Fréttablaðið - 27.09.2007, Side 26

Fréttablaðið - 27.09.2007, Side 26
greinar@frettabladid.is A lþjóðleg kvikmyndahátíð í Reykjavík hefst í dag. Hátt í hundrað kvikmyndir verða á dagskrá næstu daga, þús- undir manna fara í bíó til að sjá efni sem annars sést ekki hér á landi. Í gær voru síðustu sýningar á Nordisk Panorama í Oulo í Finnlandi. Þar var valið úr hátt í sex hundruð nýjum mynd- um á dagskrána frá Norðurlöndunum og löndunum við Eystra- salt. Hátíðin er árleg og ein margra, en hefur þá sérstöðu að sýna norrænt efni. Fimm íslensk verk voru á dagskránni, eitt komst á verðlaunapall. Engin íslensk sjónvarpsstöð var þar, ekki heldur íslenskir kvikmyndahúsaeigendur. Íslenski kvikmyndaiðnaðurinn er vanþróaður. Vandamál hans er ekki aðeins smæð markaðarins, heldur takmarkanir, hömlur sem inn í hann eru byggðar. Kvikmyndahús sinna mest dreifingu fyrir bandaríska aðila, eru raunar upp á þá komin og sælgætissölu til að ná endum saman. Dæmin þekkjast varla að kvikmyndahúsaeig- endur hafi lagt fé í framleiðslu mynda af nokkru tagi. Skólamark- aðurinn er ekki til, og hafa stjórnvöld sýnt vítavert kæruleysi í vanrækslu á myndefni, íslensku og erlendu, fyrir skólakerfið. Myndin sem tæki til kennslu ekki notuð að gagni hér á landi. Sjónvarpsstöð geta menn sett á stofn hér á landi án nokkurra skyldna við kvikmyndaiðnaðinn. Og í fákeppninni sem ríkir hér er íslenskt myndefni á frjálsum markaði keypt af ríki og einkaaðilum fyrir smánarhlut af kostnaði framleiðslunnar. Menntamálaráðherra ber ábyrgð á þessu ástandi. Lög um ríkisútvarp og fjölmiðlalögin sem tóku til sjónvarpsrekstur snerust að minnstu leyti um kröfur til fyrirtækjanna um efnishlut íslenskra framleiðenda. Það sem mestu máli skipti fyrir kvikmyndaiðnaðinn í landinu kom ekki til umræðu. Vitaskuld á að leggja sjónvarpsstöðvum sem starfa á landsvísu þá ábyrgð á herðar að hluti dagskrár sé íslenskur, keyptur á mark- aði og þeim efnishlut sé ætlaður tiltekinn hlutur af aflafé. Eins á að gera svo vel í samningi við ríksfjölmiðla sem starfa í almanna- þágu að þeir þurfi ekki að vera eins og gærur á götuhorni til að ná sér í auglýsingatekjur og styrkjafé. Slíkar stöðvar hafi afl til að sinna hlutverki sínu, sem þær gera ekki í dag af þeim þrótti sem sómi væri að. Þó einkennilegt sé hefur Sjálfstæðisflokkurinn, flokkur einka- framtaksins, aldrei haft verulegan áhuga á að efla hag smærri fyrirtækja í kvikmyndaiðnaði, líkast til sökum þess að toppurinn í flokknum hefur löngum átt sína uppáhaldsmenn í leiknum bíó- myndum. Rétt eins og flokkurinn hefur í gegnum tíðina tryggt sínum mönnum stóla sjónvarps og útvarps. Það er vonlítið að nokkrar þær breytingar verði í skipulagi myndmiðla hér á landi þannig að kvikmyndaiðnaður í landinu komist með hjálp tilstyrks almennings á hnén nema forræði þeirra mála fari úr höndum sjálf- stæðismanna. Það er því sárabót að einkafyrirtæki skuli veittur styrkur til að bæta fyrir það sem vantar í flóru kvikmyndamenningar hér á landi frá ráðuneytinu, fyrst þar hafa menn ekki afl, vit og þor til að koma fótum undir innlendan kvikmyndaiðnað og skapi honum glugga í sjónvarpsstöðvum, skólum og víðar. Í tilefni af kvikmyndahátíð Hingað til lands kom um daginn maður að nafni Manuel Hinds, hagfræðingur og fyrrum fjármálaráðherra El Salvadors. Málflutningur Hinds vakti athygli víða um heim árin eftir 1990, þar eð hann varð einna fyrstur hagfræðinga til að brjóta hrun Sovétríkjanna til mergjar og lýsa því með þungum rökum, að áætlunarbúskaparlag Sovétríkj- anna og leppríkja þeirra í Austur- Evrópu hlaut að bera dauðann í sér. Það skerpti sýn Hinds á málið, að hann þekkti marga brestina að heiman, því að í El Salvador réðu fáeinir landeigendur, einkum kaffibændur, lögum og lofum um landið með þeim árangri, að þjóðartekjur á mann nú eru þar engu hærri en þær voru 1975. Þrjátíu ár fóru í súginn. Borgara- stríðið 1980-92 var bein afleiðing af veldi landeigendanna og kostaði mikið mannfall og fólksflótta og lamaði efnahags- lífið. Hinds var ráðherra skamma hríð 1979-80 og aftur 1995-99 og sá þá um að undirbúa mynt- breytingu, sem fólst í að skipta þjóðmyntinni út og taka upp Bandaríkjadollara í staðinn til að stuðla að stöðugra fjármálalífi og minni verðbólgu. Skömmu áður hafði Ekvador gert hið sama. Panama hefur notað dollara síðan 1904. Nokkrar Karíbahafs- og Kyrrahafseyjar nota Bandaríkjadollara í stað eigin gjaldmiðla, aðrar nota ástralska dollarann, enn aðrar nýsjálenzka dollarann. Nokkur smáríki í Evrópu nota með líku lagi evruna, til dæmis Andorra, Mónakó og San Marínó auk Páfagarðs og Svartfjallalands. Bútan og Nepal nota indverska rúpíann. Listann mætti lengja. Hinds hefur nýlega sent frá sér bók um peningamál, Playing Monopoly with the Devil (2006). Þar lýsir hann kostum þess, að smálönd leggi eigin þjóðmyntir til hliðar og notist við nærtækar heimsmyntir í staðinn. Þessum boðskap lýsti hann fyrir Gunnari Gunnarssyni fréttamanni í Speglinum í Ríkisútvarpinu í síðustu viku og einnig í grein í Viðskiptablaðinu. Hinds varar við skuldasöfnun Íslendinga erlendis: hann hefur séð þetta allt saman áður á heimaslóðum. Hann mælir með því í ljósi reynslunnar, að Íslendingar taki upp evruna. „Sprenghlægilegt,“ segir Seðlabankinn. Erlendar skuldir Íslendinga hafa aukizt hratt að undanförnu. Skuldirnar héldust nálægt 50 til 60 prósentum af landsframleiðslu frá 1980 og fram undir 2000, en þær voru um mitt þetta ár komnar upp fyrir 500 prósent af landsframleiðslu samkvæmt nýjum tölum Seðlabankans. Vaxtabyrðin vegna skuldanna hefur þyngzt, þar eð eignirnar, sem keyptar hafa verið fyrir erlenda lánsféð, bera minni vexti og arð en skuldirnar. Með vaxtabyrði er átt við vaxtagjöld af erlendum skuldum umfram vaxtatekjur af erlendum eignum í hlutfalli við útflutning vöru og þjónustu. Vaxtabyrðin var á bilinu átta til níu prósent af útflutningstekjum 2003 og 2004 og jókst upp í tólf prósent af útflutningstekjum 2005 og 25 prósent af útflutningstekjum 2006. Tölur Seðlabankans sýna, að vaxtabyrðin var um mitt þetta ár komin upp í 32 prósent af útflutningstekjum. Þessar tölur sýna, að Íslendingar taka nú ný lán til að borga vexti af eldri skuldum. Aukning vaxtabyrðar- innar vitnar einnig um það, að erlenda lánsfénu hefur ekki öllu verið varið til arðbærrar eigna- myndunar, heldur einnig til neyzlu. Skammtímaskuldirnar við útlönd hafa aukizt hratt að undanförnu: þær voru innan við 50 prósent af útflutningstekjum 2003, en voru um mitt þetta ár komnar upp fyrir 700 prósent af útflutningstekjum. Þessi aukning stafar meðal annars af vaxta- munarviðskiptum, þar sem menn taka lágvaxtalán erlendis og festa féð í íslenzkum hávaxtabréfum (jöklabréfum) í þeirri von, að gengi krónunnar haldist hátt. Sú von verður sífellt veikari, sýnist mér, eins og ég hef lýst nú síðast í grein í tímaritinu Herðubreið. Þegar vaxtagreiðslur til erlendra lánardrottna gleypa þriðjung útflutningstekna, þá er að því skapi minna af gjaldeyristekjun- um aflögu til að standa straum af innflutningi, svo að skuldirnar aukast þá hraðar og hraðar. Ef svo fer, að ekki reynist unnt að velta skammtímaskuldunum áfram, þarf Seðlabankinn að ganga á gjaldeyrisforða sinn til að jafna metin og verja gengi krónunnar. En gjaldeyrisforðinn hrekkur nú aðeins fyrir tíunda parti skamm- tímaskuldanna, svo að hætt er við, að gengið láti þá undan. Þetta er þekkt munstur utan úr heimi, og gildir þá einu, hvort viðkomandi lönd eru rík eða fátæk. Lögmál efnahagslífsins eru í grundvallar- atriðum hin sömu um allan heim. Ef Ísland hefði gengið í Evrópu- sambandið um leið og Finnland og Svíþjóð 1995 og tekið upp evruna 1999, væri engin sérstök hætta á ferðum hér heima núna. Spreng- hlægilegt? Er ballið að byrja? Sú hugmynd að nota ensku meira í daglegu lífi Íslendinga er ekki ný af nálinni. Einkum skýtur hún upp kollinum þegar til umræðu er að bæta samkeppnisstöðu landsins. Hug- myndabankar viðskiptalífsins draga þá upp þetta happatromp og veifa framan í almenning til að reyna þolmörkin. Það kannast allir við þessa aðferð: Hve lengi nennir almenningur að velta virkjunum á hálendinu fyrir sér? Gefumst við ekki upp á því á endanum að amast við að kostnaður við menntun á öllum skólastigum aukist? Endum við ekki öll á því að nota ensku? Á því eru þó ýmis tormerki. Auður Torfadóttir, dósent í ensku við KHÍ, segir að nemendur sem ljúka 10. bekk grunnskóla hafi oftast mjög litla færni í notkun orðasambanda í ensku þótt þeir geti verið ágætir í talmáli. Sum sé: Við erum ekki góð í ensku en viljum greinilega vera það. Þau vatnaskil urðu í Morgunblaðinu 23. september síðastliðinn að formaður viðskipta- nefndar Alþingis og varaformaður Samfylkingar, Ágúst Ólafur Ágústsson, lagði til að enska yrði jafnrétthá íslensku sem stjórnsýslumál. Þetta var sagt í einni málsgrein í grein um æskilegar breytingar á íslenskri löggjöf og samfélagi til að auka samkeppnis- hæfni. Hann skýrir þetta ekki frekar. Mjög líklega er hann líka bara að kanna þolmörkin. En landið þokast hvert ár ofar á lista yfir samkeppnishæfar þjóðir. Af hverju er íslenskan þá vandamál? Kannski vegna þess að atvinnulífið vill velta þýðingarkostnaði sínum yfir á hið opinbera og þá er hlaupið upp til handa og fóta og peningar töfraðir fram. Hins vegar er það talið mjög erfitt að styðja frekar við móðurmálskennslu, bókaútgáfu og miðlun á íslensku. Erum við þá hér vegna bankanna? Eða vegna þess að við viljum búa í samfélagi þar sem við getum skilið forfeður okkar, talað saman á okkar móðurmáli, lesið bókmenntir okkar og þurfum ekki að fara á enskunámskeið til að skrifa formanni viðskiptanefndar bréf? Höfundur er rithöfundur. Samkeppnishæfni íslenskunnar Come2 Scandinavia, Vesterbrogade 17 1620 Kaupmannahöfn. Á leið til Norðurlandanna? Hafðu samband við Come2 Scandinavia og við aðstoðum þig með flug, gistingu, bílaleigubíl og fleira. Erum einnig með tvær íbúðir til leigu í Kaupmannahöfn sem henta fjölskyldum, vina- og vinnuhópum. www.come-2scandinavia.dk - info@come2scandinavia.com COME2 SCANDINAVIA

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.