Fréttablaðið - 27.09.2007, Page 4

Fréttablaðið - 27.09.2007, Page 4
Sími 591 3100 - www.atlantsolia.is 5 kr. afsláttur þegar þú átt afmæli! Þeir sem eru með dælulykil Atlantsolíu fá 5 krónu afslátt af lítraverði þegar þeir kaupa eldsneyti á afmælisdaginn sinn. Allir starfandi lögreglu- menn munu fá greiddar þrjátíu þúsund krónur ofan á mánaðarlaun sín frá og með 1. október til loka samningstímabils. Þetta er niðurstaða viðræðna stjórnar Landssambands lögreglu- manna og fjármálaráðuneytisins, með aðkomu dómsmálaráðuneytis. Í ljósi hennar hefur dómsmála- ráðherra ákveðið að greiða öllum starfandi lögreglumönnum ofan- greint tímabundið álag út samnings- tímann, sem er til 31. október 2008. Þeir lögreglumenn sem eru í hlutastarfi fá álagsgreiðslu í sam- ræmi við starfshlutfall. „Greiðslur þessar byggjast á auknu starfsálagi lögreglumanna vegna brotthvarfs félaga okkar úr starfi og aukningu verkefna vegna sameiningar lögregluliða um síðastliðin ára- mót,“ segir Sveinn Ingiberg Magnússon, formaður LL. „Það er mat stjórnar LL, að þetta sé ásættanleg niðurstaða og verði vonandi til þess að stöðva þá óheillaþróun sem hefur blasað við undanfarið og verði jafnframt hvatning til lögreglumanna til áframhaldandi góðra verka.“ Steinar Adolfsson, fram- kvæmdastjóri LL, sagði þegar vera farin að berast viðbrögð til sambandsins frá lögreglumönn- um, sem væru í allflestum tilvikum mjög jákvæð. Viðbótargreiðsla vegna álags Uppsetning sendibúnaðar í möstur á varnar- svæðinu í Grindavík á vegum Flugstoða ohf. mætir mikilli andspyrnu bæjarráðs Grinda- víkur. Segist ráðið gagnrýna harðlega að íslenskt hlutafélag í eigu ríkisins fari framhjá bæjaryfirvöldum í Grindavík með því að setja upp fjarskipta- senda í skjóli þess að um varnar- svæði sé að ræða. Varnarsvæðið hamli uppbyggingu í Grindavík. „Bæjarráð bendir á að þetta svæði er ákjósanlegt sem íbúða- byggð og leggur áherslu á að íslenska ríkið hlutist til um að Bandaríkin skili þessu landsvæði.“ Varnarsvæðinu verði skilað „Fólk spyr mig til dæmis hvort ég sé heyrnar- laus, hvort ég sé fáviti eða hvort ég skilji ekki íslensku. Þetta kemur mjög oft fyrir,“ segir Ásta Soffía Lúðvíksdóttir, starfsmaður í IKEA. Ásta Soffía er tuttugu og sjö ára gömul. Hún er heyrnarlaus en heyrir með hjálp tækja eftir kuðungs- ígræðslu sem hún fór í árið 2003. Hún hefur unnið í IKEA á afgreiðslukassa í þrjú ár en hefur nú beðið um flutning innan búðarinnar. Ástæðan er dóna- skapur sem hún verður fyrir af hálfu viðskiptavina IKEA. „Ég heyri ekki nógu vel ef fólk talar lágt en ef það talar hátt og skýrt þá heyri ég ágætlega.“ Ástu Soffíu segist líða mjög illa þegar hún fær athugasemdir. Hún hefur þó stundum svarað fyrir sig. „Fólk verður stundum slegið þegar ég segi því að ég sé heyrnarskert og þá biðst það kannski afsökun- ar.“ Hún segist verða fyrir dónaskap nokkrum sinnum í viku og stundum nokkrum sinnum á dag. „Þetta gerðist til dæmis tvisvar í gær. Í annað skiptið kom kona til mín og bað mig um nótu. Ég heyrði ekki í fyrstu og bað hana afsökunar og sagði henni að ég væri heyrnarskert. Þá skellti hún því framan í mig að ég hefði ekkert að gera á kassa.“ Ásta Soffía segir oft liggja illa á fólki og það geti verið ástæða viðmótsins. „Þetta hefur mjög slæm áhrif á mig og ég fer heim úr vinnunni miður mín þegar þetta gerist.“ Hún telur að starfsmenn á afgreiðslukössum, útlendingar og fatlað fólk verði helst fyrir barðinu á hranalegu viðmóti viðskiptavina. „Það versta sem ég hef fengið að heyra var hvort ég skildi ekki íslensku og að ég ætti að koma mér aftur á þann stað sem ég kæmi frá. Ég svaraði því til að ég væri frá Grindavík og hvort ég ætti að fara aftur þangað. Ég er dökk- hærð, með brún augu og er kannski útlendingsleg. Ég get ekki ímyndað mér hvernig útlendingum líður sem vinna á kassa og hvernig þeir fá að finna fyrir því.“ Ástu Soffíu finnst dónaleg framkoma viðskiptavina fyrst og fremst sorgleg. „Ég hef ógrynni af þolin- mæði. Ég hef alltaf komið vel fram við fólk og skil þess vegna ekki hvernig fólk getur komið illa fram við mig.“ Spurð hvort hún sé fáviti eða heyrnarlaus Ásta Soffía Lúðvíksdóttir heyrir ágætlega með hjálp tækja. Hún vinnur á afgreiðslukassa í IKEA og lendir oft í harkalegu viðmóti viðskiptavina. Hún segir það koma fyrir að hún sé miður sín eftir vinnudaginn. Uppselt var í öll 1.949 sætin á tónleikum Garðars Thors Cortes í listamiðstöðinni Barbican Centre í London í gærkvöldi. Hann er fyrsti Íslendingurinn sem heldur einsöngstónleika í húsinu, sem er það stærsta af sinni tegund í Evrópu. Diddú kom einnig fram á tónleikunum sem sérstakur gestur og hljómsveitarstjórn var í höndum Garðars Cortes, föður Garðars Thors. Á tónleikunum söng Garðar Thor lög af nýútkominni plötu og annað efni, en undir lék The National Symphony Orchestra. Söng fyrir fullu húsi í London Vonir um að ljóshærð stúlka sem mynduð var í Mar- okkó væri Madeleine McCann urðu að engu í gær þegar breskir blaðamenn fundu stúlkuna. Hún heitir Bushra Binhisa og er dóttir ólífubónda sem býr í þorpinu Zinat. Að sögn Rashid Razaq, blaðamanns hjá Evening Stand- ard, líkist stúlkan Maddie, sem hvarf af hóteli í Portúgal í maí síðastliðnum. Samkvæmt fréttavef Sky News sagði Clarence Mitchell, tals- maður foreldra Madeleine, það miður ef rétt væri að stúlkan væri ekki Maddie. Leitin myndi halda áfram. Ekki Maddie heldur Bushra Karlmaður um fertugt, sem grunaður er um innflutning á kókaíni í fljótandi formi, var í gær úrskurðaður í áframhaldandi gæsluvarðhald til mánudagsins 1. október nk. Annar karl sem einnig var handtekinn í tengslum við rannsókn málsins er laus út haldi. Um 600 grömm af kókaíni mældust í 1.800 millilítrum af vökva úr flösku sem hald var lagt á samkvæmt efnagreiningu Háskóla Íslands. Einn áfram í gæsluvarðhaldi

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.