Fréttablaðið - 27.09.2007, Blaðsíða 24

Fréttablaðið - 27.09.2007, Blaðsíða 24
[Hlutabréf] Framleiðniaukning á hvern starfs- mann hefur verið talsvert meiri í verslun en í öðrum greinum á tíma- bilinu 2000 til 2006. Velta í verslun á því tímabili jókst um 36 prósent að nafnvirði á meðan starfsfólki í verslun fjölgaði einungis um átta prósent. Framleiðnin á hvern starfsmann hefur vaxið um 6,8 prósent að meðaltali frá 1998 til 2005. Þetta kemur fram í Árbók verslunarinnar fyrir árið 2007 sem Rannsóknarsetur verslunarinnar og Kaupmannasamtök Íslands gefa út. Mestur mældist vöxtur framleiðni fjármagns í verslun, eða um 10,9 prosent á ári, borið saman við 1,3 prósent meðalvöxt atvinnugreina. Vöxtur í framleiðni vinnuafls var heldur minni en þó einnig vel yfir meðaltali. Framleiðniaukning langmest í verslun Félög sem skráð eru í OMX Kaup- höllina hér geta fyrir lok næsta mánaðar fengið hlutabréf sín skráð í evrum gangi eftir áætlanir OMX Verðbréfaskráningar Íslands og Seðlabanka Íslands. Einar S. Sigurjónsson, forstjóri OMX Verðbréfaskráningar Íslands, segir að unnið hafi verið að lausn mála frá því að athugasemdir bár- ust frá Seðlabanka Íslands varð- andi þá fyrirhugaða evruskráningu hlutabréfa Straums fjárfestingar- banka fyrr í þessum mánuði. „Við gerum ráð fyrir að vera komin með lausn ekki seinna en fyrir lok næsta mánaðar,“ segir hann, en ekki þarf að breyta lögum til þess að sú leið sé fær sem stefnt er að. „Seðla- bankinn mun veita ákveðna þjón- ustu og komin er fram tillaga um hvernig þessu verður fyrir komið.“ Seðlabanki Íslands benti á að í 15. grein laga um rafræna eigna- skráningu verðbréfa frá árinu 1997 væri gert ráð fyrir að Seðlabanka Íslands væri falið peningalegt upp- gjör með rafræn verðbréf. Ráðgert hafði hins vegar verið að Lands- banki Íslands annaðist þetta uppgjör fyrst í stað, en Seðla- banki Finnlands tæki svo við á næsta ári. Boðað hafði verið að Straumur yrði fyrstur til að skipta um mynt fyrir bréf sín í Kauphöllinni og átti það að gerast 20. þessa mánaðar. Þessum fyrir- ætlunum var frestað vegna ábend- ingar Seðlabankans frá því 14. september. Ekki er þó loku fyrir það skotið að breyta þurfi samt lögum um raf- ræna eignaskráningu, enda skiptar skoðanir um hvort túlka beri 15. grein laganna, sem vísað er til hér að ofan, þannig að Seðlabankinn einn megi hér annast uppgjör með rafræn bréf. „Til þess að hafa meiri sveigjanleika í framkvæmdinni í framtíðinni þarf væntanlega að eyða allri óvissu,“ segir Einar. Evrur í Kauphöllina fyrir lok október Seðlabanki Íslands mun annast uppgjör vegna evruhlutabréfa í Kauphöll Íslands. Einar Sigurjónsson, forstjóri OMX Verðbréfaskráningar Íslands, segir að breyta þurfi lögum til að fara aðrar leiðir. TIM LUCAS FJÖLMIÐLUN OG MARKAÐUR Fyrir auglýsingakaupendur Fyrir markaðsstjóra DAGSKRÁ Birtíngur útgáfufélag býður þér til fyrir- lestrar hjá Tim Lucas á Nordica Hotel fimmtudaginn 4. október. Tim Lucas stofnaði alþjóðlega ráðgjafafyrirtækið White Lodge árið 2002. White Lodge sérhæfir sig í ráðgjöf á sviði útgáfu, birtingastefnu, vörumerkja- stjórnunar og markaðsmála. White Lodge hefur unnið með fyrirtækjum í Vestur- og Austur Evrópu, Norðurlöndunum, Ástralíu og Suður Afríku. Tim talar einnig reglulega á alþjóðlegum ráðstefnum um birtinga- og auglýsingamál. Skráning skuldabréfa á OMX Nordic Exchange Iceland 15.000.000.000 kr. FL Group hf. Nafnverð útgáfu: Heildarnafnverð bréfanna sem nú eru skráð er 15.000.000.000 kr. og er nafnverð hverrar einingar 5.000.000 kr. Skilmálar skuldabréfa: Um að ræða skuldabréf til 1 árs. Skulda- bréfin bera 3 mánaða REIBOR vexti með 195 punkta álagi. Höfuðstól þeirra ber að endurgreiða í einni greiðslu á lokagjalddaga 20. mars 2008. Vexti ber að greiða á 3 mánaða fresti, fyrst 20. júní 2007, síðast 20. mars 2008. Auðkenni flokksins á OMX Nordic Exchange Iceland er FL 080320 og ISIN IS0000014546. Skráningardagur: OMX Nordic Exchange Iceland mun taka bréfin á skrá þann 28. september 2007. Umsjónaraðili sölu skuldabréfanna og skráningar á OMX Nordic Exchange Iceland er Glitnir banki hf., Kirkjusandi 2, 155 Reykjavík. Lýsing vegna skráningar bréfanna verður birt í dag, 27. september 2007. Lýsingarnar og önnur gögn sem vitnað er til í þeim er hægt að nálgast hjá Glitni banka og á heimasíðu útgefanda www.flgroup.is. Reykjavík, 27. september 2007 FL Group hf. Skuldabréfa- skráning Peningaskápurinn ...
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.