Fréttablaðið - 27.09.2007, Blaðsíða 29

Fréttablaðið - 27.09.2007, Blaðsíða 29
Unglingastjörnurnar skörtuðu sínu fegursta á verð- launahátíðinni Teen Choice Awards. Verðlaunahátíðin Teen Choice Awards hefur verið hald- in árlega frá 1999. Þar eru tónlistarmenn, leikarar og íþróttamenn heiðraðir og bestu sjón- varpsþættirnir og kvik- myndirnar valin. Aðeins unglingar mega kjósa en verðlaunagripirnir á hverju ári eru brim- bretti sem sérstak- lega er hannað fyrir hvert ár. Justin Timber- lake hefur oftast unnið til verð- launa og á nú 21 brimbretti (reyndar tólf þeirra með hljómsveitinni N Sync). Stjörnurnar komu í sínu fínasta pússi og voru stuttir og nettir kjólar áberandi. Stutt er málið Á mánudag lauk hér í París efnakaupstefnunni „première vision“. Þessi kaupstefna er einn stærsti efnamarkaður heims. Hann er hald- inn tvisvar á ári þar sem efnaframleiðendur sýna framleiðslu sína og þeir sem hanna og framleiða föt kynna sér og kaupa það sem verður ráðandi á komandi árstíðum. Hönnuðir eru nefnilega nú þegar langt komnir með hönnun á tísku næsta vetrar, 2008-9, enda strax í janúar sem herratískan verður sýnd og svo kventískan í júlí á næsta ári. Meðan á þessari kaupstefnu stendur koma saman í París allir þeir sem tengjast á einn eða annan hátt tísku og hönnun frá öllum heimshornum. Gestirnir fara á sama tíma um borgina í búðir sem eru þekktar fyrir að vera með puttann á púlsinum á hverjum tíma líkt og Colette-búðin fræga, Kabuki eða l´Eclaireur. Þessar búðir eru oft ófeimnar við að leita uppi nýja hönn- uði eða velja aðeins það áhugaverðasta hjá hverju tískuhúsi og eru því gott dæmi um helstu strauma og stefnur. Sumir láta sér duga að snerta á öllu, skoða fóður, sauma og önnur smáatriði á hverri flík, aðrir reyna laumulega að taka myndir og svo eru þeir sem einfald- lega kaupa flíkina til að taka upp sniðið eða efnið og framleiða nánast það sama þegar heim er komið. Oft eru það Japanar sem taka upp eftir öðrum en Kínverjar framleiða svo fyrir þá. Oft má sjá einhverja nýjung í tísku hverrar árstíðar sem verður svo meira áberandi í þeirri sem á eftir fylgir. Til dæmis má nefna lakkskó sem sáust að nýju í herratískunni í fyrravetur en eru í hverri einustu skóbúð þenn- an veturinn. Á efnakaupstefnunni eru auðvitað kynntar þær nýjungar sem fram koma hverju sinni. Í þetta skiptið sjálfþurrkandi eða bakteríudrep- andi efni, efni sem verja húðina fyrir útfjólubláum geislum og svo auðvitað umhverfisvæn efni sem sífellt verða fjölbreyttari. Náttúru- leg efni eru sömuleiðis í mikilli sókn, efni framleidd úr bananahýði, kókoshnetu, korni, pappír eða mjólk svo eitthvað sé nefnt. Á sama tíma kynna svokallaðar „bureau du style“, sem mætti kannski þýða sem stílstofur, hefti sín. Þær framleiða einskonar tískuhefti sem safna saman hugmyndum um strauma og stefnur næstu árstíða og selja þau jafnt til fataframleiðenda sem og til þeirra sem vinna að innanhússkreytingum eða iðnhönnun. Í þessum tískuheftum er til dæmis hægt að sjá hvaða litir verða ríkjandi jafnt í fatnaði eða ann- arri hönnun, hvaða munstur munu verða notuð og hvaða efni. Þannig geta fjöldaframleiðslufyrirtækin sem sífellt reyna að fylgja eftir stóru tískuhönnuðunum hitt á réttu litina eða rétta smáatriðið sem mun öllu breyta í komandi tískulínum. bergthor.bjarnason@wanadoo.fr Auglýsingasími – Mest lesið Fæst í apótekum um land allt Ofnæmisprófuð og mild lína sem er sérstkalega þróuð fyrir viðkvæma húð ungbarna Ungbarna andlitskrem – Verndar húðina gegn óæskilegum áhrifum umhverfis og útfjólubláum geislum. Sólarvörn SPF 18, vítamín A&E. Bossakrem – Mýkir og verndar bleyjusvæðið gegn ertingu, útbrotum og þurrki. Býr til verndandi lag á húðina. A&B5 vítamín. Mjög gott á bruna. Bossablautklútar – Handhægir klútar í ferðapakkningu. Húðlæknisfræðilega prófaðir. Úr 100% trefjum. Alkóhól- og litefnalausir. Ph gildi 5,5. Ungbarna baðsápa – Sérlega mild og rakagefandi kremsápa “sápulaus”. Innih. A&E vítamín. Ungbarna sjampó – Milt sjampó (tearless). Hefur góðan ilm og gerir hárið silkimjúkt. Ungbarna húðmjólk – Mild og rakagefandi húðmjólk. Inniheldur E&B5 vítamín. Ph gildi 5,5. Ungbarna olía – Mild olía sem mýkir og hefur róandi áhrif á húðina. Inniheldur A&E vítamín. Sensitive ungbarnalína
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.