í uppgjöri við samtímann en ekki hið liðna. Það er horfið, liðið. Japanskar teiknimyndasögur, tölvuleikir, asískur auglýsingastíll og popp vesturlanda heillar þá kynslóð meira en hin forna saga og þær pólitísku hræringar sem hafa gengið yfir Kína á síðustu öld: „Þetta eru börn millistéttar- innar, menntaðir krakkar í leit að identiteti. Þeir ferðast mikið og fylgjast vel með tískunni.“ Staða ungra myndlistarmanna í Kína er þessi sökum vinnu eldri kynslóðarinnar; manna sem nú standa á miðjum aldri. Á áttunda áratugnum var mikil gróska í kínversku samfélagi, frá borg til borgar, landshlutanna á milli. Kynslóðin sem þá steig fram hafði búið við einangrun og var mörkuð pólitískum bagga, rétt eins og fólk var á Vesturlöndum eftir heims- styrjöldina seinni og kalda stríðið sem það braust gegn, fyrst með abstrakt-expressjónisma og seinna pop-listinni. Menn þykjast greina tímamót í afstöðu þessa hóps með blóðbað- inu á Tiananmen-torginu og þeirr- ar deiglu sem þar ólgaði þótt lok væri lagt yfir með hervaldi. Marg- ir listamenn af þeirri kynslóð komu sér úr landi og hafa haldið starfsstöðvar sínar í erlendum heimsborgum síðan. Þeir rufu gat á múrinn sem umlukti Kína fyrir vestrænum augum með áleitnum verkum, bæði í ljósmyndum og málverki. Nú eru börn þeirrar kynslóðar að stíga fram og árangurinn má sjá í sölum Astrup Fernsley. Og heima í Kína eru menn teknir að líta til baka: um síðustu helgi var í Sjang- hæ sýningin „1981“ um hvað á gekk það árið í listaheimi Kína. Þannig Nafnið minnir á vél sem veltur stjórnlaust áfram. Nýlega var opnuð í Osló stórsýn- ing, önnur í röðinni af fjórum, með kínverskri samtímalist ungra listamanna. Hún kemur flestum á óvart. En hvenær hefur Kína ekki komið okkur á óvart? Næsta vor verður stórsýning á kínverskri myndlist í Listasafni Akureyrar í tengslum við Lista- hátíð. Hátíðin mun enn sækja út fyrir höfuðborgarsvæðið og er sýningarhaldið nyrðra hluti af þeirri útþenslu hátíðahaldsins. Sýningin sem Hannes Sigurðsson safnstjóri hefur unnið að um nokkuð langt skeið mun kallast Facing China. Á henni er lögð áhersla á að kynna íslenskum áhugamönnum um myndlist og öllum almenningi hvað er á seyði í kínverska málverkinu en málarar frá Kína hafa á síðustu árum vakið gríðarlega athygli fyrir verk sín í alþjóðasamfélagi listanna. Á sýningunni verða verk eftir níu kínverska myndlistarmenn af millikynslóðinni svokölluðu og kemur hluti málaranna hingað til lands. Hannes segir að hann hafi kunnað það ráð helst til að komast í samband við strauma í kín- verskri myndlist að fara þangað. „Ég hef aldrei upplifað annað eins,“ segir hann. „Þegar maður kemur til Kína verður maður að leggja öll sín viðmið til hliðar, þau gilda ekki þar. Þar eru vinnustofur listamanna stórar skemmur, galleríin stærstu eru rekin af fyrirtækjum eins og bygginga- verktökum. Það ægir öllu saman í myndlist þeirra. Margt finnst manni bara drasl en annað er hreint stórkostlegt. Ég vildi forðast að setja saman sýningu sem bæri vitni einhverjum fram- andleik, exotisma. Á endanum ákvað ég að einbeita mér að portrett- Kínverska málverkið á Akureyri MYNDLIST PÁLL BALDVIN BALDVINSSON SKRIFAR Hannes Sigurðsson, safnstjóri Lista- safns Akureyrar. Faðir og dóttir eftir Zhang Xioagang, olía á striga, 2006-2007, 120x150 cm. MEÐ GÓÐFÚSLEGU LEYFI LISTAMANNSINS OG LISTASAFNS AKUREYRAR. Bogmaður krýpur, terra cotta-leir, Qin- tímabilið (221- 206 f. Kr.) Safn leirstríðsmanna og hesta Qin Shihuang keisara, Lintong, Shaanxi-héraði, Kína. MYND/BRITISH MUSEUM
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.