Fréttablaðið - 26.09.2007, Blaðsíða 6

Fréttablaðið - 26.09.2007, Blaðsíða 6
Kemur vandi við mönnun leik- skóla eða frístundaheimila við þitt heimili? Hefur þú verið afgreidd(ur) í verslun af starfsmanni sem talar ekki íslensku? Glerfínar gluggafilmur – aukin vellíðan á vinnustað R V 62 09 3M glu ggafilm ur fyrir skóla, s júkrahú s, skrifs tofur, verslani r og að ra vinnu staði Fagme nn frá RV sjá um uppset ningu Samningur sem fjárfestirinn Þorsteinn Steingrímsson gerði við mann á níræðisaldri um kaup á húsi á Hverfisgötu er gildur, segir Héraðs- dómur Reykjavíkur. Ættingjar gamla mannsins töldu samninginn vera ógildan þar sem maðurinn hefði sökum heilabilunar ekki gert sér ljóst hvaða þýðingu undirskrift hans á kaupsamningnum hefði. Gamli maðurinn hefur sagt Þorstein hafa átt frum- kvæðið að viðskiptunum en Þorsteinn segir því öfugt farið. Þorsteinn hefur keypt mikinn fjölda húsa á þessu svæði. Hús gamla mannsins er aftan við Lands- bankann á Laugavegi og inni á þeim reit sem Samson ehf., félag Björgólfsfeðga, hefur látið skipuleggja undir nýja verslunarmiðstöð og fleira. Í héraðsdómi var lagt fram vottorð frá lækni um að gamli maðurinn væri ófær um að annast fjármál sín vegna heilabilunarsjúkdóma. Dómarinn sagði það veikja sönnunargildi vottorðsins að gamli maðurinn kom fyrst til læknisins meira en mánuði eftir að hann skrifað undir kauptilboðið. Þá segir dómarinn ekki hægt að byggja á vitnisburði dóttur stjúpdóttur mannsins þar sem hún búi nánast endurgjaldslaust í húsi mannsins og sé auk þess einn fjögurra erfingja að húsinu samkvæmt erfðaskrá frá árinu 2004. Húsið sem um ræðir er tæpir 160 fermetrar og stendur á um 150 fermetra lóð. Það var selt á 38 milljónir króna. Falsanir á persónu- upplýsingum sem fylgja umsókn- um um löglega útgefin skilríki aukast eftir því sem erfiðara verður að falsa sjálf skilríkin. Í stað þess að falsa vegabréfin eru fæðingarvottorð og aðrar per- sónuupplýsingar falsaðar og þær notaðar til að sækja um vega- bréf. Þetta er meðal þess sem fjallað er um á ráðstefnu um falsanir ferðaskilríkja og ferðaleiðir ólög- legra innflytjenda sem fram fer á Grand Hóteli þessa dagana. Jón Pétur Jónsson, aðstoðar- yfirlögregluþjónn á Suðurnesj- um, segir að íslenskum starfs- mönnum ríkisstofnana geti reynst erfitt að meta lögmæti erlendra persónuupplýsinga, til dæmis fæðingarvottorðs. Vott- orðin séu mismunandi milli ríkja, og jafnvel til í nokkrum gerðum innan hvers ríkis. „Það getur verið mjög erfitt að fá sýnishorn af fæðingarvottorð- um frá sumum löndum, og þau geta verið af mörgum gerðum og tegundum. Ég minnist þess að við höfum fengið eitthvað af gögnum í hendurnar þar sem vafi leikur á hvort fæðingarvottorðin séu gefin út af yfirvöldum,“ segir hann. Hann segir lífkennaupplýsing- ar, sem gætu fylgt fæðingarvott- orðum og öðrum persónuupplýs- ingum, vera ákveðna lausn á þessum vanda. „Ef fæðingarvott- orð bera lífkennaupplýsingar, eins og til dæmis fingraför, þá væri auðveldara að sannreyna hvort þau eru lögmæt eða ekki.“ Ráðstefnan, sem ber yfirskrift- ina Immigration Fraud Confer- ence, hófst í gær og lýkur á morg- un. Embætti lögreglustjórans á Suðurnesjum sér um undirbún- ing og skipulag hennar, þar sem sérfræðingar frá um tuttugu ríkj- um í Evrópu og Ameríku taka þátt. Vegabréf veitt út á falskar upplýsingar Eftir því sem erfiðara verður að falsa vegabréf falsa fleiri persónuupplýs- ingarnar sem þarf til að sækja um vegabréf. Aðstoðaryfirlögregluþjónn á Suðurnesjum segir lífkennaupplýsingar mögulega lausn á vandamálinu. Ralph Miliband, utanríkisráðherra Bretlands, lagði í gær áherslu á að mannrétt- indi ættu að standa ofar hernað- armætti. Þetta sagði hann á flokksþingi breska Verkamanna- flokksins, þar sem hann talar í fyrsta sinn sem utanríkisráð- herra. Hann hvatti Vesturlönd til þess að sýna múslimum, sem óttuðust Bandaríkin, skilning. Einnig hvatti hann herforingjastjórnina í Búrma til þess að halda aftur af hernaðarmætti sínum og láta mótmælendur óáreitta. Hann sagði að Bandaríkin og Evrópuríki væru ekki jafn vel liðin í heiminum og fyrir áratug, áður en stríð hófust í Afganistan og Írak. „Við verðum því að nema staðar og hugsa okkar ráð. Lærdómur- inn er sá að ekki nægir að hafa góðar fyrirætlanir,“ sagði Mili- band. Hann andmælti harðlega orðum Bernard Kouchner, utanríkisráð- herra Frakklands, sem nýverið sagði heiminn þurfa að búa sig undir það versta, nefnilega stríð, ef ekki tækist að ná samkomulagi við írönsk stjórnvöld um kjarn- orkumálefni. Miliband varð fyrstur ráðherra í bresku stjórninni til þess að halda úti bloggsíðu meðan hann var umhverfisráðherra. Í dag ætlar hann að hefja nýtt blogg sem utanríkisráðherra. Mannréttindi ofar hervaldi Hannes Smárason, forstjóri FL Group, hefur fengið leyfi skipulagsráðs Reykjavíkur til að sameina tvær einbýlishúsa- lóðir á Fjölnis- vegi í eina lóð. Hannes, sem á bæði húsin á lóðinni, hyggst sameina þau með bílskúrs- byggingu, að því er fram kemur á visir. is. Húsin tvö eru annars vegar 369 fermetrar og hins vegar 433 fermetrar, samtals 802 fermetrar, sem verða enn fleiri þegar húsin verða tengd. Hvor lóðin um sig er 1.020 fermetrar og nýja lóðin þannig 2.040 fermetrar. Húsin eru á númer níu og ellefu. Má gera tvær lóðir að einni Flestir framhaldsskóla- nemendur læra ensku, eða 15.039 nemendur skólaárið 2006-2007. Þetta kemur fram í yfirliti Hagstofu Íslands yfir fjölda nemenda í grunn- og framhalds- skólum sem lærðu erlend tungumál skólaárið 2006-2007 sem tekið var saman í tilefni af degi tungumála í Evrópu 26. september. Danska kemur næst á eftir en 8.676 nemendur stunduðu dönskunám þetta sama ár. Þýska er þriðja algengasta erlenda tungumálið en danska og enska eru skyldunámsgreinar hjá flestum framhaldsnemum. Flestir nemar læra ensku Eftirspurn íbúa í þéttbýli eftir landi hefur hækkað jarðaverð mun meira á Suður- og Vesturlandi en í öðrum landshlut- um, að því er fram kemur í könnun Bændasamtakanna sem gerð var meðal bænda. Mikill meirihluti bænda, 72 prósent af þeim sem svöruðu könnuninni, sagðist telja að breytingar á eignarhaldi jarða síðustu tíu ár hefðu áhrif á búsetu í sveitum. Fólki fækkaði í sveitunum með tilheyrandi áhrifum á þá sem eftir væru. Um 92 prósent bænda segja það mikilvægt að búseta sé á nágranna- jörðum, og mikill meirihluti telur mikilvægt að landbúnaður sé stundaður á þeim jörðum. Hækkanir meiri á Suður- og Vesturlandi

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.