Fréttablaðið - 27.09.2007, Blaðsíða 56

Fréttablaðið - 27.09.2007, Blaðsíða 56
Fjölskylduhjálp Íslands er að hefja sitt fimmta starfsár um þessar mund- ir og þörfin aldrei meiri við að aðstoða konur, börn og karla í neyð. Við treyst- um á fyrirtæki og almenn- ing með fjármagn, fatnað og matvæli. Peningar eru af skornum skammti og því þarf að gæta vel að kaupa þau matvæli sem hagstæðast er að kaupa hverju sinni. Frá upphafi hafa eftirtaldir aðil- ar og fyrirtæki styrkt starfið í formi matvæla og fl.: Ólafur Jóhann Ólafs- son rithöfundur, Helgi S. Guð- mundsson, Frónkex, Myllan-Brauð, Mjólkursamsalan, Dreifing, Ömmu- bakstur, Lýsi, Nesbúegg, Sölufélag garðyrkjumanna, Bakarameistar- inn, Osta- og smjörsalan, Mjólka, Papco, Plastprent, Emmessís, Góa- Linda og Selecta. Mikið væri það yndislegt að geta úthlutað nýjum fiski, kjúklingum, góðu kjöti og miklu úrvali af grænmeti. Þess í stað erum við að úthluta kjötfarsi og hrossabjúgum sem er það ódýr- asta sem völ er á því við erum að úthluta til yfir 100 fjölskyldna á hverjum miðvikudegi. Það eru um 250 einstaklingar með börnunum sem hvern miðvikudag treysta á matarúthlutun hjá Fjölskylduhjálp Íslands. En við verðum að sníða okkar stakk eftir vexti. Við biðlum til auðmanna þessa lands um að styðja við bak starfsins með fjárframlögum en þeir hinir sömu munu fá ársreikning þar sem fram kemur hvaða matvæli við keyptum og frá hverjum. Þar kemur líka í ljós að hver einasta króna fer til að hjálpa fátæku fólki á Islandi. Allt starf er unnið í sjálfboðastarfi. Það er mjög átakanlegt hversu margir skjólstæð- ingar okkar hafa ekki efni á að nota okkar góða heilbrigðiskerfi. Margir geta ekki leyft sér að nota tannlæknaþjónustu, hvað þá að leysa út lyfin sín eða láta snyrta hár sitt. Hér er nýleg dæmi- saga: Ung fimm barna móðir leitaði til okkar sökum mikillar fátæktar, hún er öryrki, býr með fimm börnum sínum í sumarbústað. Þegar hún kom til okkar síðasta miðvikudag var hún illa haldin því hún hafði ekki haft efni á að leysa út geðlyfin sín í langan tíma og geðein- kennin því komin vel í ljós. Það var mjög sorglegt að horfa upp á þessa ungu konu sem var svo illa haldin að það stakk mann beint í hjarta- stað. Þessa konu vantaði allt. Við hjálpuðum henni að leysa út geðlyf- in sem kostuðu bara 1.200 krónur sem ekki er há upphæð, létum hana hafa peninga fyrir bensíni á bílinn svo hún kæmist til okkar aftur eftir tvær vikur því hún þarf að fara um langan veg til að koma til okkar. Þá létum við hana hafa mikið magn af matvælum fyrir hennar stóru fjöl- skyldu og síðast en ekki síst fékk hún hlýjan fatnað, þykkar og góðar sængur og mörg teppi svo þeim yrði ekki eins kalt í sumarbústanum í vetur. Þessi kona hefur ekki getað leyft sér að nýta þjónustu tann- lækna hvað þá aðra þjónustu innan okkar góða heilbrigðiskerfis. Kæru auðmenn Íslands, hjálpið okkur við að hjálpa þeim fjölmörgu fátæku fjölskyldum sem til okkar leita. Bankareikningar eru 101-26- 66090 og 546-26-6609. Kt. 660903- 2590. Höfundur er formaður Fjölskyldu- hjálpar Íslands. Ákall til auðmannaBjartsýni í orkumálum farartækja Margir eru uggandi út af orku og sérílagi verði á orku far- artækja, sjálfs einkabílismans. Nú er bílasýning í Frankfurt og næstum allir stóru framleiðend- ur bíla eru með nýjungar, sem varða orku. Ekki verður alls getið, en línur eru farnar að skýr- ast. Fjölskyldubíllinn verður knú- inn rafmagni en ekki bensíni eða olíu. Það verða ekki bara smábíl- ar frá Indlandi eða Kína heldur frambærilegir fólksbílar, sem geta ekið 100 kílómetra eða meira á einni rafhleðslu. Bílar verða settir í samband við raf- kerfið með því að stinga rafsnúru í samband. Með nýjum litíum rafgeymum er þetta hægt. Litíum er léttasti málmurinn, léttari en vatn, og verið er að þróa ýmis afbrigði, t.d. með vanadíum eða háþróuðum kolefnistrefjum. Þetta eru rafgeymar af þriðju kynslóð, en nikkelgeymar af ann- arri kynslóð eru nú í einkabílum. Toyota Príus reið á vaðið með tvíorkubil. Hann er með tveimur vélum, bensín- og rafmagnsvél. Hann nýtir þá orku, sem losnar við bremsun, í umferð eða niður brekkur; stórsniðug hugmynd. Svo fæst Lexus með svipaðum búnaði, en í honum er nikkel- hydríð rafgeymar, en þeir eru margfalt léttari en blýgeymar miðað við orku. Ekki eru á hraðbergi eyðslutöl- ur, en ritara sýnist að Lexus jepp- lingur þannig búinn eyði helm- ingi minna bensíni en annars, en akstur er vitaskuld breytilegur. Slíkir bílar hafa nú verið búnir rafsnúru til að nota rafkerfi í heimahúsum. Ef ekið er á rafgeymunum einum, má auka orku- nýtingu mörgum sinn- um og komast 100 km á einni hleðslu með 80% nýtingu orku. - Vetnisbílar standast ekki samanburð, þeir hafa 25-30% nýtingu eða aðeins meiri undir litlu álagi. Mikið hefur verið lagt í tilraunir hér með vetni í strætisvögnum, en þeim hefur verið lagt þrátt fyrir niðurgreitt vetni. Það hefur dulmögnuð áhrif á þá, sem heillast af því að sjá bara vatn koma út í púströrum. Sú aðferð hefur fræðilegar takmarkanir og framtíðin leysir ekki slíkan vanda. Þýskur sérfræðingur, Ulf Bossel, var hér nýlega og hefur líklega komið vitinu fyrir marga, en íslenskir fræðimenn hafa vitað þetta lengi. En tilkoma litíums í rafgeym- um veldur byltingu. Slíkir geym- ar eru þegar í fartölvum og þeir gefa fyrirheit um fimm sinnum meiri orku en nikkel geymar miðað við þunga, en þeir geta verið hættulegir en það er unnið að aukningu á öryggi. Verkfræð- ingar hafa notað tækni GM og útbúið bíl með mörgum smáum geymum, sem eru á markaði. Bíllinn er engin smátík heldur glæsilegur sportbill. Fyrirtækið breska Tesla hefur einnig útbúið bíl, sem er svipaður. Ennþá eru svona bílar fáir og dýrir, en verð á rafgeymunum mun lækka mörgum sinnum og verða e.t.v. 200 þús. kr. fyrir fólksbíla. Fyrir- sjánalega mun orkukostnaður verða 3-4 kr/km miðað við raf- magnsverð í Reykjavík, en án vegagjalda. Ef menn eru ekki snarir í snúningum, þá koma Kínverjar bara með þannig bíl. En ekki er enn í augsýn verulega góð lausn fyrir landflutn- inga. Fyrst um sinn verður væntanlega díselolía driffjöðurin, en smám saman má gera ráð fyrir stórum rafgeymum, sem duga fyrir skemmri leiðir. Sama máli gegnir um skip, en flug verður með jarðefnaelds- neyti í fyrirsjáanlegri framtíð, en sparnaður verður þá bara með stórum flugvélum og hagkvæm- um. Verð á þotueldsneyti verður augljóslega hækkandi. En það er allt í lagi, að eitthvað eitthvað dragi úr viðskiptum með ódýr- asta varning frá Kína eða Ind- landi, en þar er næstum þræla- hald. Kannski er verkafólk þar þó ekkert bættara með minnk- aðri framleiðslu, en margt er komið út í öfgar. – Hér á Íslandi er allt í lagi að olía á fiskiskip hækki eitthvað, en það ætti að gagnast visvænum veiðum, krókaveiðum og veiðum með lag- netum með fjölvíddarmöskvum. En uppáhaldshugmynd ritara er litíum rafbíll með litlum sprengihreyfli sem varaafl. Hann verði drifinn með gasi og fer bara í gang ef þörf krefur og getur hlaðið rafgeymi fyrir klukkutíma akstur. Þá verða menn ekki strand einhvers stað- ar. – Segja má að neyðin hafi kennt naktri konu að spinna og hugmyndasmiðum tilefni til að úthugsa nýjar leiðir til að spara orku og auka hagkvæmni. Höfundur er efnaverkfræðingur. Sökum þess að framtíð listasafnsins Safns, sem starfrækt hefur verið við Laugaveg 37b, er í óvissu, vilja fulltrúar Sam- fylkingarinnar í menning- ar- og ferðamálaráði Reykjavíkurborgar stinga niður penna. Í fjölda ára hefur Pétur Arason safnað samtímalist af miklum metnaði. Hann rak lengi vel gallabuxnaverslun á Laugavegi 37b en opnaði á sínum tíma efri hæð húss- ins fyrir almenningi, til að njóta sístækkandi safns síns. Í borgarstjóratíð Ingibjargar Sólrúnar Gísladóttur gerði Reykjavíkurborg samstarfs- samning við hann sem gerði honum kleift að taka allt húsnæðið undir sýningarsali og þar hefur listasafn- ið Safn blómstrað. Pétur hefur sjálf- ur staðið straum af stærsta hluta rekstrarins en samstarfssamning- urinn var grundvöllurinn að því lif- andi starfi sem hefur einkennt lista- safnið. Það er gaman að rifja það upp að það var í tvíþættum tilgangi sem stuðningur borgarinnar var á sínum tíma komið á, Laugavegurinn átti undir högg að sækja og það þótti mikilvægt að metnaðarfulla menningarstarfsemi, sem listasafn Péturs Arasonar flokkast undir, væri að finna við aðalverslunargötu borgarinnar. Listasafnið Safn samanstendur af listmunum í einkaeigu Péturs. Safneignin telur um 750 verk, 30% íslensk verk og 70% erlend. Lista- safnið Safn nýtur sérstöðu að því leyti að safneignin er eingöngu byggð upp af samtímamyndlist, sýningarhald hefur verið með blómlegasta móti, sýningingar- gestir á síðasta ári voru vel á annan tug þúsunda. Safn er vinsælt til skólaheimsókna og mjög vinsælt af ferðamönnum, eins hefur ein- stök safneignin og orðstír safnsins átt mikinn þátt í því að lokka að stór nöfn úr heimi samtímalistar til sýningarhalds í Reykja- vík. Listasafnið Safn hefur ávallt opnað sýning- arsali sína fyrir íslensk- um listamönnum og þannig staðið fyrir mörg- um metnaðarfullum sýn- ingum með yngstu kyn- slóð framsækinna íslenskra listamanna. Sannkölluð lyftistöng fyrir listalífið í borginni , raunar hefur sýningar- hald í Safni verið mun meira en samningur borg- arinnar kvað á um. Næstu áramót rennur samningur Safns út en síð- ustu fjögur ár hefur Reykjavíkurborg stutt við rekstur þess. Nú blasir við að starfsemi lista- safnsins er í uppnámi. Því er fyrir- sjáanlegt að frá og með næstu ára- mótum verði safneign Safns hvorki aðgengilegt borgarbúum né þeim fjölmörgu áhugasömu sem lagt hafa land undir fót sérstaklega til Reykjavíkur til að sjá hið einstæða safn í eigu Péturs Arasonar. Það yrði sjónarsviptir að lista- safninu Safni, fyrir menningarlífið og myndlistarflóruna í Reykjavík. Þá er ótalið það mikilvæga hlut- verk Safns að lokka að stór nöfn úr heimi samtímalistar til sýningar- halds í Reykjavík. Fulltrúar Sam- fylkingarinnar í Menningar- og ferðamálaráði óskuðu bókað á fundi ráðsins þann 10. september að þeir hvettu menningar- og ferðamálaráð í samvinnu við aðrar borgarstofn- anir að leita allra leiða til að lista- safnið Safn verði áfram í höfuð- borginni. Þó að fyrirsjáanlegt sé að starf- semin muni leggjast niður nú um áramótin þá vonum við að það verði eingöngu tímabundið. Við vonum innilega að viðunandi lausn finnist sem fyrst sem henti listasafninu Safni svo perlurnar í safneigninni haldi áfram að lýsa upp skammdeg- ið í Reykjavíkurborg. Höfundar sitja í menningar- og ferðamálaráði Reykjavíkur fyrir hönd Samfylkingarinnar. Safn við Laugaveg Au ka bú na ðu r á m yn d: Ál fe lg ur www.peugeot.is Vatnagörðum 24 - 26 Sími 520 1100 www.bernhard.is Umboðsaðilar: Bernhard, Reykjanesbæ, sími 421 7800 Bílver, Akranesi, sími 431 1985 Höldur, Akureyri, sími 461 6020 Bragginn,Vestmannaeyjum, sími 481 1535 Það er lúxus að geta fengið allt sem Peugeot 407 býður sem staðalbúnað á kr. 2.470.000. Það er ennþá meiri lúxus að njóta þess að aka Peugeot á götum borgarinnar. Láttu lúxus- inn leika við þig – veldu Peugeot 407. og spólvörn 2.470.000 PEUGEOT 407
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.