Fréttablaðið - 26.09.2007, Blaðsíða 36

Fréttablaðið - 26.09.2007, Blaðsíða 36
Hljómsveitin Burkina Faso treður upp á fjórðu tónleikum tónleikaraðar Jazzklúbbsins Múlans á þessu hausti. Múlinn er samstarfsverkefni Félags íslenskra hljómlistarmanna og Jazzvakningar. Klúbburinn heitir í höfuðið á helsta djassgeggjara þjóðarinnar, Jóni Múla Árnasyni, sem jafn- framt var heiðursfélagi og vernd- ari Múlans. Hljómsveitin Burkina Faso leik- ur fönkaðan djass úr smiðju manna eins og Johns Scofield og Joshua Redman. Meðlimir sveit- arinnar eru þeir Ásgeir Ásgeirs- son gítarleikari, Ólafur Hólm trommuleikari, Róbert Þórhalls- son bassaleikari og Vignir Þór Stefánsson hljómborðsleikari. Tónlistarmennirnir hafa allir leik- ið saman áður í ýmsum verkefn- um, en leiða hér saman hesta sína í fyrsta sinn á þessum vettvangi. Vignir Þór, hljómborðsleikari sveitarinnar, segir sveitina vera sprottna úr gömlum kunningskap. „Við þekkjumst í raun frá fornu fari og höfum spilað saman í gegn- um tíðina í hinum ýmsu myndum. Þar að auki lærðum við Ásgeir og Róbert allir í Hollandi á sínum tíma og varð það til að styrkja á milli okkar böndin. Ólafur kemur úr svolítið annarri átt, en hann hefur verið í poppinu og spilað með Ný Dönsk. Það voru Róbert og Ólafur sem að vildu setja saman þessa hljómsveit vegna þess að þá langaði að spila fönkskotinn djass. Við Ásgeir drógumst svo inn í þetta með þeim enda skemmtilegt verkefni.“ Nafn sveitarinnar vekur athygli, en Vignir segir það tilkomið aðal- lega vegna hugmyndaleysis hljóm- sveitarmeðlima. „Þegar við vorum að leita að nafni á sveitina stukk- um við hálfpartinn á þetta landa- fræðiheiti og veltum því ekki mikið meira fyrir okkur. Burkina Faso er land í Vestur-Afríku, en nafnið hefur ekkert með tónlistina sem við spilum að gera. Sumir vilja reyndar gera tengingu á milli djasstónlistar og Afríku, en við vorum ekkert endilega að hugsa út í það þegar við völdum nafnið.“ Hljómsveitin kemur fram opin- berlega í fyrsta skipti á tónleikun- um í kvöld. „Þetta eru okkar fyrstu tónleikar, en fólk má gera ráð fyrir að verða okkar vart í náinni fram- tíð. Við hyggjum á frekara tón- leikahald og ætlum þá að troða upp með frumsamda tónlist. Það er hugur í okkur,“ segir Vignir að lokum. Tónleikarnir fara fram á DOMO bar og hefjast kl. 21.00. Aðgangs- eyrir er 1.000 kr. Sýningin Handverkshefð í hönn- un opnaði í Norræna húsinu um síðustu helgi. Á sýningunni má líta hönnun og handverk nema á öllum skólastigum. Í tengslum við hana er starfrækt sérstakt prjónakaffihús þar sem gestum býðst að kynnast nýjum straum- um og stefnum í prjónalistinni. Ilmur Dögg Gísladóttir er hugmyndasmiður prjónakaffi- hússins. „Tilgangurinn með prjónakaffihúsinu er að reyna að virkja almenning í prjóna- skap,“ segir Ilmur. „Eitt af slagorðum sýningar- innar er „Framtíðin er í okkar höndum“ og endurspeglast þetta viðhorf í kaffihúsinu. Hér getur fólk kynnst nýjum straumum og stefnum í prjónaskap, til dæmis prjóna-graffíti sem hefur verið að ryðja sér til rúms erlendis. Kaffihúsið býður gestum þannig upp á að sjá prjónaskap í nýju samhengi og fá innblástur að nýjum verkefnum.“ Ilmur er sjálf áhugasöm prjónakona og hefur mikið velt fyrir sér hannyrðamenningu. „Hugmyndin að kaffihúsinu kviknaði út frá grúski mínu á netinu, en þar kynntist ég sér- hæfðum prjónakaffihúsum þar sem boðið er upp á garn og upp- skriftir ásamt kaffi og meðlæti. Þannig skapast rými fyrir prjónafólk til þess að stunda sitt áhugamál utan veggja heimilis- ins, með öðrum sem hafa sama áhugamál.“ Prjónakaffihúsið er starfrækt í Norræna húsinu fram til 7. okt- óber. Það er opið frá kl. 12-23 þriðjudaga til fimmtudaga og frá kl. 12-17 föstudaga til sunnu- daga. Þar er hægt að nálgast kaffi, te og með því en einnig prjóna, garn og uppskriftabæk- ur. Þess má geta að húsgögnin á kaffihúsinu eru öll frá Góða hirðinum og eru til sölu. Komdu út að prjóna kl.12 Birgir Guðmundsson, lektor í fjölmiðlafræði við Félagsvísinda- og lagadeild Háskólans á Akureyri, flytur erindi sem fjallar um neikvæð áhrif markaðsvæðingar og arðsemissjónarmiða á blaða- mennsku. Erindið, sem er hluti af fyrirlestraröðinni Félagsvísinda- torg, fer fram í Sólborg við Norður- slóð á Akureyri og hefst kl. 12. Börn læra um vísindi Hv að er sv on a m erk ile gt að v er a ka rl m að ur ? Þá g et ur ð u ko m ið o g su ng ið m eð s ke m m ti le g um kö rl um í g ó ð um k ó r! Þe ss ir s va ra í sí m an n: Ey jó lfu r 8 6 3 -2 8 0 3 Ja ko b 8 4 0 -0 5 5 1 K ol li 8 9 3 -6 1 0 9 K ri st já n 8 4 0 -0 8 2 5 1 9 1 2 Þ R E S TI R Fla ta hr au ni 2 1 - H af na rfi rð i

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.