Fréttablaðið - 26.09.2007, Blaðsíða 4

Fréttablaðið - 26.09.2007, Blaðsíða 4
 „Helstu niðurstöðurnar eru þær að einelti og hópamyndun virðist vera hluti af daglegu lífi framhaldsskólanemenda,“ segir Arnheiður Gígja Guðmundsdóttir, náms- og starfsráðgjafi, um rann- sókn sem hún gerði nýlega á birt- ingarmyndum eineltis í fram- haldsskólum. Að sögn Arnheiðar er vanda- málið dulið en afleiðingarnar alvar- legar. Þær birtist meðal annars í hræðslu, einmanaleika, kvíða, einbeitingarskorti, brotthvarfi úr skóla og sjálfsvígstilraunum. Niðurstöðurnar eru birtar í síðasta tölublaði tímarits Kennara- háskóla Íslands. Þær segir Arn- heiður gefa til kynna að rannsaka þurfi einelti og félagslega hegðun framhaldsskólanemanda nánar og byggja upp heildstæða forvarnar- og meðferðaráætlun gegn einelti, rétt eins og gert hefur verið innan grunnskólanna. Slíkt starf er þegar hafið í framhaldsskólanum Flensborg í Hafnarfirði. „Það er ekki spurning um að einelti á sér stað í framhaldsskól- um rétt eins og í grunnskólum. Hins vegar er mikið minna um það rætt,“ segir Bryndís Jóna Jóns- dóttir, námsráðgjafi í Flensborg. Hún segist ekki vita til þess að fleiri framhaldsskólar hafi gert slíkt hið sama en telur ekki vanþörf á að svo verði gert. Aðgerðaráætlunina segir Bryndís mikið til byggða á rann- sókn Arnheiðar. Fyrsta skrefið sé að geta skilgreint einelti og sjá til þess að við því sé brugðist með viðeigandi hætti. Málið sé þó flókið þar sem þolendur eineltis eigi oft erfitt með að leita sér aðstoðar af ótta við að vandamálið versni enn frekar við það. Ástæðuna fyrir því að einelti í framhaldsskólum er meira dulið en í grunnskólum segir Arnheiður vera þá að líkamlegt ofbeldi sé þar óalgengara. Þeim mun meira sé þó um hunsun og tæknivætt einelti. „Tölvuheimurinn gerir fólki kleift að fela sig bak við tæki og nafn- leysi. Þannig er það tilbúið til að láta ýmislegt út úr sér um annað fólk sem það myndi ekki gera þyrfti það að standa auglitis við viðkomandi manneskju,“ segir hún. Þá bendir hún á að þolandi tæknivædds eineltis sé varnarlaus þar sem hann geti orðið fyrir árás- um hvar sem er og hvenær sem er, svo sem í gegnum tölvupóst og símaskilaboð. Einelti er vandamál í framhaldsskólum Einelti í framhaldsskólum virðist dulið en algengt vandamál samkvæmt rannsókn- um Arnheiðar Gígju Guðmundsdóttur náms- og starfsráðgjafa. Hún segir afleið- ingarnar alvarlegar. Flensborgarskóli ætlar að bregðast við niðurstöðunum. Ingibjörg Sólrún Gísladóttir utanríkisráðherra flutti ræðu á sérlegu þingi háttsettra leiðtoga um loftslagsbreytingar í höfuðstöðvum Sameinuðu þjóðanna í New York á mánudaginn. Ingibjörg sagði nauðsynlegt að aðgerðir gegn loftslagsbreytingum yrðu mótaðar á vettvangi SÞ. Hét hún fullum stuðningi Íslands við alþjóðlegar aðgerðir, þar á meðal á Balí-ráðstefnunni í desember og á þjóðarleiðtogafundi í Kaupmannahöfn 2009. Byggja ætti á því sem vel hefði reynst í Kyoto-samningnum en einnig leita nýrra lausna í samstarfi við atvinnulífið. Ingibjörg ræddi loftslagsmál Ban Ki- moon, framkvæmdastjóri Sam- einuðu þjóðanna, ætlar að beita sér fyrir því að friður komist á í Mið-Austurlöndum og lausn finn- ist á átökunum í Darfúr-héraði strax á næsta ári. Í opnunarræðu sinni á allsherj- arþingi Sameinuðu þjóðanna sagði hann að næsta ár yrði eitt það erfiðasta í sögu Sameinuðu þjóðanna. Takast þyrfti á við vandamál sem „virtu engin landamæri“ og ekkert ríki „hvort heldur stórt eða smátt, auðugt eða fátækt, getur leyst þau upp á eigin spýtur“. Allsherjarþingið hófst í gær í New York og stendur fram á mið- vikudag í næstu viku. Þar hittast leiðtogar flestra ríkja heims til að ræða heimsmálin. Á fyrsta degi þingsins tóku meðal annars til máls George W. Bush Bandaríkjaforseti og Mah- moud Ahmadinejad Íransforseti. Þeir sátu báðir í salnum undir ræðu framkvæmdastjórans. Ban tók við stöðu framkvæmda- stjóra í byrjun þessa árs og ávarpaði því í fyrsta sinn allsherjarþingið í gær. Hann notaði tækifærið til að hvetja til víðtækra breytinga og sagði ríki heims þurfa að vinna saman að lausnum þeirra vandamála sem við blöstu. Háskólinn í Reykjavík hefur hrint af stað nýju sam- starfsverkefni skólans, Lands- bankans, Deloitte, Morgunblaðs- ins og Nýsköp- unarsjóðs atvinnulífsins. Í verkefninu, sem ber heitið Mannauður, felast til dæmis alþjóð- legar ráðstefn- ur, hádegisfyrirlestrar, rannsóknir og Háskóli fjölskyld- unnar þar sem börn og full- orðnir fræðast saman. „Mannauður skapar samfélag og vinnuumhverfi þar sem fólki tekst að lifa heilbrigðu og gefandi lífi en á sama tíma auka samkeppnishæfni og bæta árangur í starfi,“ segir í frétt frá Háskólanum í Reykjavík. Mannauður til heilbrigðs lífs Verð mun hækka gríðarlega á veiðileyfum í rússneskum laxveiðiám á næsta ári. Að því er segir á heimasíðu Stangaveiðifélags Reykjavíkur eru laxveiðiár á Kólaskaga nú að taka út hækkanir sem áður hafa orðið á laxveiðileyfum annars staðar, meðal annars á Íslandi. Hækkunin er allt að 60 prósent og dæmi um að verð á Kóla- skaga sé hið sama og á Íslandi. Ein stöng á dýrustu vikunum kostar um 1.250.000 krónur. Þessi þróun kann að gerbreyta samkeppnisstöðu íslenskra laxveiðiáa. Laxveiðileyfi á íslensku verði Lögreglan á Selfossi rannsakar nú hvað olli því að maður á fertugsaldri lést í fangaklefa sínum á laugar- dagsmorguninn var. Fangaverð- ir á Litla-Hrauni komu að fanganum látnum í rúmi sínu. Að sögn Valtýs Sigurðssonar fangelsismálastjóra benti ekkert til þess maðurinn hefði fyrirfarið sér. Dánarorsök er enn ókunn. Maðurinn hafði verið nærri áratug í fangelsi en hann var dæmdur í sextán ára fangelsi árið 1998 fyrir morð. Valtýr sagði hann hafa sýnt batamerki í vistinni og verið vel liðinn meðal fanga og starfsfólks fang- elsismálastofnunar. Dauði í fangelsi rannsakaður www.lyfja.is - Lifið heil ÍS L E N S K A S IA .I S L Y F 3 89 96 0 9. 20 07 Acidophilus Bifidus + FOS Mjólkursýrugerlar, góðir fyrir meltinguna. Champignon DETOX + FOS og Spirulina Hreinsaðu líkamann – eyðir óæskilegri lykt. Milk Thistle DETOX Hreinsaðu líkamann að innan. Psyllium Husk Fibre Rúmmálsaukandi, gott fyrir meltinguna. 30% afsláttur af Vega vítamínum

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.