Fréttablaðið - 23.09.2007, Blaðsíða 78

Fréttablaðið - 23.09.2007, Blaðsíða 78
E ru innflytjendabók- menntir í raun og veru til? Á pallinum á bók- menntahátíð gátu þrjú á palli teygt og togað allar hugdettur og komust svo að niður- stöðu – raunverulegar innflytjend- abókmenntir eru ekki til. Sammerkt þeim var að öll sögð- ust nota tungumálið öðru vísi en aðrir höfundar sem á þær tungur skrifa. Fyrsta eða önnur kynslóð nýrra íbúa í nýju landi, skrifa, anda, lifa, skoða og skilgreina með augum gestsins hvort sem sjálfsvitundin hefur aðlagast. Eða viðkomandi áliti sig nýbúa eður ei. Flestir Írar sem við þekkjum sem ameríska höfunda eru innflytjendahöfundar. Innflytjendabókmenntir hljóta að vera til því við erum búin að lesa svo mikið af þeim. Hvað með Sum- arliða Sumarliðason? Hvað með Stephan G? Hvað með bókaflokk Vilhelms Moberg um Vesturfar- ana? Hvað með bækur Böðvars Guðmundssonar? Bara svo ein- hver dæmi séu nefnd. Tungumál er og verður það verkfæri sem hver skrifandi maður hefur til þess að vinna með og það að aðlagast tungumáli í uppvexti eða að læra það sérstaklega síðar meir á ævinni gerir það að verkum að menn velja litina úr kassanum svolítið mismunandi þegar ráðist er í að mála myndina. Hræðslan við að setja einhvers konar merki- miða á listaverk virðist vera alls- ráðandi um þessar mundir. Niður- staða þessarar pallborðsumræðu varð því eitthvað á þá lund að þetta væru bara bókmenntir. Gott og blessað, kannski eru það áhrif heimsvæðingartuggunnar sem klínt er á okkur daglega. Við erum allt í einu komin inn í þorp á landamærum tveggja ríkja og það er bara heima hjá okkur. Við erum komin með svo mikil tæki og tól svo við getum spjallað og bullað og blakað okkur, vitum hvernig allir hafa það og þurfum ekki að skil- greina neitt, nema kannski akkúr- at það að skilgreina allt. Sveit er ekki lengur sveit, borg er ekki lengur borg. Við lifum öll í alheims- þorpi. Hvaða máli skiptir það fyrir fólk sem lendir í róti nýju fólks- flutninganna að það er verið að skrifa um það? Að þetta fólk, hvort heldur er fyrsta eða önnur kynslóð innflytjenda eða farandverkamenn, verður yrkisefni skálda á öðru tungumáli en þeirra eigin? Vangaveltur af þessum toga náðu ekki upp á þetta fína pallborð þar sem aðalumræðan var um merkimiðana, og baráttuna við að hrista þá af sér. Jonas Hassan Khemeri skrifar á sænsku en elst upp á heimili þar sem töluð er jöfnum höndum arab- íska og franska. Hann segist þó í spjalli eftir á vera fyrst og fremst skrifandi á sænsku þó svo að hann beiti stundum fyrir sig hinum mál- unum. Þetta er ungur og fallegur maður sem myndast vel frá öllum hliðum, talar óaðfinnanlegt mál og neitar með öllu að segja nokkuð um sjálfan sig enda álítur hann ekki að hann þurfi að svara nokkru um nokkuð annað en um bókmenntir sínar. Spurður um tungumálaá- rekstra eða árekstra mismunandi hópa í hans heimalandi, svaraði hann aðeins með að lygna aftur augunum og vildi ekki tengja sig við neitt annað en bækurnar sínar. Hvaðan koma hugmyndirnar, hvað varð til þess að hann sló til? Það munaði hársbreidd að hann svaraði spurningunni en dró svo samstund- is svar sitt til baka. Eftir að hafa lesið Ett öga rött sem er fyrri bókin er það mín skoðun að það sé nú svolítil krossgáta að koma þessu tung- umáli hans yfir á íslensku. Sú breyting sem hann lýsir er enn ekki orðin að staðreynd hérlendis og verður líklega allt öðru vísi hér, önnur tungumál eru hér áhrif- ameiri og önnur afstaða til bæði íslenskunnar og útlensku málanna ríkjandi. Pilturinn í sögunni segir frá því að allar útlenskar búðir eða fatnaður sem á rætur að rekja til fjarlægra landa fái forskeytið Tyrkja- eitthvað: Tyrkja-búðin, Tyrkja skórnir, Tyrkja þetta og Tyrkja hitt. Sagt er að hé búi ákveðnir hópar í ákveðnum hverf- um. Þó er það þannig enn að það er innflytjendur Samankomin við pallborð í Norræna húsinu sátu þrír gestir bókmenntahátíðar- innar; Sasa Stanisic sem skrifar á þýsku en er upprunalega frá Bosníu, Marina Lew- ycka sem skrifar á ensku að uppruna frá Úkraínu, og Jónas Khemeri sem skrifar á sænsku um líf innflytjenda í Svíþjóð – sjálfur alinn upp á heimili þar sem tungumál- in voru þrjú, þótt sænska sé hans aðalmál, auk Þórdísar Gísladóttur sem stjórnaði umræðum. BÓKMENNTIR ELÍSABET BREKKAN SKRIFAR FRÉTTABLAÐIÐ/VILHELM
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.