Fréttablaðið - 27.09.2007, Síða 34

Fréttablaðið - 27.09.2007, Síða 34
 27. SEPTEMBER 2007 FIMMTUDAGUR2 fréttablaðið hafnarfjörður Nafn Gunnars Björns Guð- mundssonar er á allra vörum eftir velgengni kvikmyndar- innar Astrópíu. Færri vita að þessi upprennandi leikstjóri hefur um árabil verið viðloð- andi leikhús og kvikmynda- gerð, þar sem Hafnarfjörður kemur talsvert við sögu. Gunnar Björn Guðmundsson leik- stjóri er í skýjunum þessa dagana með viðtökurnar sem mynd hans Astrópía hefur hlotið, þar sem hún hefur laðað að 40.000 bíó- gesti. Hann segir ætlunina hafa verið að gera skemmtilega mynd sem höfðaði til almennings og ekki annað að sjá en ætlunarverkið hafi heppnast. Kvikmyndin þykir almennt séð góð afþreying, bardagasenurnar vel útfærðar og heildarútlit myndarinnar til fyrirmyndar en þar gegnir Hafnarfjörður stóru hlutverki. „Gamli byggingastíllinn er svo flottur og tímalaus og fæstir þekkja umhverfið vel nema þá helst Hafnfirðingar,“ segir Gunnar um þá ákvörðun að taka myndina upp í bænum. „Svo er stutt yfir í hraunið, sem er áberandi í mynd- inni hvort sem það er í raunheim- inum sem myndin gerist í eða ævintýraheiminum.“ Gunnar valdi Hafnarfjörð þó líka af þeirri einföldu ástæðu að hann er sjálfur uppalinn þar og þekkir því umhverfið af eigin raun. „Ég vissi alveg hvaða hús eða götur myndu henta í ákveðin atriði,“ segir hann og bendir á að myndin hafi meðal annars verið tekin upp í kringum gömlu göngu- leiðina hans í Lækjarskóla. „Myndirnar mínar gerast oft að einhverju leyti þar,“ segir hann og nefnir sem dæmi að Hverfisgata hafi verið sögusvið Karamellu- myndarinnar, sem var valin stutt- mynd ársins á Edduhátíðinni 2003. Fyrir þann tíma hafði Gunnar getið sér góðan orðstír fyrir stutt- myndina Á blindflugi, auglýs- ingagerð og störf sín með Leik- félagi Hafnarfjarðar, sem hann segir hafa verið góðan skóla. „Upphaflega var ég áhugalaus um leikhús, en fékk leikhúsbakteríu eftir að hafa unnið með mörgum af fremstu leikstjórum landsins. Það kom sér síðan mjög vel við kvikmyndagerð.“ Síðan þá hefur Gunnar unnið jöfnum höndum við leikhús og kvikmyndir og er um þessar mundir að skoða ýmis verkefni. „Ég er með nokkur járn í eldinum. Er meðal annars að vinna að kvik- myndahandriti upp úr bókinni Gauragangur ásamt Ottó Geir Borg. Hvort úr því verður á eftir að koma í ljós. Þetta gæti orðið frábær mynd.“ - rve Hafnarfjörður er minn heimavöllur Gunnari Birni finnst Hafnarfjörður kjörinn tökustaður. FRÉTTABLAÐIÐ/EYÞÓR Jón Gnarr sem rannsóknarlögreglumaður í Karamellumyndinni. MYND/ÁRNI TORFASON Hverfisgötu í Hafnarfirði var umbreytt í undraveröld Karamellumyndarinnar. MYND/ÁRNI TORFASON Hildur og félagar mæta alls kyns óskapnaði í Astrópíu, þar sem hraunið í Hafnarfirði er áberandi. MYND/BJARNI GRÍMSSON Halldór Magnússon, sem hér sést við enda borðsins, leikur á móti bróður sínum Steini Ármanni í myndinni en þeir eru báðir Hafnfirðingar. Tilviljun? MYND/BJARNI GRÍMSSON Gísli Örn Garðarsson sem óður vísinda- maður í Karamellumyndinni. MYND/ÁRNI TORFASON

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.