Fréttablaðið - 26.09.2007, Blaðsíða 16

Fréttablaðið - 26.09.2007, Blaðsíða 16
„Ég reyni að lifa venjulegu lífi enda held ég að flest börn vilji venjulega foreldra. Þau hafa engan áhuga á því hversu frægir eða mikilvæg- ir foreldrar þeirra eru. Þau vilja bara að þeir séu eins og hinar mömmurnar og pabbarnir.“ Evrópski tungumáladagurinn er hald- inn hátíðlegur víða um álfuna í dag. Dagurinn var fyrst haldinn hátíðlegur á evrópska tungumálaárinu árið 2001 og í kjölfarið lýsti Evrópuráðið, með stuðningi Evrópusambandsins, yfir að 26. september ár hvert yrði tileinkaður tungumálum Evrópu. „Stofnun í erlendum tungumálum breyttist í Stofnun Vigdísar Finnboga- dóttur sama ár og evrópska tungumála- árið var haldið. Síðan hefur stofnunin haldið upp á daginn með einhverjum hætti,“ segir Laufey Erla Jónsdóttir, verkefnastjóri hjá Stofnun Vigdísar Finnbogadóttur. Að þessu sinni er í boði hátíðardag- skrá í hátíðarsal Háskóla Íslands þar sem brugðið verður upp svipmynd frá ýmsum Evrópulöndum. Nemendur í ís- lensku fyrir erlenda nema við Háskóla Íslands munu þátt í dagskránni. „Nemendur frá Evrópulöndum eins og Danmörku, Bretlandi, Þýskalandi, Spáni, Úkraínu og Póllandi munu segja stuttlega frá sínu föðurlandi í máli og myndum. Einnig munu þeir lesa ljóð á eigin tungumáli,“ segir Laufey og bætir við: „Þetta er bæði fólk sem hefur búið lengi á Íslandi og nemendur sem koma gagngert til landsins til að læra ís- lensku.“ Tungumálakunnátta er almennt mjög góð á Íslandi að sögn Laufeyjar. Hún segir jafnframt nýjar niðurstöður kannana sýna að tæp fimmtíu prósent íbúa í ríkjum Evrópusambandsins telji sig ekki kunna annað tungumál en sitt eigið móðurmál. „Við höfum ákveðna sérstöðu hér- lendis því langflestir búa yfir góðri tungumálakunnáttu og kunna fleiri en eitt tungumál. Enda lærum við tvö ef ekki þrjú erlend tungumál í grunn- og framhaldsskóla svo ég myndi segja að tungumálakunnátta hérlendis sé miklu betri en í mörgum öðrum Evrópulönd- um,“ segir Laufey Erla. Hún segir enn fremur að markmiðið með deginum sé fyrst og fremst að vekja athygli á hinum ýmsu tungumálum sem töluð eru í Evrópu og vekja fólk til vitundar um menningarlegan fjölbreytileika. „Dagurinn hefur heilmikið að segja. Við viljum gjarnan vekja athygli á því hversu mikilvægt það er að hafa gott vald á eigin tungumáli og annarra. Ekki síst í dag í fjölmenningarlegu samfélagi,“ segir Laufey Erla. Víða um Evrópu er dagurinn hald- inn hátíðlegur og Laufey Erla segist vonast til að sjá sem flesta í Hátíðar- sal Háskólans. „Dagskráin hefst klukk- an rúmlega tólf og stendur til eitt, svo það er upplagt fyrir fólk að skreppa í hádegishléinu sínu,“ segir Laufey Erla. Nánari upplýsingar á www.hi.is og www.vigdis.hi.is. Kristján IX afhjúpaður Móðir okkar, tengdamóðir, amma og langamma, Guðrún Ívarsdóttir andaðist á líknardeild Landspítala Landakoti laugar- daginn 22. september. Útförin verður auglýst síðar. Sverrir Sighvatsson Kristín Þórðardóttir Haukur Sighvatsson Valgerður Sigurðardóttir Svanlaug Sighvatsdóttir Erla Sighvatsdóttir Sævar Hallgrímsson Sigurður Sighvatsson Þóra Helgadóttir Hilmar Sighvatsson Bryndís Hreinsdóttir barnabörn og barnabarnabörn Innilegar þakkir færum við öllum þeim sem sýndu samúð og hlýhug vegna andláts og útfarar elskulegrar eiginkonu, móður, tengdamóður, ömmu og langömmu, Jónu Björnsdóttur Núpalind 6, Kópavogi, áður Vorsabæ 9, Reykjavík. Gylfi Einarsson Einar Gylfason Sigríður Magnúsdóttir Margrét Gylfadóttir Peter Stegemann Björgvin Gylfason Guðný Inga Þórisdóttir ömmu- og langömmubörn. Okkar ástkæri Guðbjartur Guðmundsson Árskógum 6, Reykjavík, sem lést þriðjudaginn 18. september verður jarðsung- inn frá Bústaðakirkju fimmtudaginn 27. september kl. 13.00. Blóm og kransar vinsamlega afþakkaðir en þeim sem vilja minnast hans er bent á líknarfélög. Linda Guðbjartsdóttir Magnús Ársælsson Steinunn Hlín Guðbjartsdóttir Erlendur Magnússon Pétur Guðbjartsson Birna Margrét Guðjónsdóttir Jónina Guðbjartsdóttir Kolbeinn Ágústsson barnabörn og barnabarnabörn, Anna Kristín Linnet 60 ára afmæli Kristín Ólafsdóttir amma, mamma, forstjóri, garðagræðir og handverkskona. Bestu óskir á afmælisdaginn. Börn og barnabörn. Okkar ástkæri Árni Eyjólfsson Vaðlaseli 6, 109 Reykjavík, lést af slysförum hinn 19. september. Jarðarförin verður auglýst síðar. Þórunn Ólöf Sigurðardóttir Sigríður Anna Árnadóttir Gísli Sigurjón Brynjólfsson Eyjólfur Árnason Arnhildur Eva Steinþórsdóttir Birna Hrund Árnadóttir Finnur Darri Gíslason Kristófer Blær Jóhannsson Eyjólfur Árnason og systkini hins látna. Útfararþjónustan ehf. Stofnað 1990 Símar: 567 9110 & 893 8638 www.utfarir.is • runar@utfarir.is Alhliða útfararþjónusta Rúnar Geirmundsson Sigurður Rúnarsson Elís Rúnarsson Þorbergur Þórðarson Elskuleg móðir okkar, tengdamóðir, amma, langamma og systir, Guðrún Jóhanna Andrésdóttir Norðdahl frá Hamri, lést fimmtudaginn 20. september á dvalar- og hjúkr- unarheimilinu Grund í Reykjavík. Útförin fer fram frá Dómkirkjunni í Reykjavík, miðvikudaginn 26. september kl. 11.00. Blóm og kransar eru vinsamlega afþakkaðir en þeim sem vildu minnast hennar er bent á Barnaspítala Hringsins. Hreggviður Norðdahl Svava H. Guðmundsdóttir Svala Norðdahl Hrönn Norðdahl Elís Rúnar Víglundsson Magnús M. Norðdahl Elín Jónasdóttir barnabörn, barnabarnabörn og systkin.

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.