Fréttablaðið - 27.09.2007, Blaðsíða 58

Fréttablaðið - 27.09.2007, Blaðsíða 58
Um hvað er deilt í íslenskum stjórn- málum í dag? Það er ekki auðvelt að svara þeirri spurningu. Ungt fólk, sem er að kjósa í fyrsta sinn á í erfið- leikum með að átta sig á mun flokkanna. Mun- urinn hefur minnkað og stundum finnst mönnum munurinn á flokk- unum vera sáralítill. Í dag er helst deilt um stóriðju og umhverfismál. Það mál var eitt helsta deilumálið í síðustu kosn- ingum. Vinstri græn börðust þá gegn stóriðju og vildu stöðva stóriðjuframkvæmdir með öllu. Samfylkingin vildi stöðva stór- iðjuframkvæmdir í 5 ár á meðan athugað væri hvað þyrfti að vernda í náttúru landsins og hvar væri óhætt að virkja síðar. Sjálf- stæðisflokkurinn vildi óbreytta stefnu í stóriðjumálum. Fram- sókn sló úr og í. Annað mál, sem mikið var rætt um fyrir þing- kosningarnar, var velferðin,vel- ferðarmálin og kjör aldraðra og öryrkja. Allir flokkar sögðust vilja bæta kjör aldr- aðra og öryrkja, þar á meðal frjálslyndir en Samfylkingin setti fram róttækustu stefnumálin í velferð- armálum. Ekkert var rætt í þing- kosningunum um stærsta mál þjóðar- innar, kvótamálið. Því var sópað undir teppið. Samfylkingin er með góða stefnu í auðlindamál- um og kjarni hennar er sá, að gjald eigi að koma fyrir afnot allra auðlinda, þar á meðal auð- linda sjávar. Hinir flokkarnir hafa mjög óljósa stefnu í auð- lindamálum. Lítið er rætt um grundvallarat- riði eins og eignarhald atvinnu- tækjanna. Ástæðan er sú, að „vinstri“ flokkarnir virðast hafa látið af andstöðu við einkarekst- ur. Allir flokkar virðast því í dag hallast að því, að einkarekstur sé heppilegasta rekstrarformið. Áður var þetta eitt helsta ágrein- ingsmál flokkanna. Helst eru það Vinstri græn eða einstakir þing- menn þar sem enn vilja opinber- an rekstur að einhverju leyti, a. m.k. Ég tel, að alltof langt hafi verið gengið á braut einkavæð- ingar. T.d. tel ég, að halda hefði átt einum af ríkisbönkunum í eign ríkisins til þess að tryggja nægilega þjónustu við lands- byggðina. Ég er andvígur einka- væðingu orkjufyrirtækja. Hluta- félagavæðing Orkuveitunnar slær mig illa og gæti verið fyrsta skrefið í einkavæðingu fyrirtæk- isins. Í stað ágreinings um rekstrar- form fyrirtækjanna eru nú komn- ar deilur um skattamál og vel- ferðarmál. Talsverðar deilur hafa verið um skattamálin undanfarin ár. Fyrri ríkisstjórn hafði þá stefnu að létta skattbyrði fyrirtækjanna en auka skatta á almenningi. Skattar á fyr- irtækjum voru lækkaðir í 18% en skattar á einstaklingum (almenn- ingi) eru yfir 35%. Fjármagns- tekjuskattur er aðeins 10%. Skatt- leysismörkin hafa ekki fylgt launum eða verðlagi. Ef svo hefði verið frá 1988 væru skattleysis- mörkin yfir 140 þúsund í dag en eru aðeins 90 þúsund á mánuði. Af þessum sökum hafa skattar einstaklinga þyngst mikið. Í stjórnarsáttmála nýju stjórnar- innar segir, að lækka eigi skatta einstaklinga á kjörtímabilinu. Væntanlega verður staðið við það. Nauðsynlegt er að endurskoða allt kerfi almannatrygginga með það að markmiði að einfalda kerfið og afnema að mestu allar skerðingar og tekjutengingar. Stórhækka þarf lífeyri aldraðra og öryrkja þannig að hann dugi til framfærslu í samræmi við neyslukönnun Hagstofu Íslands um meðaltals útgjöld einstakl- inga til neyslu. Höfundur er viðskiptafræðingur. Um hvað er deilt? Að sögn bæjarstjóra Kópavogs virkar lýð- ræðið í Kópavogi! Þvílík- ur léttir! Þá vitum við hvernig lýðræði virkar í umhverfis-, skipulags- og byggingarmálum í Kópavogi. Það virkar þannig: Bæjarstjórn ákveður að setja niður í bakgarðinn hjá þér íbúa- fjölda sem jafnast á við heilt bæj- arfélag. Bæjarstjórn ákveður líka að setja niður í bakgarðinn hjá þér heilt iðnaðarhverfi svo þú getir unnið rétt hjá heimili þínu. Þú mótmælir. Þú keyptir húsið þitt vegna þess að þú vildir búa á rólegum stað og svo ertu líka í góðri vinnu í öðru bæjarfélagi. Ekkert gerist annað en að bæjar- stjórn ákveður að bæta svolitlu meira við fram komnar tillögur. Þú ferð á fund bæjaryfirvalda og þið ræðið málin. Eftir fundinn ertu fullviss um að tekið verði til- lit til athugasemda þinna og jafn- vel fallið frá þessari vitleysu. Stuttu seinna færðu bréf þar sem þér er gert að synja skipulagstil- lögunni eða gera athugasemdir. Ef þú synjar ekki þá ertu sammála. Þú gerir athugasemd og synjar. Þú þarft að rökstyðja synjunina. Þú telur fram rök m.a. meiri umferð, allt of háar byggingar, allt of mikil fjölgun íbúa, meiri loftslagsmeng- un og hávaðamengun. Svo þegar bærinn er búinn að íhuga athuga- semdir færðu svar. Svarið er þannig: Taktu strætó það minnkar umferð. Varðandi fjölgun íbúa þá ætlar bærinn að minnka hæð bygginga úr fimm hæðum í fjóra og hálfa. Ef þú stendur upp á stól við gluggann í stofunni hjá þér þá muntu sjá útsýnið sem þú ert að kvarta yfir að sjá ekki þegar byggðin er risin. Varðandi meng- un frá bílaumferð þá er hún hvort eð er svo mikil frá nágranna- sveitarfélögum að hún skiptir ekki máli. Þú stofnar til mótmæla og færð svo marga með þér að kjörnir full- trúar bæjarins eru hræddir um að ná ekki endurkjöri í næstu kosn- ingum (í þessu tilviki sjálfstæðis- menn og framsóknarmenn með litlu effi!). Bæjarstjórinn kemur fram í sjónvarpi og lýsir því yfir að lýðræðið virki. Það virkar þannig að þeir sem kusu hann og skósveina hans þurfa að knésetja þá með fjöldamótmælum. Ég vil þakka stjórnarmönnum í Betri byggð á Kársnesi kærlega fyrir að hafa haft kjark og þor til þess að framkvæma það sem okkur hinum datt ekki í hug að gera eða brast kjark til. En við skulum hafa orð Þórarins Ævars- sonar, varaformanns Betri byggð- ar á Kársnesi, í huga. Þetta er ein- ungis áfangasigur! Mun núverandi meirihluti standa við orð sín ef hann nær kjöri í næstu kosning- um? Það held ég ekki. Höfundur er íbúi í vesturbæ Kópavogs og formaður Frjáls- lynda flokks Kópavogs. Virkar lýðræðið í Kópavogi? Auglýsingasími – Mest lesið Til leigu eða sölu Sundaborg 8 & 11-15, Reykjavík Samtals 2802 m2 Verslunar- og lagerhúsnæði á jarðhæð og í sjálfstæðri skemmu. Skrifstofuhúsnæði á 2. hæð. Ástand húsnæðis mjög gott. Staðsetning í nágrenni við Sundahöfn. Frábært útsýni. Kaplahraun 2-4, Hafnarfirði Samtals 2362 m2 Vöruskemma. Límtré. Grunnflötur 2268 m2 Milliloft. Skrifstofur og starfsmannaaðstaða 93 m2 Lofthæð rúmir 8 m undir bita í mæni Engir burðarveggir eða súlur inni í húsinu. Frábær staðsetning, stór lóð og gott útisvæði 7494 m2 Möguleiki á viðbótarbyggingarétti. Hafðu samband í síma 899 2950 eða með tölvupósti á akso@akso.is og fáðu nánari upplýsingar eða pantaðu skoðun. AKSO fasteignir
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.