Fréttablaðið - 26.09.2007, Blaðsíða 19

Fréttablaðið - 26.09.2007, Blaðsíða 19
Fleira er hægt að gera á Spáni en stunda sólböð, sjó- og skipulagðar skoðunarferðir. Lífskúnstnerinn Signý Páls- dóttir lét draumana rætast, dreif sig á vikunámskeið í spænsku og tónlistarhátíð í leiðinni. „Ég var eina viku í Granada á Suður- Spáni nú í júlí og það var hápunktur góðs sumars hjá mér,“ segir Signý brosandi og heldur áfram. „Þar sameinaði ég það sem mig langaði mest, að læra spænsku, vera samvistum við dóttur mína og tengdason og njóta tónlistar á hverjum degi.“ Signý segir tengdasoninn Javier Jáuregui hafa átt hugmyndina að þessari ferð en hann og Guðrún Jóhanna Ólafsdóttir, dóttir Signýjar, búa á Spáni. „Javier var einn af skipuleggjendum alþjóðlegu tónlistarhátíðarinnar Interpretación de la Canción Espanola í Granada. Hún snerist um túlkun spænska söngsins og gaf þátttakendum og áhangendum þeirra kost á ótal námskeiðum. Ég skráði mig í krefjandi spænskunámskeið sem þýddi sex klukkustundir á dag og lærði meira en ég hefði trúað fyrirfram. Sambýlismaðurinn gerði grín að mér þegar ég kom heim og sagði að ég væri kominn með spænskan hreim!“ Signý kveðst hafa notið þess að ganga um götur borgarinnar og skoða arfleifð máramenningarinnar, meðal annars á leið sinni í skólann Castila sem er í gömlu húsi í Albacin- hverfinu. „Þau heita Carmen svona hús í Andalúsíu sem byggð eru kringum garð,“ útskýrir hún og lýsir líka deginum eftir skóla. „Ég hitti dóttur mína um hálf þrjú leytið ef hún var laus en hún kenndi söng á hátíðinni. Oft borðuðum við góða máltíð saman undir berum himni og fengum okkur svo síestu sem gerði það að verkum að ég fékk eiginlega tvo daga út úr hverjum einum því ég vaknaði endurnærð eftir korterssvefn og langaði bara aftur í skólann. Síðdegis hafði ég úr mörgu að velja á tónlistarsviðinu ef ég var ekki að skoða eitthvað merkilegt og á kvöldin eftir tónleika var farið aftur út að borða því Spánverjar leggja mikið upp úr mat. Af því að ég var þarna með dóttur og tengdasyni var mér boðið heim til þekktra tónlistarmanna sem búa í Granada. Einnig fór ég í hella og sá þar flottan flamengódans. Allt var þetta ævintýri líkast.“ Tveir góðir dagar úr hverjum einum KAUPMANNAHÖFN – LA VILLA Heimagisting á besta stað í bænum. Býður alla Íslendinga velkomna. Geymið auglýsinguna. www.lavilla.dk. S.0045 3297 5530. GSM. 0045 2848 8905 MasterCard Mundu ferðaávísunina! Auglýsingasími – Mest lesið

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.