Fréttablaðið - 23.09.2007, Blaðsíða 8

Fréttablaðið - 23.09.2007, Blaðsíða 8
greinar@frettabladid.is Vesturlandsvegur Reykjavík Mosfellsbær Húsasmiðj an Nóatún Toppskórinn Margt Smátt Vínlandsleið Sport Outlet Vínlandsleið 2–4, efri hæð Grafarholt Verðlaunum góða kennara Velmegun okkar Íslendinga mun á næstu árum og áratugum ráðast af því hversu vel okkur mun takast upp í menntamálum. Þekking og sköpunargáfa ásamt ríkulegum náttúruauðlindum verður viðspyrna okkar í heimi sem gerir sífellt meiri kröfur um árangur. Krakkar sem núna eru í grunnskóla munu standa frammi fyrir samkeppni um störf við jafn- aldra sína úti um allan heim þegar þau útskrifast úr háskóla. Störf sem við sitjum ein að um þessar mundir verða ekki varin í framtíðinni með fjarlægð Íslands frá Kína, Indlandi eða öðrum svæðum sem nú eru að eflast svo mjög. Alþjóðavæðingin mun í krafti upplýsingatækninnar ná til miklu fleiri starfa en iðnaðar- og framleiðslustarfa. Eina leiðin til þess að börnin okkar geti keppt í þeim heimi er að þau hafi að minnsta kosti jafn góða menntun og aðrir og helst betri. Áður en ég sný mér að launum kennara langar mig að nefna eitt. Ég hef tekið eftir því að í umræðu um menntamál hér á landi skýtur öðru hverju upp þeirri skoðun að það sé í lagi að íslensk börn nái ekki topp árangri í greinum eins og stærðfræði og öðrum raunvísindagreinum vegna þess að við leggjum í stað- inn meiri áherslu á sköpunargetu, frumleika og frumkvæði. Þetta eru einfaldlega ruglrök og stór- hættuleg. Sköpunargáfa og frumkvæði eru að stórum hluta samfélagsleg fyrirbæri og færni í til dæmis stærðfræði dregur ekki úr slíkum gáfum. Þeir sem afsaka fremur slaka útkomu íslenskra grunnskóla- barna í alþjóðlegum samanburði með því að íslensku börnin búi yfir meira frumkvæði og athafnaþrá en börn í öðrum löndum eru á villigötum. Sköpunargáfa annarra þjóða í kringum okkur er síst minni en sú sem við búum yfir og í mörgum þeim löndum sem nú eru að rísa í efnahagslegum skilningi mun samfélags- gerðin breytast þannig að frumkvæði og áhættutaka verði verðlaunuð sem skyldi. Menntun er því mikilvægari í samfélaginu okkar en nokkru sinni fyrr. Það gengur því ekki að við búum við það kerfi að kennarar fái ekki laun í samræmi við frammistöðu. Kerfið sem við höfum búið til er í raun þannig að besta leiðin sem kennari hefur til að hækka í launum er að eldast. Kennari sem sinnir starfi sínu illa, og slíkir kennarar eru til, fá sömu laun og kennarar sem leggja sig alla fram. Ekki þarf að hugsa málið lengi til að átta sig á því að þetta er ekki hvetjandi kerfi. Margar leiðir eru til að meta frammistöðu kennara, nýta má mat foreldra, mat nemenda, annarra kennara og skólastjóra. Aðalatriðið er að við eigum að hækka laun kennara en við eigum að hækka góða kennara meira en þá sem lakari eru. Þannig löðum við hæft fólk til að sinna þessu mikilvæga starfi. Við verðum að ná árangri og til þess þurfum við að breyta núverandi kerfi. Góð kjör – góður skóli Grunnskólakennarar í heild fá sannarlega ekki laun í samræmi við frammistöðu. Grunnskólinn snertir líf sérhvers barns og ætti öllum að vera ljóst að kröfurnar sem samfélagið gerir á grunnskólann og þar með grunnskólakennara eru gríðarlegar. Þess vegna skýtur skökku við að það kjaraumhverfi sem grunnskólakennurum hefur verið skapað er fyrir neðan allar hellur. Staða kjaramálanna er á ábyrgð sveitarfélaganna eða samningsvettvangs þeirra, launanefndar sveitarfélaganna en auk þess hefur skapast sú hefð að sveitarstjórnarmenn komi ekki beint að umræðu um kjör kennara. Umræðan er þannig kæfð í einhvers konar samkomulagi um láglaunastefnu gagnvart stéttinni og þar með sérkennilegu samkomulagi um að börnin okkar búi við menntun í skugga óánægju kennara í stórum stíl. Umræðan um grunnlaun kennara og þeirra frumkjör er brýnni en umræða um frammistöðulaun sem yrði þá væntanlega byggð á verulega umdeilanlegu mati. Hvað er frammistaða kennara? Hvernig mælum við hana? Eru það einkunnir nemendanna sem reyndar kennararnir sjálfir gefa eða mat skólastjóranna eða samstarfsfólksins? Nú eða mat kennarans sjálfs? Samræmd próf? Skólahverfi með nemendum sem eru sterkir á svellinu þýða þá hærri laun, eða hvað? Hver á þá að meta frammistöðu nemenda ef einkunnir verða forsenda frammistöðumats kennara? Hvernig á að meta árangur eða frammistöðu kennara sem er með 28 nemendur í stofu þar sem eru tveir með dyslexíu, þrír með athyglisbrest og fjórir sem ekki fengu morgunmat? Það er ljóst að hefðbundnir mælikvarðar hæfnis- launa standast engan veginn vegna flókins eðlis starfsins. Opið og skapandi skólastarf tíðkast í sífellt ríkari mæli og auk þess aukin samvinna og teymis- vinna kennara. Kjör kennara varða ekki einungis kennarana sjálfa og þá sem launin greiða heldur snúast þau ekki síður um að byggja upp gott samfélag fyrir alla. Góð laun kennarastéttarinnar eru ákveðin trygging fyrir jöfnuði og öflugu samfélagi þar sem öll börn eiga kost á góðri grunnmenntun. Því á öruggt og stöðugt kjaraumhverfi kennara að vera baráttumál sam- félagsins í heild. Við Vinstri græn leggjum mikla áherslu á að öll börn eigi að njóta góðrar menntunar hvort sem þau búa við fátækt, félagslega erfiðleika eða fötlun og eða njóta ríkidæmis, öryggis og allsnægta. Frá þeirri kröfu hvikum við ekki undir nokkrum kringum- stæðum. Sterk grunnlaun og örugg kjör grunnskólakennara eru fyrsta skref í þeim leiðangri. Þá en ekki fyrr er hægt að ræða um frekari útfærslur og þá í fullu samráði við skólastjórnendur og kennara. Á að greiða kennurum laun í samræmi við frammistöðu? Auglýsingasími E inn af hápunktum samgönguviku í Reykjavík var alþjóðleg ráðstefna um umhverfisvæna samgöngutækni, þar sem innlendir og erlendir sérfræðingar spáðu í hvernig ná mætti því markmiði að gera að minnsta kosti landsamgöngur óháðar olíu og benzíni. Meðal helztu niðurstaðna ráðstefnunnar var að rafmagn myndi leika æ stærra hlutverk í því að knýja farartæki framtíðarinnar og að Ísland hefði tækifæri til að verða fyrsta landið í heiminum sem gæti orðið nánast óháð jarðefnaeldsneyti. Aðalforsendurnar fyrir því eru að jarðefnaeldsneytisnotkun á Íslandi takmarkast nánast eingöngu við samgöngur og sú innlenda orka sem nægt framboð er af er endurnýjanleg raforka. Sérfræðingar spá því að olíulindir heims verði þurrausnar innan nokkurra áratuga. Það sem ekki síður knýr á um að dregið verði stórlega úr notkun jarðefnaeldsneytis er baráttan gegn gróðurhúsaáhrifunum. Brennsla jarðefnaeldsneytis – kola, olíu og jarðgass – er eins og kunnugt er aðaluppsretta gróðurhúsalofttegunda. Að vísu er losun koltvísýrings miklu meiri frá iðnaði og raforkuframleiðslu en frá bílaumferð í heiminum, en ekki sízt með tilliti til þess að útlit er fyrir að bílum muni fjölga um meira en helming á næstu 20-25 árum – úr um 925 milljónum nú í yfir tvo milljarða – er ljóst að mannkyninu mun lítið verða ágengt í að draga úr losun gróðurhúsalofttegunda nema með því að knýja þennan feiknarlega bílaflota með öðrum orkugjöfum en jarðefnaeldsneyti. Til að bregðast við þessu eru bílaframleiðendur farnir að bjóða upp á bíla knúna umhverfisvænni orkugjöfum. Þeir eru í stórum dráttum þrenns konar – lífrænt eldsneyti, rafmagn og vetni. Þar sem enn hafa ekki orðið nægar framfarir í þróun rafgeymatækninnar til að bílar knúnir rafmagni eingöngu verði samkeppnisfærir – nema þá sem smábílar til innanbæjarsnatts – og vetnis- og efnarafalstæknin er enn skemur á veg komin eru bílar knúnir lífrænu eldsneyti sá valkostur sem bílaframleiðendur hafa hingað til helzt boðið umhverfismeðvituðum bílnotendum. Í Brasilíu eru lífetanólknúnir bílar markaðsráðandi og í Evrópu hefur það eldsneyti, sem framleitt er úr jarðargróðri, sótt hratt á, einkum og sér í lagi í Svíþjóð þar sem stjórnvöld hafa ýtt mjög undir fjölgun etanólbíla. Þótt koltvísýringur losni líka við brennslu lífetanóls þá er sú losun ekki meiri en það magn koltvísýrings sem plönturnar, sem eldsneytið er framleitt úr, höfðu áður síað úr loftinu. Þannig reiknað losnar allt að 80 prósent minni koltvísýringur þegar bíll gengur á E85-eldsneyti (85% etanól, 15% benzín) í stað benzíns. En nýjar rannsóknir draga umhverfisvænleika lífetanóls sem eldsneytis í efa. Í Lundúnablaðinu The Times var í gær greint frá rannsókn þar sem komizt er að þeirri niðurstöðu að þar sem mun meira magn nituroxíðs (N2O) en áður hafði verið talið losnaði við brennslu þess lífetanóls sem nú er á markaðnum (framleiddu úr repju og maís) væru gróðurhúsaáhrif af brennslu þess meiri en benzíns eða dísilolíu. Þetta helgast af því að nituroxíð hefur 296 sinnum meiri gróðurhúsaáhrif í för með sér en koltvísýringur. Hvað sem hæft er í þessu er ljóst að lífetanól getur aldrei komið algerlega í stað benzíns og dísilolíu til að knýja allan bílaflota heimsins. Efasemdir um að etanól sé í raun umhverfisvænt ættu að hvetja bílaframleiðendur enn frekar til dáða að þróa aðrar lausnir. Tækifæri fyrir Ísland
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.