Fréttablaðið - 26.09.2007, Blaðsíða 2

Fréttablaðið - 26.09.2007, Blaðsíða 2
Einar, skilur þú eitthvað í þessu? • Einfaldari skilmálar • Hærri bætur • Lægri eigin áhætta VÍÐTÆKASTA FJÖLSKYLDUTRYGGINGIN Björn Þór Sigbjörnsson hefur verið ráðinn fréttastjóri á Fréttablaðinu. Björn Þór hefur starfað á Fréttablaðinu frá ársbyrjun 2004. Áður starfaði Björn Þór hjá Ríkisútvarpinu. Aðrir frétta- stjórar eru Arndís Þorgeirsdóttir og Kristján Hjálm- arsson en Sigríður Björg Tómasdóttir er á förum í fæðingarorlof. Nýr fréttastjóri Björn Bjarnason dóms- og kirkjumálaráðherra segir að finna megi leiðir til að leysa ágreininginn um yfirráð yfir Norðurpólnum með því að skoða hvernig Íslendingar stóðu að lausn deilumála vegna útfærslu íslensku landhelginnar í 200 mílur og kröf- ur þeirra utan 200 mílnanna. Þetta sagði Björn í erindi, sem hann flutti í gær á ráðstefnu um öryggi og auðlindir á Norðurslóð- um í Tromsö í Noregi. Norska rannsóknarstofnunin um varnar- mál efndi til ráðstefnunnar með þátttöku ræðumanna frá Noregi, Íslandi, Kanada, Bandaríkjunum, Danmörku og Rússlandi. Björn vísar sérstaklega í sam- komulag milli Íslands, Noregs, Danmerkur og Færeyja um skipt- ingu landgrunnsins utan 200 mílna landhelgi, sem hann segir líklega eina samkomulag sinnar tegundar í heiminum. Ráðherrann lýsti enn fremur þróun öryggismála á Íslandi og hvernig aðstæður væru að breyt- ast með fjölgun skipa með olíu- og gas frá Barentshafi til Norður- Ameríku. Taldi hann að vinna bæri að því að ríki við Norður-Atlants- haf ykju samvinnu við landhelgis- gæslu, leit og björgun. Auk dóms- og kirkjumálaráð- herra eru Valur Ingimundarson, prófessor við Háskóla Íslands, og Ásgrímur L. Ásgrímsson, yfir- maður Vaktstöðvar siglinga hjá Landhelgisgæslunni, íslenskir fyr- irlesarar á ráðstefnunni. „Yngsta starfsfólkið okkar er fætt árið 1993 og er fjórtán ára. Þau eru aðallega í afgreiðslustörf- um,“ segir Bjarni Sigurðsson, verslunarstjóri í Bónus á Egils- stöðum. Hann segir börnin einnig sinna öðrum tilfallandi störfum í búðinni en séu aðallega á afgreiðslukassa, á fjögurra til sex klukkustunda vöktum, þriðju hverja helgi. „Krakkarnir sem fæddir eru árið 1993 eru á bilinu átta til tíu talsins. Ég myndi segja að þau væru rúmlega helmingur hópsins sem mannar aukavaktirn- ar hjá okkur.“ Gylfi Már Guðjónsson, umdæm- isstjóri hjá Vinnueftirlitinu, segir það ekki leyft af hálfu Vinnueftir- litsins að börn yngri en fimmtán ára vinni á afgreiðslukassa. „Meginreglan er að þau séu varin fyrir utanaðkomandi áreiti og lík- amlegum og andlegum þroska barnanna sé ekki ofboðið.“ Gylfi segir ábendingum til eftirlitsins fjölga á vorin þegar krakkar koma til vinnu en annars sé það breyti- legt og komi í bylgjum. „Við höfum rætt við starfsmannastjóra þess- ara stærri verslunarkeðja og mér finnst vera vaxandi skilningur á því að hafa þessa hluti í lagi.“ Í IKEA eru dæmi þess að fjór- tán ára börn starfi á afgreiðslu- kössum. Elsa Heimisdóttir er starfsmannastjóri IKEA á Íslandi. „Við erum með þrjá starfsmenn sem eru fjórtán ára. Þetta eru allt börn yfirmanna hérna og því eru þau tekin inn,“ segir Elsa. Hún segir þessa þrjá starfsmenn vera undantekningu og þeir séu ein- ungis í starfi þegar foreldrar þeirra séu að vinna. „Börnin eru ráðin inn í barnapössunina hjá okkur og á kerrusvæðið við að tína rusl og ná í kerrur. Þau hafa í undantekningartilfellum farið á [afgreiðslu]kassa þegar mikil mannekla var hjá okkur. Ekki er þó um þessa tilhögun að ræða lengur,“ segir Elsa. Hún bendir á að í þeim tilfellum sem börnin hafi verið á afgreiðslukössunum hafi vaktstjóri fylgst með þeim og þau ekki borið ábyrgð á afgreiðslu- kössunum. Unglingar hlaupa í skarðið í manneklu Dæmi eru um að fjórtán ára gömul börn vinni á afgreiðslukössum í Bónus og IKEA. Brot á reglugerð um vinnu barna og unglinga segir umdæmisstjóri Vinnueftirlitsins. Gert vegna manneklu segir starfsmannastjóri IKEA. „Þau taka þessu eins og hverri annarri gleði og hlæja bara ef einhver segir eitthvað vitlaust,“ segir Sigríður Stephensen, leikskólastjóri á Mánagarði við Eggertsgötu í Reykjavík. Á Mánagarði eru fjórir erlendir starfsmenn í þremur stöðugildum. Starfsmennirnir, sem eru fjórar konur, eru frá Þýskalandi, Póllandi og Írlandi. Sú írska og önnur þýsku kvennana tala íslensku. „Þetta eru vandaðar stelpur og allar af vilja gerðar.“ Sigríður segir samskiptin á milli útlensku starfs- mannanna og barnanna ganga vel. „Börnin eru ekki eins fordómafull og við fullorðna fólkið.“ Hún segir umræðuna um manneklu of oft hugsaða út frá sjónarmiðum fullorðinna. „Þetta truflar börnin ekki á meðan einhver sinnir þeim í leik og starfi. Og þeim er sama hvort viðkomandi er frá Póllandi, Litháen, Lettlandi eða Írlandi. Þau líta á þetta sem ævintýri. Að sama skapi verður starfsmaðurinn auðvitað að vera opinn og gefandi og þá er sama hverrar þjóðar hann er.“ Sigríður segir að útlensku starfsmennirnir séu aldrei einir með börnunum og þeim gangi vel að gera sig skiljanlega. Börnin eru ekki eins fordóma- full og fullorðna fólkið Á mánudaginn hættu tveir ráðherrar í ríkis- stjórn Rússlands, ráðherra efnahagsmála og ráðherra heilbrigðismála, og aðrir tveir tóku við í staðinn. Eftir að Viktor Súbkov tók við forsætisráðherraembætti Rússlands í síðustu viku var almennt búist við frekari breytingum á ráðherraskipan stjórnarinnar. Breytingarnar eru þó minni en búist var við, og virðast ekki hafa mikið að segja. Ólíklegt þykir að veruleg stefnubreyting verði hjá stjórn- inni fyrir þingkosningarnar í desember. Breytingarnar ekki miklar Heimamenn í Skagafirði reikna með mikilli ásókn íslenskra og erlendra gesta í að komast í göngur fyrir stóðréttir í Deildardal um næstu helgi. Að því er segir á vefsetri Skagafjarð- ar hefur verið mikil eftirspurn eftir því að fara í Deildardalinn og að búist sé við metþátttöku gesta. Réttarstörfin hefjast klukkan eitt á föstudaginn og lofað er miklu fjöri á Hofsósi og nágrenni alla helgina. Hámarkið verður stóðréttadansleikur á laugardagskvöld. Metfjöldi vill smala hestum Ólafur Ragnar Grímsson, forseti Íslands, mætir í dag í yfirheyrslu hjá orkunefnd öldungadeildar Bandaríkjaþings. Nefndin hefur áhuga á að spyrja hann út í nýtingu jarðhita hér á landi. Nefndin efnir til þessarar vitnaleiðslu í tengslum við frumvarp um stórfellda eflingu á nýtingu jarðhita í Bandaríkjunum. Vitnaleiðslur af þessu tagi eru reglubundinn þáttur í stefnumótun og löggjafarstarfi Bandaríkja- þings. Þorkell Helgason orkumálastjóri er forsetanum til fulltingis við vitnaleiðsluna. Í gær flutti Ólafur Ragnar enn fremur opnunarfyrirlestur í nýrri röð fyrirlestra við Harvard- háskóla í Boston. Efni fyrirlestra- raðarinnar er Framtíð orkunnar. Yfirheyrður um nýtingu jarðhita Interpol rannsakar nú mynd sem talin er sýna Madeleine McCann, bresku stúlkuna sem hvarf í Portúgal í maí síðastliðn- um. Myndin er tekin af spænskum ferðamönnum í Marokkó, og sýnir konu bera ljóshærða stúlku á baki sínu, og þykir hún líkjast Madel- eine töluvert. Samkvæmt fréttavef The Daily Telegraph í Bretlandi er ljósmynd- arinn fullviss um að um týndu stúlkuna sé að ræða. Myndin var afhent spænskum lögregluyfir- völdum sem áframsendu hana til Interpol. Þetta er í fjórða skiptið sem Madeleine er sögð hafa sést í Marokkó. Telja sig hafa fundið Maddie

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.