Fréttablaðið - 26.09.2007, Blaðsíða 10

Fréttablaðið - 26.09.2007, Blaðsíða 10
„Hermann Jónasson ... telst vera faðir Lúðvíks Gizurar- sonar.“ Svo segir í dómsorði Héraðs- dóms Reykjavíkur frá því fyrr í þessum mánuði. Þar með er bundinn endi á áralanga baráttu Lúðvíks Gizurar- sonar hæsta- réttarlögmanns fyrir því að fá faðerni sitt staðfest. Sannað hafði verið með rannsóknum á lífsýnum að Gizur Bergsteinsson gat ekki verið blóðfaðir Lúðvíks, sem höfðaði mál til staðfestingar því að Hermann Jónasson, fyrrverandi forsætisráð- herra, væri faðir sinn. Niðurstaða úr DNA-rannsókn sýndi að 99,9 prósenta líkur væru á að svo væri. Lúðvík er sonur Hermanns Ekki er búið að taka ákvörðun um það ennþá hvort Íslendingurinn sem er í haldi lögreglunnar í Færeyjum verði fram- seldur hingað til lands, í tengslum við rannsókn lögreglu á Pólstjörnumálinu svokallaða. „Það fara menn frá okkur til Færeyja til þess að vinna við skýrslutökur og eftir það verður tekin ákvörðun um hvað sé best að gera. Meira get ég ekki sagt um þetta að svo stöddu,“ sagði Friðrik Smári Björgvins- son, yfirmaður rannsóknardeildar lögreglu höfuðborgarsvæðisins í gær. Málið hófst á fimmtudaginn þegar rúmlega 60 kíló af eiturlyfjum; 1.800 e-töflur, fjórtán kíló af e-töfludufti og 45 kíló af amfetamín- dufti, voru gerð upptæk í skútu í Fáskrúðs- fjarðarhöfn. Rannsókn lögreglu hér á landi og erlendis hafði þá staðið yfir síðan í fyrra. Guðbjarni Traustason og Alvar Óskarsson, sem báðir eru 25 ára, voru handteknir um borð í skútunni en Bjarni Hrafnkelsson, 35 ára, og Einar Jökull Einarsson, 27 ára, voru handteknir á heimilum sínum á höfuðborgar- svæðinu. Þessir fjórir menn hafa verið úrskurðaðir í gæsluvarðhald til 18. október líkt og Íslendingurinn í Færeyjum, sem handtekinn var með tvö kíló af amfetamíni í fórum sínum í nágrenni Þórshafnar, höfuðstaðar Færeyja. Samkvæmt heimildum Fréttablaðsins neitaði Guðbjarni með öllu að tjá sig þegar lögreglan ætlaði að taka skýrslu af honum á laugardag þar sem Brynjar Níelsson, lögmaður hans, var ekki á landinu. Lögreglan hefur undanfarna daga yfirheyrt Bjarna Hrafnkelsson, sem grunaður er um að hafa skipulagt og fjármagnað fíkniefnakaup- in, auk þess að hafa pakkað efnunum erlendis fyrir flutninginn hingað. Þá hafa yfirheyrslur yfir öðrum sem eru í haldi, meðal annars Einari Jökli Einarssyni, staðið yfir undan- farna daga en lögreglan verst allra frekari frétta af rannsókn málsins. Eins og áður hefur verið greint frá neita bæði Bjarni og Einar Jökull sök. Lögreglan hefur til þessa varist allra frétta af því hvaða þætti málsins þýsk og hollensk lögregluyfirvöld hafa verið að rannsaka með íslenskum lögreglumönnum. Samkvæmt heimildum Fréttablaðsins er efnið sem flutt var hingað til lands talið vera upprunnið, það er keypt, í þessum tveimur löndum. Skýrslutökur yfir einum sakborninga ekki hafnar Lögreglan er ekki farin að yfirheyra Guðbjarna Traustason, annan þeirra sem handteknir voru um borð í skútu í Fáskrúðsfjarðarhöfn. Hann neitaði með öllu að tjá sig að lögmanni sínum fjarstöddum. Forseti Íslands, Ólafur Ragnar Grímsson, tók á sunnudag við verðlaunum fyrir forystu á alþjóðavettvangi í baráttunni gegn loftslagsbreytingum og fyrir að stuðla að nýrri sýn á nýtingu hreinnar orku. Verðlaunin voru veitt í New York af Louise T. Blouin-stofnun- inni, sem helguð er þörfinni á nýrri forystu í alþjóðamálum. Það voru Louise T. Blouin og Elie Wiesel, handhafi friðarverðlauna Nóbels, sem afhentu verðlaunin. Verðlaunin hafa áður fallið Bill Clinton og Abdullah öðrum Jórdaníukonungi í skaut. Þá tók forsetinn þátt í hringborðsum- ræðum um loftslagsmál. Forsetinn fékk forystuverðlaun Ungmenni af erlendum uppruna héldu málþing um framtíð sína í nýju landi og vörpuðu fram þeirri spurningu hvort þau væru Íslendingar. Þau vörpuðu ýmist spaugilegri sýn á íslenskar venjur eða gagnrýndu það sem betur mætti fara. Andrúmsloftið var jákvætt og var ætlunin að benda á jákvæðar hliðar þess að útlendingar búi á Íslandi. Ungmennin vilja svo sannarlega læra, en líka kenna og leggja til samfélagsins. Julie Sif Sigurðardóttir er hálf frönsk og hálf íslensk. Hún flutti til Íslands þegar hún var fjórtán ára gömul og hefur því verið hér í átta ár. „Málþingið átti að endurspegla sjónarmið ólíks fólks. Ég fjallaði meðal annars um trúna, þar sem ég tók upp íslamstrú fyrir ári,“ segir Julie. „Spurningin sem við spyrjum okkur er hvort við viljum vera Íslendingar og hvað þurfi til þess að vera Íslendingur. Er ég til dæmis minni Íslendingum nú en áður en ég gerðist múslimi?“ segir Julie. „Ég vil vera Mexíkói en heimilið mitt er hér. Ég tek því það besta úr báðum menning- arheimum og útkoman verður mjög góð,“ segir Raúl Saenz, en hann kom til Íslands fyrir einu og hálfu ári eftir að hafa kynnst Íslendingi þegar hann var skiptinemi í Taílandi. Hann vinnur nú sem túlkur hjá Alþjóðahúsi. Þótt jákvæðni hafi ráðið ríkjum var gagnrýnin sem fram kom á fundinum oft hörð. Frummælendur og þátttakendur höfðu sögur að segja af launamisrétti, fordómum, baráttu við að komast inn í skólakerfið og skorti á upplýsingum. Heilræði ungmennanna til annarra útlend- inga var að ætlast ekki til þess að Íslendingar aðlöguðust þeim, heldur væri það þeirra ábyrgð að aðlagast Íslandi. Íslendingar fengu skilaboðin; Landið ykkar er frábært, brosið og bjóðið góðan dag á móti. - Vilja læra af samfélaginu og leggja því lið Tæplega fertugur karlmaður hefur verið ákærður fyrir Héraðsdómi Reykjavíkur fyrir grófa líkamsárás á fyrrver- andi sambýliskonu sína. Hann slasaði hana meðal annars með því að ýta strauborði í andlit hennar. Árásin átti sér stað í ágúst á síðasta ári. Maðurinn veittist að konunni, sem er rúmlega tvítug, sló hana margsinnis í höfuð og andlit og tók utan um háls hennar þannig að hún mssti andann. Í kjölfarið sló hann hana með krepptum hnefa í andlitið og greip svo skömmu síðar til strauborðs- ins. Konan hlaut skurð og fleiri áverka í andliti. Slasaði konu með strauborði Þýðingastofan Skjal hefur kvartað til Samkeppnis- eftirlitsins vegna þátttöku Alþjóða- húss í útboði Ríkiskaupa vegna túlka- og þýðingarþjónustu fyrir opinber fyrirtæki og stofnanir. Telja forsvarsmenn Skjals að ástæða sé til að ætla að Alþjóðahús niðurgreiði þessa þjónustu með styrkjum sem það fái frá ríki og sveitarfélögum. Það bitni á þýð- endum á markaði. Einar Skúlason, framkvæmda- stjóri Alþjóðahúss, vísar ásökun- unum á bug. „Það hefur dregið úr styrkjum til okkar þó að ásóknin í þjónustu Alþjóðahúss hafi aukist. Við höfum því verið að leita allra leiða til að verða okkur úti um tekjur og meðal annars fengið þær í gegnum þýðingar og því hefur þjónustan ekki verið niðurgreidd,“ segir hann. Auk þess bendir Einar á að þjónustu- samningar við sveitarfélög kveði á um að Alþjóðahúsið veiti túlka- og þýðingaþjónustu. Hann segir 25 prósent tekna Alþjóðahússins fengnar með opinberum styrkjum, afgangur- inn sé af þjónustu sem þar sé veitt. Í bókhaldi sé aðskilið þar á milli. Sex aðilar sendu inn tilboð í útboð Ríkiskaupa og eru þau nú til skoðunar. Þá bendir Einar á að Alþjóðahús sé ekki einkahlutafélag í eigu Reykjavíkurdeildar Rauða kross- ins eins og komi fram í kvörtun Skjals heldur félag í eigu sjálfseig narstofnunarinnar Kosmos.

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.