Fréttablaðið - 26.09.2007, Blaðsíða 17

Fréttablaðið - 26.09.2007, Blaðsíða 17
Ilmandi kaffibolli á veröndinni. Útsýni yfir gamalt spænskt fjallaþorp. Merlandi máni á Miðjarðarhafinu. Hoppandi gleði yfir lágum matarreikningi vikunnar. Sól, hvíld og friður; í eigin húsi við ströndina. Ekkert lát er á aðdráttarafli Spánar á íslenska sól- dýrkendur. „Ætli við séum ekki búin að fara tíu sinnum á árinu, í samtals tíu vikur. Það er einfaldlega dásam- legt að eiga sitt heimili á Spáni, fara út með morgun- kaffið á veröndina, finna ilm af blómum og lifa innan um sitt innbú þegar degi hallar. Það skemmti- legasta sem við gerum er að versla til heimilisins því það er svo yndislegt að opna budduna þegar reikningurinn er lágur. Ég er með sumarföt tilbúin úti og ekkert annað að gera en stökkva um borð í flugvélina,“ segir Petrína Ólafsdóttir sem á sitt annað heimili í Campoamor í tíu mínútna fjarlægð frá Torrevieja. „Æ fleiri láta drauma sína rætast í fallegri fast- eign á Spáni. Nú er hægt að fara þangað á lágt verð allan ársins hring og þeir eru margir sem vilja eiga þar heimili að heiman. Á Spáni er ódýrt að lifa, veðurfar yndislegt, eins og menning Spánverja og þjóðin sjálf,“ segir Petrína sem ásamt Svanþóri Þorbjörnssyni, eiginmanni sínum, rekur útibú bSpain á Íslandi, en bSpain er með virtustu fast- eignasölum Spánar og dótturfyrirtæki Grupo Mahersol sem starfað hefur í byggingariðnaði á Spáni við góðan orðstír frá 1966. „Það skiptir miklu að rasa ekki um ráð fram þegar maður kaupir sér fasteign á Spáni. Eignin verður að vera þannig staðsett að hún mæti kröfum manns og draumum. Fólk verður að vera meðvitað um hvar það kaupir og möguleika á endursölu. Ef kaupandi ætlar að flytjast búferlum finnum við stað þar sem fólk hefur líka vetursetu í stað þess að selja eignir í bæjum sem breytast í draugaþorp á vetrum,“ segir Petrína og bætir við að íbúðir í skýjakljúfum Benidorm séu vinsæll kostur fyrir þá sem vilja leigja út frá sér. „Þetta eru milliliðalaus viðskipti sem þýðir að engar tafir eru á afgreiðslu því sá sem byggir kapp- kostar að þjónusta kaupendur sína sem best. Mest seljum við af raðhúsum, en einnig mikið af nýjum íbúðum og ávallt mjög fallegar eignir,“ segir Petr- ína um framboð fasteigna bSpain á landsvæðinu norðan við Benidorm og alla leið suður til Almería, þar sem uppbygging er nýhafin við fallegar strend- ur og mikla náttúrufegurð. „bSpain hefur söluskrifstofur í sjö löndum og selur fasteignir beint af byggingaraðila sem veitir tíu ára ábyrgð á eignum. Bankar spá 17 prósenta verðhækkun á þessum fasteignum næstu tvö árin svo fjárfestingin er góð,“ segir Petrína, en Maher- sol rekur einnig húsgagnaverslanir og sér um að útvega öll húsgögn fyrir afhendingu. Hægt að skoða söluskrá á www.bspain.com. Draumarnir rætast PUMA GERVIGRASBUXURVerð áður: 3.990 Stærðir: 116–164 Vesturlandsvegur Reykjavík Mosfellsbær Húsasmiðj an Nóatún Toppskórinn Margt Smátt Vínlandsleið Sport Outlet Vínlandsleið 2–4, efri hæð Grafarholt Er skiptinemadvöl eitthva› fyrir flig? Fjölmörg lönd í bo›i. Ársdvöl, hálfsársdvöl, 3 mána›a dvöl og 4-6 vikna dvöl. Haf›u samband!

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.