Fréttablaðið - 27.09.2007, Side 70

Fréttablaðið - 27.09.2007, Side 70
Ford-fyrirsætukeppnin fer fram í Iðnó í kvöld. Keppnin er nú í höndum Reykjavik Casting og fer fram með nýju sniði. Tíu stúlkur koma fram í keppninni og ein þeirra verður send sem full- trúi Íslands í alþjóðlega Ford- keppni sem haldin er í New York. Sigurvegari þeirrar keppni hlýtur starfssamning við Ford Model Management að andvirði 250 þús- und dollara. Keppnin í ár er sú fyrsta síðan Reykjavík Casting tók við fram- kvæmd hennar. „Okkur langaði að nota tækifærið og koma réttum skilaboðum áleiðis til ungu kyn- slóðarinnar sem er að vaxa úr grasi og lítur upp til fyrirsætna,“ sagði Alexía Björg Jóhannesdóttir, forstjóri Reykjavík Casting, sem hafði því samband við Forma, sam- tök átröskunarsjúklinga, um sam- starf. „Þær hafa unnið með stelp- unum í æfingaferlinu og voru líka með í að sjá til þess að stelpurnar sem við völdum í keppnina væru heilbrigðar,“ bætti Alexía við. Undanfarið ár hefur átt sér stað mikil umræða um átröskunarsjúk- dóma í tískuheiminum og segir Alexía vitundarvakningu hafa átt sér stað. „Fyrirsætur eiga ekki að þurfa að vera veikar til að fá vinnu. En það er líka mikilvægt að koma því til skila að það eru líka til grannar stelpur sem eru heil- brigðar,“ bætti hún við. Í dómnefnd keppninnar sitja að þessu sinni Robert Knapp, frá Ford Model Management í París, Eva Dögg Sigurgeirsdóttir, mark- aðsstjóri Smáralindar, og Bern- hard Ingimundarson ljósmyndari. Ágóði af miðasölu á keppnina mun renna til Forma, en Alexía segir það áform framtíðarinnar að styrkja mismunandi góðgerðasam- tök eða málefni á ári hverju. Fjölmargar minningarathafnir um ítalska tenórinn Luciano Pavarotti verða haldnar víðs vegar um heiminn frá og með 6. október. Þá verður liðinn mánuð- ur síðan hann lést úr krabba- meini. Athafnirnar verða haldnar í yfir níutíu ítölskum menningar- setrum úti um allan heim, þar á meðal í Nýju-Delí á Indlandi þar sem frægar óperur sem Pavarotti flutti verða á efnisskránni. Utanríkisráðuneyti Ítalíu stend- ur fyrir athöfnunum. Með því vill það leyfa sem flestum heimsbú- um að hlýða á merkustu augna- blikin á ferli Pavarottis. Tenórinn, sem varð 71 árs, var þekktur fyrir að hafa fært óper- una til almennings. Sérstaklega þykir flutningur hans á laginu Nessun Dorma, sem var einkenn- islag heimsmeistarakeppninnar í fótbolta árið 1990, hafa opnað eyru fjöldans. Pavarottis minnst víða Nýjasta verk Ólafs Elíasson- ar, vetnisknúinn bíll smíðað- ur úr ís, er til sýnis í stórum frystiklefa á Nýlistasafninu í San Fransisco. Bíllinn er hluti af sýningu listasafnsins á verkum Ólafs undir nafninu „Your Tempo: Olafur Elias- son“. Bíllinn er smíðað- ur úr áli og ryðfríu stáli og yfir því eru nokkur lög af ís. Með hönnuninni vill Ólafur sýna fram á tengslin milli bílahönnun- ar og aukinna gróðurhúsaá- hrifa í heiminum. Þýski bílaframleiðandinn BMW valdi Ólaf fyrir tveimur árum til að hanna fyrir sig bíl í listbíla- safnið sitt. Átti bíllinn að vera knúinn vetni og þurfti Ólafur að tengja listhönnunina við þennan framtíðarorkjugjafa. Bíll Ólafs er sá sextándi í list- bílaröð BMW sem hefur verið til síðan um miðjan áttunda áratug- inn og hafa merkir listamenn hannað hina fimmtán. Meðal þeirra eru Andy Warhol, Roy Lichtenstein og Frank Stella en safnið á að endurspegla þróun listarinnar á hverjum tíma í sam- hljómi við iðnhönnun og tækni- nýjungar. Sýningunni á ísbíl Ólafs lýkur þrettánda janúar á næsta ári. Ísbíll Ólafs sýndur í frystiklefa Enski dúettinn Prinzhorn Dance School, skoska sveitin Theatre Fall og Roxy Cottontail frá New York eru á meðal þeirra sem hafa bæst við dagskrá Iceland Airwaves-hátíðarinnar. Á meðal fleiri flytjenda eru Forgotten Lores, Sverrir Bergman, Bootlegs, Valgeir Sigurðsson, Elíza og Retron. Fjöldi norskra listsamanna verða á Airwaves í ár. Þar á meðal verða ólótabelgirnir í Ungdomskulen, sem hafa vakið mikla lukku fyrir pönkskotna rokktónlist sína. Telja margir að þar sé á ferðinni skemmtilegasta hljómsveit Norðmanna í dag. Einnig koma fram norski teknóboltinn Mental Overdrive og elektró-poppdúettinn Frost. Áður höfðu flytjendur á borð við Bloc Party, Deerhoof, Lali Puna, Of Montreal og múm tilkynnt komu sína á Airwaves, sem verður með afar fjölbreyttu sniði í ár. Miðasala á hátíðina, sem hefst eftir þrjár vikur, er í fullum gangi og kostar armbandið 7.900 krónur út september. Eftir það hækkar verðið í 8.500 krónur. Flytjendum fjölgar á Airwaves

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.