Fréttablaðið - 26.09.2007, Blaðsíða 38

Fréttablaðið - 26.09.2007, Blaðsíða 38
Tískufrömuðir hafa nú slegið upp tjöldum í Mílanóborg, sem er nú undirlögð sýningarpöllum á tísku- viku. Sýningu Cristophers Baily fyrir Burberry Prorsum var afar vel tekið, sýning Just Cavalli var litaglöð með eindæmum, en Enrico Coveri horfði til „pin-up“- stúlknanna. Gucci, Prada, Versace og Pucci eru á meðal þeirra stóru nafna sem enn eiga eftir að leggja línurnar fyrir kom- andi vor og sumar í Mílanó. „Sumir bloggarar sögðu að ég hefði aflýst tónleik- unum vegna þess að ég var með timburmenn. Þeir höfðu rétt fyrir sér.“ „Mér var full alvara með þessu sambandi. Hún var sú eina sanna og fyrsta ástin mín. Ég gat ekki hugsað mér að vera með nokkurri annarri.“ „Hugmyndin er að kynna sér ástandið í þessu stríðshrjáða landi af eigin raun. Við munum líka fylgjast með endalokum á þátttöku okkar í hernaðar- og uppbygging- arstarfi hins sameinaða herafla,“ segir fréttamaðurinn Kristinn Hrafnsson sem er floginn áleiðis til Íraks. Með í för er framleiðand- inn Ingi R. Ingason en saman hyggjast þeir hitta íslenska friðar- gæsluliðann Herdísi Sigurgríms- dóttur og fylgjast með síðustu dögum hennar í starfi upplýsinga- fulltrúa Nato. Afraksturinn verður sýndur í fréttaskýringaþættinum Kompási á Stöð 2 í næsta mánuði. Kristinn harðneitar því að vera smeykur. „Nei, nei. Ingi hefur reynslu af því að vera í Írak áður og sjálfur hef ég verið í Kabúl í Afganistan svo við vitum alveg hvað má og hvað á að varast.“ Kristinn og Ingi verða undir vernd- arvæng bandarískra hermanna hluta ferðarinnar. Kristinn segir þó meira en líklegt að þeir fari eitt- hvað út fyrir hið örugga umhverfi Græna svæðisins. „Já, við förum væntanlega eitthvað út fyrir.“ „Við vorum heppin að sleppa svona vel. Hættan var mikil því við sáum bílinn aldrei koma.“ Bónus-vinningur 26 milljónir Alltaf á mi›vikudögum! 70 50 120 1. vinningur MILLJÓNIR Fá›u flér mi›a fyrir kl. 16 í dag e›a taktu sén s á a› missa af flessu ! RISA BÓNUSPOTTUR! E N N E M M / S ÍA / N M 2 9 7 4 0 Potturinn stefnir í 50 milljónir. Ofurpotturinn stefnir í 70 milljónir og bónusvinningurinn í 26 milljónir. Ekki gleyma að vera með, nældu þér í áskrift.

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.