Fréttablaðið - 26.09.2007, Blaðsíða 12
fréttir og fróðleikur
Öll sveitarfélög þurfa skipulagsáætlun
Lítil hús og
stór fyrirtæki
Mikill styr hefur staðið í
kringum heimsókn Mah-
mouds Ahmadinejad Írans-
forseta í Bandaríkjunum
vegna allsherjarþings Sam-
einuðu þjóðanna þar sem
hann flutti ræðu í gær.
Þúsundir manna hafa mótmælt
heimsókn Íransforseta við alls-
herjarþing Sameinuðu þjóðanna
og fjölmenn mótmæli voru einn-
ig við Columbia-háskólann í New
York þegar Ahmadinejad kom
fram á opnum fundi þar á mánu-
daginn.
Fundurinn var afar umdeildur
og sætti háskólinn mikilli gagn-
rýni fyrir að leyfa forseta Írans
að halda fyrirlestur. Meðal annars
hótuðu nokkrir þingmenn ríkis-
þings New York að þeir myndu
vandlega íhuga fjárframlög til
Columbia-háskólans í framtíð-
inni.
En fundurinn hefur einnig
vakið hörð viðbrögð í Íran þar
sem mörgum finnst harkalega
hafa verið vegið að Íransforseta.
Rektor háskólans, Lee Bollinger,
gætti sín augljóslega á því að
sýna enga linkind í spurningum
sínum sem hann lagði fyrir Írans-
forseta á fundinum. Í upphafi
fundarins, þegar Bollinger var að
kynna Ahmadinejad sem fyrir- lesara kvöldsins, talaði hann
meðal annars um handtökur og
aftökur í Íran og ávarpaði Ahmad-
inejad með þessum orðum:
„Herra forseti, þú sýnir öll merki
lítilmótlegs og grimms harð-
stjóra.“ Ahmadinejad svaraði því
til að inngangur Bollingers væri
„móðgun við staðreyndir og vitn-
eskju áhorfenda“. Sakaði hann
Bollinger um að vera undir áhrif-
um frá fjandsamlegum frétta-
flutningi Bandaríkjanna og
stjórnmálamanna.
Ahmadinejad vék sér oft hjá því
að svara spurningum sem beint
var að honum og svaraði þess í
stað með öðrum spurningum eða
löngum yfirlýsingum um sögu
eða réttlæti. Þegar Bollinger
spurði Ahmadinejad út í afstöðu
hans gagnvart Ísrael og fyrri
yfirlýsingar um að þurrka beri
Ísrael af kortinu sagði Ahmadin-
ejad að Íranar væru vinir allra
þjóða og að þeir væru vinir gyð-
inga.
Ahmadinejad hefur opinber-
lega lýst efasemdum um að hel-
förin hafi átt sér stað. Bollinger
sagði slíkar yfirlýsingar geta
villt um fyrir ólæsum og fáfróð-
um. „En þegar þú kemur á stað-
eins og þennan hér gera slíkar
yfirlýsingar þig einfaldlega
fáránlegan. Sannleikurinn er
aftur á móti sá, að sá atburður
mannkynssögunnar sem einna
flestar heimildir eru til um er
helförin.“ Íransforseti sagðist
vera að vernda réttindi evrópskra
fræðimanna sem hafa verið fang-
elsaðir fyrir að „setja spurninga-
merki við ákveðna þætti“ helfar-
arinnar. Sagði hann helförina
hafa verið notaða til að réttlæta
illa meðferð Ísraelsmanna á Pal-
estínumönnum. „Af hverju er það
svo að palestínska þjóðin þarf að
gjalda fyrir atburð sem hún bar
enga ábyrgð á?“
Fundurinn vakti hörð viðbrögð í
Íran. Íranskur ríkisfjölmiðill
Sagður sýna öll merki harðstjóra
V
in
n
in
g
ar
v
er
ð
a
af
h
en
d
ir
h
já
B
T
Sm
ár
al
in
d.
K
ó
p
av
o
g
i.
M
eð
þ
ví
a
ð
t
ak
a
þ
át
t
er
tu
k
o
m
in
n
í
SM
S
kl
ú
b
b.
9
9
kr
/s
ke
yt
ið
.