Fréttablaðið - 23.09.2007, Blaðsíða 28

Fréttablaðið - 23.09.2007, Blaðsíða 28
ann verður seinn, segir systir hans, Rakel, á skrifstofu Vesturports í Skugga- hverfinu: „Ég þekki mitt heimafólk.“ Hún hringir í bróður sinn: „Ertu ekki að koma?“ Ferill Gísla hefur frá þeim tíma að hann sat í Leiklistarskólan- um einkennst af fram- kvæmdasemi. Hann er ódeigur, vílar ekki fyrir sér að takast á við ný verkefni á sviðum sem hann þekkir lítið til. Á skólabekk brá hann sér til Rússlands í sumarferð og hafði hug á að gera heim- ildarmynd um ferðina. Þannig hittumst við fyrst. Hann stofnaði ásamt tólf félögum sínum losaralegan leikhóp, Vesturport, leigði húsnæði og setti af stað lítið leik- hús við Vesturgötu. Hann ákvað að setja upp sýningu á Rómeó og Júlíu og kallaði sér til aðstoð- ar fimleikamenn frá sænska sirkus- hópnum Cirkus Cirkör til að þjálfa upp leikarahópinn og réði Hallgrím Helga- son til að vinna nýja þýðingu af textan- um. Sýningin kom upp með tilstyrk Leikfélags Reykjavíkur og Íslenska dansflokksins og átti eftir að fara víða. Sumir sem sáu hana á öllum stigum full- yrða að hún hafi náð fullum blóma á fyrra sýningarskeiði í London. Gísli tók þátt í að koma af stað sam- starfi um gerð kvikmyndar sem óx svo í smíði leikhópsins og leikstjóra að úr urðu tvær kvikmyndir. Söngleikur fyrir eldri leikara og áhugamenn um söng, Ást, hefur gengið vel í Borgarleikhúsi. Hann hefur tekið þátt í tveimur svið- setningum á Bretlandseyjum sem leik- ari og önnur var frumsýnd á Olivier- sviðinu stóra í Breska þjóðleikhúsinu. Þá er ótalin sviðsetning hans á Woyzeck í Barbican. Enginn íslenskur leikhúsmaður hefur náð jafn fjölbreyttum ferli jafn víða á svo skömmum tíma sem hann. Fram undan eru ný verk: Hamskiptin fyrst síðan alþjóðleg sviðsetning eftir kvikmyndinni Tillsammans, sviðsetning á Faust eftir Goethe og kvikmyndun á Brimi eftir leikverki Jóns Atla Jónas- sonar þar sem hann átti eftirminnilegan leik á sinum tíma. Gísli hefur einarðlega framkomu, setur sig ekki á stall, kemur til dyra eins og hann er klæddur: Jú, víst er rosalega mikið að gera hjá honum, segir hann, jú hann sé bara hamingjusamur með það. Er það tilviljun að verkefni hans hafa svona mörg verið úr verkum þýskra höfunda: Kafka, Buchner, Goethe? „Það er alger tilviljun. Nei, alls ekki. Woyzeck var alger tilviljun. Þeir voru að setja saman prógram í Barbican eftir höfunda sem voru yngri en 26 ára. Buchner sem skrifaði Woyzeck var einn af þeim og ég mátti velja úr nokkrum höfundum, Baal eftir Brecht kom lengi til greina, en þar sem þetta var fyrir stóra sviðið í Barbican þótti mér Woyzeck henta betur. Það að hann var þýskur var aukaatriði. Ég var að leika í sýningu í Hammersmith sem hét Night at the Circus og hitti leikhússtjórann þar. Hann hafði séð Rómeó og Júlíu og Woyzeck og vildi fá mig til að setja eitthvað upp þar. Við veltum upp alls kyns hugmyndum. Hann stakk upp á Hamskiptunum og hafandi lesið hana sem krakki einhvern tíma og mundi sterkt eftir henni fannst mér það spennandi áskorun út frá svona fýsiskum vinkli. Hann stakk upp á því að við myndum leikstýra því saman og ég myndi leika pödduna. Mér fannst það spennandi og var til í það. Svo kemur Faust og ég spurði Nick Cave hvort hann væri til í að gera það með mér sem hann var. Að þetta sé allt þýskt – það er alger tilviljun. “ Fýsik er orð sem á eftir að koma oft fyrir í samtali okkar. Gísli var þjálfaður fimleikamaður sem barn og unglingur. Sýningar hans hafa enda sótt mikið í lík- amlega beitingu, ekki aðeins sem stíl- færsla heldur hafa þær sumar heimtað mikla færni í stökkum, klifri – leikarar hanga og sveifla sér, kafa og synda. Hann sækir miskunnarlaust í tækni fjölleikahússins. Í fréttum var gefið í skyn að þú sért að fara í upphafssöguna og sambærileg- ar sögur frekar en Goethe? „Ég sæki grunninn úr Urfaust, nei sko það er til Urfaust, og svo Faust 1 og Faust 2. þetta er Faust 1.“ Já þessi sem Gunnar, Róbert, Baldvin og Sigríður Þorvalds léku hérna í Þjóð- leikhúsinu og Trúbrot spilaði undir? „Var það flott sýning?“ - Já, hún var athyglisverð. Það var sett smápopp í hana og ein stelpa var ber að ofan sem þótti róttækt þá. Tím- arnir breytast svo. Greinirðu sjálfur einhverja breytingu í þessum sýning- um, hvað þig sjálfan og áhugamál þín á sviðinu varðar? Ertu mjög meðvitaður, alltaf að hugsa; nú er ég kominn af þess- ari hillu og farinn á þessa hillu. Eða er þetta bara hamingjusamur göngutúr? „Nei, í rauninni hef ég aldrei haft leikstjóralegar „ambitionir“ sem slíkar. Ég hef aldrei litið á það sem svo að ég sé á einhverri karríer-braut sem leikstjóri. Þetta hefur bara einhvern veginn æxl- ast þannig. Ef ég finn eitthvað sterkt konsept að sýningu og það kveikir í mér þá er ég til í að gera það. Ég myndi aldrei leikstýra sýningu af því bara, af því það er gott fyrir karríerinn eða bara … Ég gæti ekki tekist á við hvað sem er. Ég verð að finna eitthvert konsept í kringum það, ef ég finn það sterkt, þá bara kviknar í mér og þá bara veð ég af stað með það.“ Eru það meira myndir sem þú sérð fyrir þér sem kveikja í þér? „Já, leikhúsið er þess eðlis fyrir mér að þegar ég fer að sjá sýninguna fyrir mér myndlega, þá kviknar í mér, eins og í Hamskiptunum þá story-boardaði ég alla sýninguna. Meira að segja – hann fer þangað og hún þangað. Þannig sat ég með leikmyndahönnuðinum og leikur- unum og við teiknuðum hana alla, líka vegna þess að herbergi Gregors er uppi á vegg og þá verður maður að sjá nýt- inguna fyrir sér. Það er samt ekki á kostnað innihaldsins, fyrir mér er þetta líklega alltaf innihaldið versus praktík- in: konseptið. Líka vegna þess að maður er með einhverja hugmynd um sýning- una, eins og í Hamskiptunum að her- bergið hans er á hvolfi og ekki þarna niðri og þá um leið er maður farinn að segja að ef herbergið er á hvolfi, en ekki fyrir honum heldur fyrir fjölskyldunni, þá er maður að spyrja: hver er orðinn ruglaður? Er það hann eða þau? Mér finnst ég aldrei taka léttvægt á hlutun- um hvað varðar innihaldið.“ - Hafðirðu notað story-boardið áður? Kanntu að skissa? „Nei, Börkur sér um það, ég skrifa bara niður nákvæma lýsingu fyrir mig. Þegar ég gerði Rómeó og Júlíu var þetta öðruvísi. Þá langaði mig að nýta kunn- áttu mína úr fimleikunum sem leikari. Við höfðum oft verið að díla við ástar- sögur í skólanum og þá rak maður sig oft á það hvað það er erfitt að endur- spegla ástina á sviðinu. Hún getur verið svo ástandskennd. Þannig að mig lang- aði að tækla ástina á mjög fýsiskan hátt. Ég ákvað að nota Shakespeare af því að myndmálið í textanum hjá honum er svo sterkt. Svo ákvað ég að leikstýra líka svo að ég gæti fundið rými fyrir allar þær hugmyndir sem ég var með um nýtinguna á fýsikinni. Þannig að ég óð af stað með þessu fólki og saman rákum við okkur á alla þá praktísku veggi sem stóðu í vegi fyrir grunnhug- myndunum. Þetta var mikill skóli. Eins var með Woyzeck. Um leið og ég datt niður á þessa vatnshugmynd þá leystist allt. Þannig að ég er vissulega upptek- inn af því hvernig sviðsetningarnar eru á endanum.“ Þú ert í rauninni með þrjár sýningar í vinnslu á þessu ári? Faust, Hamskiptin og Tillsammans. Hvað dró þig að Tillsammans? „Aftur, ég sá myndina og fannst þetta fyndin mynd og var mjög hamingju- samur þegar ég var búinn að sjá hana. Hún skildi eftir skemmtilega tilfinn- ingu. Hún gefur mjög góða mynd af okkur sem manneskjum. Síðan þá hef ég verið að gæla við að gera sýningu úr þessu og svo mörgum árum seinna hef ég samband við Lukas Moodyson og spyr hvort ég megi það og hann segir já og þá fer þessi bolti að rúlla. Maður talar um það í einhverju leikhúsi og þeir segja; við höfum geðveikan áhuga á því og getur þú gert það í mars og þá er praktíkin farin að spila inn í. Svo hittir maður þessa leikara, Gael og þá, og segir: ég er að fara að gera þetta og þeir segjast hafa áhuga á að vera með og þá fara menn að púsla saman plani. Já, þetta er slatti þetta árið og það liggur svo sem ekkert á en það hefur bara rað- ast svona niður.“ - Tillsammans kemur upp á nokkrum stöðum í heiminum? „Já.“ -En hvenær kemur að lögfræðinni og öllum samningunum? „Svo kemur það og sá helvítis haus- verkur allur saman. Það bara lærist á leiðinni. Svo er þetta eins og í bíó – maður er kominn með standard-samn- inga og veit hvernig þetta virkar.“ - Er hann flókinn heimur þessi co- production-heimur? Þið hljótið að vera orðin nokkuð skóluð? „Nei, maður áttar sig á því að þetta er mjög lítill heimur. Leikhúsum í London stjórna fimm einstaklingar. Og það hefur gengið vel þar og þá er maður kominn inn undir hjá þeim og þegar maður kemur með nýja sýningu þá talar maður við einhvern af þeim og þeir eru yfirleitt til í samstarf. Hitt er pappírs- vinna og praktík.“ - Og launin – getið þið borgað sæmi- leg laun? „Það er bara sanngjarnt og í samræmi við það sem gengur og gerist. Í upphafi á Vesturgötunni var þetta allt í sjálfboðavinnu þannig að menn hafi efni á þessu og þurfi ekki að borga með sér. Svo fá menn önnur verkefni út frá þessu. Það er nú með leikara að þeir eru ævintýramenn í eðli sínu. það er líka það – bara ævintýri. Eins og að leika í vetur á sviðinu í Þjóðleikhúsinu í London, þetta var náttúrlega óvænt reynsla. Ég man þegar ég útskrifaðist úr skólanum hér, að ég hugsaði að það væri leiðinlegt að geta aldrei unnið í útlöndum – af því ég hafði búið þar mikið. Maður yrði bara sviðsleikari á Íslandi og vonandi í einhverjum bíómyndum.“ LEIKLIST PÁLL BALDVIN BALDVINSSON SKRIFAR Fram undan er frumsýning hjá Gísla Erni Garðarssyni – hann er bundinn í báða skó: í Hamskiptunum sem frumsýnd verða eftir rétt hálfan mánuð er hann bæði í aðalhlutverki og við leikstjórn, ásamt David Carr. Sýningin var á fjölum Hammersmith-leikhússins í London í vetur og er nú komin heim, íslenskir leikarar í öllum hlutverkum. Páll Baldvin Baldvinsson hitti Gísla milli mála í vikunni.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.